Quantcast
Channel: Sykur » Heilsa &Útlit
Viewing all 1277 articles
Browse latest View live

10 Góð ráð til að setja sér markmið og ná þeim

0
0

Hvernig getum við sett okkur markmið og náð þeim án þess að fyllast vonleysi einhvers staðar á leiðinni? Hvernig aukum við líkurnar á því að ná markmiðum okkar? Þetta þarf oft ekki að vera mjög flókið eða mikið, en þetta getur fært okkur gleði.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga þegar verið er að setja sér markmið.

1. Velja markmiðin vandlega og ekki of mörg

Gott er að miða við 1 til 3 markmið, of mörg markmið geta haft þau áhrif að okkur fallast hendur og við náum ekki að framfylgja neinu þeirra. Jafnvel byrja á einu, og bæta svo öðrum við. Til dæmis varðandi heilsuna. Það getur verið erfitt að breyta of miklu í einu – ætla að borða hollt, engin sætindi, fara í ræktina og út að hlaupa. Betra er að byrja hægt og bæta smásaman við, þannig minnkum við líkurnar á því að við gefumst upp.

Markmið þarf að vera ÞÉR mikilvægt til að ÞÚ framfylgir því. Spurðu sjálfan þig því hvers vegna það skiptir þig máli að ná þessu markmiði, hvers vegna er það þér mikilvægt.

Dæmi: Ef þú ert með hjartasjúkdóm og ert vel í yfirþyngd, þá getur það verið þér mikilvægt að léttast því það er betra fyrir hjartaheilsuna. Það gæti verið mikilvægt fyrir þér.

2. Setja sér raunhæf markmið

Markmiðin sem við setjum okkur þurfa að vera raunhæf. Það þýðir þó ekki að þau eigi ekki að vera krefjandi. Það er gullni meðalvegurinn sem gildir hér, að geta áttað sig á því hvaða markmið eru krefjandi en samt sem áður geranleg fyrir okkur. Locke og félagar (1981) tóku niðurstöður margra rannsókna saman og komust að því að í um 90% af rannsóknunum þar sem fólk var með nákvæm og krefjandi markmið þá leiddi það til betri frammistöðu heldur en þegar sett voru auðveld markmið, „gera sitt besta“ markmið eða engin markmið.

Dæmi: Það hljómar vel að ætla í ræktina á morgnanna. En ef þú ert vanur/vön að vakna ekki fyrr en 10 mínútum áður en þú ferð út úr húsi því þér finnst svo erfitt að vakna, þá er þetta líklega ekki raunhæft markmið fyrir þig. Því er um að gera að setja sig ekki í stöðu þar sem líkurnar á að klikka eru töluverðar, finna frekar raunhæfari tíma til að byrja með sem hentar þér betur.

3. Bera saman raunveruleikann við lokamarkmiðið, huga að hindrunum

Rannsóknir hafa sýnt að það er mjög áhrifaríkt að sjá sig fyrir sér núna, raunveruleikann, og bera það saman við hvernig maður sér sig fyrir sér þegar maður hefur náð markmiðinu. Þetta er talið áhrifaríkara en að sjá bara fyrir sér lokaárangurinn því maður þarf að hugsa hvernig maður kemst frá núverandi stað í átt að markmiðinu. Þannig hugar maður frekar að því hvaða hindranir gætu orðið á vegi manns í ferlinu og hvort það sé raunhæft að yfirstíga þær. Þannig áttar maður sig á því hvort að markmiðið sé framkvæmanlegt og raunhæft fyrir mann. Þetta er mikilvægt því ef fólk hefur háar væntingar og trú á því að það geti náð markmiðum sínum, þá er líklegra að það leggi sig fram og nái þeim því frekar.

4. Sértæk og mælanleg markmið

Við verðum að geta fylgst með árangri okkar. Því er því mikilvægt að setja sértæk og  mælanleg markmið, þau mega ekki vera óljós. Ef við segjumst ætla að „hreyfa okkur meira“ þá er erfitt að ákveða hvenær þessu „meira“ er fullnægt. Betra markmið væri „ég ætla að hlaupa 5 kílómetra 1.júní“. Þetta er mælanlegt markmið. Til að gera markmið sértæk er gott að setja það fram í eins miklum smáatriðum og við getum.

5. Setja tímalengd

Tímalengd markmiða er líka mikilvæg. Það er ansi erfitt að fylgja markmiði um að „hitta vini mína oftar á næstu mánuðum“. Hér væri til dæmis hægt að segja, „ég ætla að vera búin/n að hitta vinahópinn/ana mína 3x fyrir páskadag“. Annað dæmi „ég ætla að elda oftar nýjar uppskriftir“, hér er erfitt að vita hvað „oftar“ á við. „Ég ætla að vera búin/n að elda 4 nýjar uppskriftir fyrir 1.apríl“ er auðveldara að fylgjast með.

6. Langtíma- og skammtímamarkmið

Mikilvægt er að setja sér langtímamarkmið og skammtímamarkmið. Maður hoppar ekki upp á Everest, maður stefnir að því að komast í næstu fjallabúðir, til að komast á endanum á toppinn. Til að missa ekki augun af markinu þá verðum við að geta séð fram á litla sigra í ferlinu. Gott er að gera vikuleg markmið. Varðandi 5 km markmiðið gæti mælanlegt skammtímamarkmið verið „þessa viku ætla ég að fara út að skokka 3x, 20 mínútúr í hvert sinn“. Í lok vikunnar getum við svo gefið okkur high-five fyrir að hafa náð þessu skammtímamarkmiði, og strax í kjölfarið einbeitt okkur að næsta skammtímamarkmiði. Það er töluvert skemmtilegra en að bíða eftir high-five alveg til 1.júní.

7. Skrifa markmiðin niður

Ráðlagt er að skrifa markmiðin niður. Þetta gerir þau áþreifanlegri og festir þau frekar í minni. Gott er að hafa þau t.d. á náttborðinu svo við munum eftir þeim á morgnanna og getum farið yfir þau á kvöldin.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um skilvirka markmiðasetningu og jákvæð áhrif á sálarlífið:

heilsutorg 

 


Glútenlaus lífsstíll: Hvað nú?

0
0

Svo þú hefur ákveðið að sneiða hjá öllu glúten í matvörum? Þá veistu líklega að glútenríkar matvörur eru m.a. brauðvörur, kringlur, bollakökur og pizzabotnar. Innihaldi fyrrgreind matvæli hvítt hveiti, rúg, spelt eða bygg eru þær komnar á bannlista.

NEMA GLÚTENLAUST MJÖL FARI Í BAKSTURINN!

image2

Auðvitað er hægt að sleppa öllu brauði. Bara alltaf. Taka út allar bollakökur, afþakka súkkulaðikökur í afmælisveislum og narta bara í ávexti. Panta glútenlausa rétti á heilsuveitingastöðum og svo eru það heilsuhillurnar í matvöruverslunum, þar sem úir og grúir af glútenlausum viðbótum sem eiga að koma í stað hveitis. En er alltaf að marka innihaldslýsingar tilbúinna matvæla og er ekki bara hægt að blanda glútenlausar mjölblöndur heima?

HVAÐ EF MANNI LANGAR EINFALDLEGA Í BRAUÐSNEIÐ?

bodyAbout

Á bandaríska heilsuvefnum WebMD er að finna ágætis umfjöllun um glútenlausar viðbætur og hvað ber að varast þegar glútenlaust mjöl á að koma í stað hveitis. Það er nefnilega ekki nóg að taka út allt hvítt hveiti og telja að sú ákvörðun ein og sér leiði af sér kraftaverk.

Mjöl sem innihalda glúten eru meðal annars hvítt hveiti, spelt, bygg og rúgmjöl. Í stuttu máli er glúten próteinsameind sem finnst í fyrrgreindu mjöli og veldur m.a. því að mjölið lyftir sér betur í bakstri, mótar sig betur og gefur bökunarvörum ákveðna þéttni.

Þetta gerir að verkum að glútenlaus bakstur getur verið afar erfið áskorun, þar sem glúten hjálpar mjölinu að lyftast, mótast og brúnast í bakstri. Þetta er ástæða þess að glútenlaus mjöl í tilbúnum umbúðum innihalda oft hvítt rísmjöl og önnur bindiefni sem hjálpa geri, bökunarsóda og lyftidufti að lyfta deiginu þegar bakað er.

GLÚTENLAUST MJÖL GETUR INNIHALDIÐ FLEIRI HITAEININGAR EN HVÍTT HVEITI: 

gluten_free_cake_flour-300x200

Glútenóþol er staðreynd, þjakar einstaklinga á öllum aldri víða um heim og þá eru þeir ótaldir sem ekki eru með beint glútenóþol, heldur eru einungis næmir fyrir glútenríkum brauðvörum. Meðan það eitt að taka út glúten úr fæðunni getur umbreytt líðan fólks og orkað styrkjandi á heilsuna, er sú mýta að glútenlausar matvörur séu beinlínis bætiefnaríkari útbreiddur misskilningur. Glútenlausar matvörur innihalda ekki fleiri næringarefni en hvítt hveiti, rúgur og bygg – þvert á móti eru glútenlaus mjöl oft næringarsnauðari, þar sem hvítt hveiti er oft vítamínbætt og inniheldur þannig fólínsýru, B-vítamín og steinefni. Það eina sem skilur að – er að glútenpróteinið vantar. Það er það sem skiptir sköpum, en ekki næringarefnin sem glútenlaust mjöl er oft talið innihalda.

Þá innihalda glútenlaus mjöl oft minna magn af trefjum en hefðbundin glútenrík mjöl, en aftur á móti eru þau oft rík af kolvetnum og einnig oft bragðminni. Því er í mörg horn að líta og miklu skiptir að finna hvaða glútenlausa viðbót hentar best. Það er ekki nóg að taka allt glúten út úr fæðunni; rétta mjölblandan skiptir höfuðmáli.

Ekkert af ofangreindu er sett fram í þeim tilgangi að draga gagnsemi þess að taka glúten út úr fæðunni í efa. Upplýsingarnar sem finna má í þessari grein eru teknar af vefnum WebMD, þar sem finna má ansi yfirgripsmikla umfjöllun um glútenóþol og hvað best er að gera þegar einni mjöltegund er skipt út fyrir aðra í þeim tilgangi að styrkja heilsuna. Þar kemur eitt og annað athyglisvert fram, sem ráðlegt er að hafa í huga þegar glútenlaus lífsstíll er tekinn upp. Ef tilgangurinn er þyngdarstjórnun, er t.a.m. nauðsynlegt að muna að ákveðnar mjöltegundir eru enn hitaeiningaríkari en hvítt hveiti; rísmjöl og tapíóka eru þannig ríkar af kolvetni og innihalda fleiri kaloríur.

ERU GLÚTENLAUSAR MATVÖRUR ÞÁ EKKI GRENNANDI? 

tape_measure

Það eitt að taka út hvítt hveiti og skipta út fyrir aðra og ótilgreinda mjöltegund er því ekki nóg ef markmið viðkomandi er þyngdartap. Í raun vill oft verða svo, séu mjölafurðir hluti af daglegu fæði, að um óæskilega þyngdaraukningu verður þegar breytingar verða á.

Að þessu sögðu er ekki úr vegi að benda á að glútenlausar brauðbollur, smákökur og annað góðgæti sem selt er í bakaríinu og finna má í brauðhillum í matvöruverslunum – er ekki endilega hitaeiningasnauðara. Þvert á móti getur tilbúið, glútenlaust brauðmeti verið enn hitaeiningaríkara en brauðbollur og brauðhorn úr hefðbundnu, hvítu hveiti – utan þess sem næstum ógerlegt getur verið að giska á hvaða mjöl fór í tilbúna blönduna!  

Þeir sem ætla fyrir alvöru að tileinka sér glútenlausan lífsstíl, ættu því að prófa sig áfram með heimabakstur. Taka upp matarpakka og smyrja nesti. Þó auðveldara geti verið í upphafi að velja glútenlausar mjölblöndur beint úr hillunni í matvöruversluninni er ekki úr vegi að leggjast yfir hvaða mjöl fer vel saman og þreifa sig áfram með misjafnar mjölblöndur. Lyftingurinn getur verið annar þegar glútenlausar mjölblöndur verða fyrir valinu og deigið lyftir sér jafnvel ekki eins og áður, þegar hvítt hveiti var notað í baksturinn.

bread_1807973b

Þessar mjöltegundir innihalda ekki glúten:

Dökkt rísmjöl

Fava baunamjöl

Hvítt baunamjöl

Kartöflumjöl

Maísmjöl

Sorghum mjöl

Haframjöl (athugaðu að ekki allir hafrar eru glútenlausir)

Í fyrstu getur verið auðveldara að kaupa tilbúna, glútenlausa mjölblöndu í heimabaksturinn áður en ráðist er í frekari tilraunir – sérstaklega ef ætlunin er að baka brauð, pizzabotna og pönnukökur. En það getur líka verið sniðugt að blanda mjölið fyrirfram og hafa við hendina þegar baka á. Hægt er að hræra út sína eigin glútenlausu mjölblöndu og geyma í lokuðu íláti á þurrum og köldum stað.

Próteinrík mjöl á borð við dökkt rísmjöl, sorghummjöl eða baunamjöl sem hrært hefur verið út með kartöflusterkju eða kornsterkju getur verið ágæt mjölblanda. Próteinsameindirnar í mjölinu styrkja og veita þéttni, en sterkjan gæðir mjölið léttleika og loftkenndum eiginleikum.

GLÚTENLAUS MJÖLBLANDA TIL BAKSTURS:

1 ½ bolli sorghum mjöl eða brúnt rísmjöl

1 ½ bolli kartöflusterkja (kartöflumjöl) eða maíssterkja (maísmjöl)

1 bolli tapíókamjöl

Hrærið saman og geymið á þurrum og köldum stað – þegar ætlunin er að baka skal mæla mjölblönduna hér að ofan eins og um hefðbundið hveitimagn í uppskrift væri að ræða.

Sagan hermir að Sorghum-bætt mjölblanda henti vel í flestan bakstur. Brúna rísmjölið er betra þegar um léttan og viðkvæman bakstur er að ræða, á borð við kökur. Einnig er hægt að skipta út sorghummjöli og rísmjöli út fyrir bókhveiti og kínóamjöl ef gerbakstur eða bollakökur eru annars vegar.

Til hamingju með glútenlausan lífsstíl og gangi þér vel!

Möndluolía er BESTI vinur þinn –Þú getur notað hana á ótal vegu!

0
0

Möndlur eru svo GÓÐAR hvort sem maður notar þær til seðja hungrið milli mála í vinnunni eða býr sér til ferska möndlumjólk sem er náttúrlega alveg ferlega góð t.d. út á morgunkornið eða í Chiagrautinn. En olían sem úr möndlunum fæst er líka alveg dásamleg svo ótrúlega nærandi fyrir líkamann. Hér eru 20 ástæður þess að hrein möndluolía ætti að vera til á hverju heimili!

Sweet_Almond_Oil_med_lab_cat_1

  1.  Til að fyrirbyggja sár við rakstur – berðu á húðina í sturtunni áður en þú rakar. 
  2. Til að koma í veg fyrir að rakvélin/plokkarinn/ ryðgi er gott að bera á smá möndluolíu.
  3. Til að hafa stjórn á hárinu er gott að nudda nokkrum dropum á milli fingra sér og renna þeim í gegnum hárið.
  4. Til að næra slitið hár og þurra enda.
  5. Hægðalyf: 2 mtsk á dag ættu að koma þér í gang.
  6. Undir augun: Dregur úr baugum og mýkir húð.
  7. Í stað andlitskrems að næturlagi.
  8. Í olíunni er ágætis sólvörn.
  9. Möndluolía tekin í litlum skömmtum er góð fyrir ónæmiskerfið.
  10. Kemur jafnvægi á blóðþrýstingin – góð út á salat!
  11. Styrkir hjartað.
  12. Styrkir hugann – möndluolía er gott heilafóður.
  13. Góð steikingaolía.
  14. Nuddolía – bættu við örfáum dropum af eftirlætis ilmolíunni og þá ertu komin með geggjaða lúxus nuddolíu.
  15. Til að nota í ilmolíubrennara – bættu við dropum af uppáhaldslyktinni þinni.
  16. Líkamsskrúbbur – blandaðu saman grófu salti og möndluolíu – ódýrt og frábært!
  17. Til að bera á viðarfleti s.s eins og brauðbretti, borðplötur og viðarhúsgögn.
  18. Rakakrem – gefur mikinn raka og eykur teygjanleika húðarinnar til muna hvort sem þú tekur hana inn eða berð hana á þig – andlitið og líkamann.
  19. Ef þú býrð til þínar eigin sápur er gott að nota möndluolíu í sápugerðina.
  20. Flösumeðferð. Nuddaðu olíunni í hársvörðinn og láttu hana vera í 45 mínútur eða yfir nótt. Þvoðu svo hárið bara eins og venjulega

 

Matur fyrir HEILANN! – Svona gleður þú HEILASELLURNAR

0
0

Það er alltaf verið að tala um hollustu fæðunnar en hvaða fæða er góð fyrir heilastarfsemina…því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hausinn sem kemur okkur áfram í lífinu hvort sem það er til þess að vinna vinnuna okkar – rækta sambönd við fjölskylduna eða bara að ná stjórn á hugsunum sínum.

Þannig að – Hvaða fæða er góð fyrir heilann og hugann?

1. Já, bláber! Við elskum báber – svo sæt og góð – en ekki borða of mikið af þeim því þá verðum við öll eins og skógarbirnir. Bláber eru stútfull af kaloríum EN rannsóknir benda til þess að ef þú borðar vel af bláberum þá viðheldur þú námsgetunni lengur og bláber eiga að seinka einkennum Alzheimer! Áfram bláber!

istock_photo_of_blueberries

2. Villtur lax og nýr fiskur. Omega 3 er ofurfæða fyrir heilann – þannig að fisk og kartöflur á diskinn þinn allavega tvisvar í viku. ENGAN ELDISFISK!!!!

getty_rm_photo_of_fresh_salmon_fillet

3. Súkkulaði og hnetur – OMG við heppin!!! Ég er til í að éta mig gáfaða á þessum matseðli! Hnetur og fræ eru stútfull af E-vítamíni sem hverfur á ógnarhraða úr líkamanum eftir því sem við eldumst og því gott að viðhalda E-vítamínbúskapnum við með hnetuáti og þar með halda skynjuninni í toppstandi. Í súkkulaði er náttúrlega örvandi efni sem gerir það að verkum að þú ert meira vakandi. Vertu hressa týpan!

4. Appelsínur eru stútfullar af glúkósa sem gefur þér orku til að hugsa og skapa. En eins og með bláberin þá eru appelsínur hitaeiningaríkar – djúsglas eykur einbeitingu – ferna af djús er fitandi!

getty_rf_photo_of_oranges

5. Borðaðu hollan morgunmat og sendu heilanum þau skilaboð að þú sért að hugsa um þig. Múslí, hafragrautur og ávextir í hófi gefa þér gott start inní daginn.

getty_rm_photo_of_healthy_breakfast

10 staðreyndir sem fæstir segja þér um SLITFÖR og MEÐFERÐ þeirra

0
0

Slitför geta myndast af ýmsum ástæðum og geta verið erfið viðureignar, en sé gripið snemma í taumana má draga úr myndun slitfara á hörundi sem eru enn í mótun.

Hvort sem þú ert að velta því fyrir þér hvers vegna slitförin mynduðust í upphafi eða hvernig þú getir dregið úr þeim áður en þau eru fullmótið – ef þú ert jafnvel að velta því fyrir þér hvernig þú getur hulið fullmótuð slitför, skaltu renna augunum yfir þessi tíu handhægu ráð. Hér fara tíu lítt þekktar staðreyndir og ráð um meðför slitfara í mótun og hvernig má meðhöndla slitför sem eru fullþroskuð og ætlunin er að hylja tímabundið:

#1 – Slitför geta myndast á misjöfnum líkamshlutum vegna misjafnra ástæðna. Slitför myndast þegar miðjulag húðarinnar tognar upp að því marki að teygjanleiki hörundsins fer að gefa eftir. Þegar þetta gerist myndast örblæðingar undir yfirborði húðarinnar ásamt því sem hörundsvefurinn sjálfur þrútnar og bólgnar út, sem er ástæða þess að ný slitför í mótun taka á sig fjólurauðan blæ.

#2 – Sumir eru líklegri til að fá slitför en aðrir. Óléttar konur, vaxtarræktarmenn og jafnvel ungt fólk í örum vexti eru meðal þeirra sem eru liklegri til að fá slitför en aðrir, allt vegna þeirra breytinga em verða á líkamanum meðan á breytingaferlinu stendur.

#3 – Erfðir spila stórt hlutverk. Slitför eru oftar en ekki arfgeng, ef svo má að orði komast, svo óháð kringumstæðum er ákveðið hlutfall fólks líklegra til að mynda slitför en aðrir. Af þessum ástæðum er ekki hægt að sneiða alfarið hjá slitförum í einhverjum tilfellum – en ef gripið er strax inn í er hægt að meðhöndla þau upp að ákveðnu marki.

#4 – Slitför falla í tvo meginflokka. Læknar skilgreina þannig slitför undir heitunum Ruba eða Alba. Í fyrstu, þegar slitförin eru að myndast – eru þau nefnd RUBA – þar sem þau eru ýmist bleik, rauð eða jafnvel fjólurauð að lit og geta bólgnað upp. Með tímanum hjaðnar hins vegar bólgan og slitförin verða silfurhvít áferðar – en þá taka þau á sig ALBA áferð.

#5 – Slitför í mótun ætti að meðhöndla strax. Þegar slitför komast á ALBA stigið, eru þau orðin fullþroskuð og lítið sem ekkert er hægt að gera – en hægt er að draga úr nýjum og ferskum slitförum á hörundi með því að bera A-vítamínbætta olíu á hörundið, helst með Retinol.

#6 –  Prófaðu að bera andlitskrem á slitförin. Ef þér gengur illa að finna A-vítamínbætt hörundskrem sem inniheldur Retinol, er líka ágætt að prófa að bera hreint Lýsi á slitförin. Lýsið inniheldur A- og D-vítamínolíu og hollar Omega-fitusýrur, en ef lyktin vekur ógleði er líka ágætt að notast við vandað andlitskrem.

#7 – Önnur lykilatriði er að velja krem sem inniheldur C-vítamín og Collagen en bæði þessi innihaldsefni geta róað og sefað rauðbleik slitförin sem enn eru í myndun.

#8 – Sjálfbrúnkandi krem geta hulið slitförin að hluta og í einhverjum tilfellum hulið þau algerlega. Hægt er að fara í laseraðgerð sem afmáir slitförin nær með öllu, en þar til að aðgerð er komið er ágætt að notast við sjálfbrúnkandi krem eða spreybrúnku til að hylja slitförin – auk þess sem úrræðið er ódýrara og áhrifaríkara ef um sérstök tilefni er að ræða.

#9 – Skrúbbaðu hörundið vel. Skrúbbkrem og skrúbbburstar sem ætlaðir eru fyrir líkamshörundið eru til þess gerðir að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðstreymið til húðarinnar. Skrúbburinn er líka frábær leið til að hjálpa hörundinu ef slitför eru að myndast. Prófaðu að skrúbba hörundið upp úr ilmkjarnaolíum; Tea Tree olían er frábær hreinsiolía og sérstaklega fyrir feita húðgerð. Þú getur prófað að skrúbba hörundið allt að tvisvar á dag, en aðeins ef þú gætir að næra hörundið með mildum líkamsáburði á eftir, því annars verður hörundið of þurrt viðkomu.

#10 – Notaðu nuddtækni til að örva blóðrásina og mýkja hörundið. Ekki aðeins ættir þú að bera vandað andlits- eða hörundskrem á slitför í mótun, heldur ættir þú einnig að nudda kreminu vel inn í hörundið samtímis. Rétta nuddtæknin hjálpar þér að örva blóðstreymið og vinna á móti örvefnum sem er að myndast undir yfirborði húðarinnar, en í einhverjum tilfellum dregur nuddið jafnvel úr myndun slitfara og sefar ferlið.

 

Allt um skammdegisþunglyndi

0
0

Skammdegisþunglyndi er algengt á Íslandi og nú er einmitt sá tími að koma þegar fólk fer að finna fyrir því. Mér fannst því tilvalið að setja inn hér smá fræðslu um skammdegisþunglyndi. –Greinin hér að neðan er tekin af Vísindavefnum.

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi.

Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst þegar daga tekur að stytta á haustin og lýkur þegar dagar lengjast á vorin. Skammdegisþunglyndi er þrálátt að því leyti að það endurtekur sig frá ári til árs og getur oft orðið mjög alvarlegt og hamlað eðlilegri virkni fólks.

Skammdegisþunglyndi virðist tengjast magni dagsbirtu og þar af leiðandi þeirri breiddargráðu sem fólk býr á. Það sýnir sig meðal annars í því að þunglyndið getur horfið á nokkrum dögum þegar fólk ferðast suður á bóginn á veturna en ef það ferðast norður getur þunglyndið versnað. Skammdegisþunglyndi er nær óþekkt í löndum við miðbaug þar sem dagarnir eru alltaf jafn langir. Sambandið milli breiddargráðu og skammdegisþunglyndis er ekki einfalt því tiltölulega fáir sem búa næst heimskautunum fá skammdegisþunglyndi. Svo virðist sem sumar þjóðir sem lengi hafa búið við þessi skilyrði hafi aðlagast skammdeginu. Til dæmis hefur komið í ljós að tíðni skammdegisþunglyndis hjá Íslendingum er óvenju lág miðað við það sem ætla mætti út frá legu landsins.

Um báðar gerðir af árstíðarbundnu þunglyndi gildir að þess fer yfirleitt ekki að gæta fyrr en á þrítugsaldri og það virðist vera algengara hjá konum en körlum.

Hvað veldur skammdegisþunglyndi?

Nokkrar tilgátur hafa verið settar fram um hvernig birta hefur áhrif á líðan fólks. Einn möguleiki er að það sé tengt bæði dægursveiflu (hringrás svefns og vöku) og hormóninu melantónín sem heiladingull framleiðir, en dagsbirta hefur áhrif á þetta tvennt. Reyndar bendir ýmislegt til þess að allar gerðir þunglyndis tengist á einhvern hátt truflunum á svefntakti. Dægursveiflu svefns og vöku er stjórnað af undirstúku (hypothalamus) í heila. Ljós verkar sem tímagjafi (Zeitgeber) og samhæfir virkni líffræðilegrar klukku manna við sólarhringinn. Mögulegt er að fólk með skammdegisþunglyndi þurfi sterkari eða öflugri tímagjafa en venjulega til að endurstilla líffræðilegu klukkuna.

Nokkrir rannsakendur hafa komið fram með þá kenningu að það sé ekki einungis ljós sem verki sem tímagjafi og að sum tilfelli þunglyndis stafi af tapi á félagslegum tímagjöfum. Til dæmis hefur fólk tilhneigingu til að samhæfa dagtakt sinn við dagtakt maka síns. Eftir að fólk missir maka sinn fer hversdagstaktur þess úrskeiðis og margir upplifa þunglyndi af þeim sökum auk annars. Aðrir rannsakendur hafa bent á að sumir séu sérstaklega næmir fyrir truflandi áhrifum breytinga á félagslegum samskiptum og reglulegum dagstakti. Til dæmis geta ýmsir viðburðir sem rjúfa dagtakt fólks valdið tímabundnu þunglyndi, eins og til dæmis barnsfæðing eða vinnumissir.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við geðræktarvefinn KVÍÐI – smelltu HÉR til að lesa meira um orsakir og úrræði við skammdegisþunglyndi: 

kvidi

Veistu hvað HÁIR HÆLAR gera í raun og veru fyrir LÍKAMSSTÖÐUNA?

0
0

Áttu erfitt eð að feta þig áfram í háum hælum? Freistast þú stundum til að fara í flabotna skó, jafnvel þó fallegu pinnahælarnir hvísli innan úr skóskápnum? Eða þvingar þú tærnar ofan í fáránlega óþægilega skó sem fara vel á fæti?

Veistu, það er fótunum ekki hollt að ganga á háum hælum. Verði pinnahælar fyrir valinu í kvöld, skaltu því muna að tásulingarnir eiga mjúka sokka, þægilega strigaskó og hæfilega hreyfingu skilið á morgun. Sú mýta að konur EIGI að læra á háum hælum getur verið skaðleg heilsunni.

Allt er gott í hófi; þessi áhrif hafa háir hælar á líkamann:

Baðbombur eru yndislegar: Nú getur þú búið þær til og það er ekkert mál!

0
0

Baðbombur eru yndislegar og og sér í lagi ef þær eru búnar til úr vönduðum olíum og efnum. Þessi einfalda uppskrift er stór-sniðug og einföld. Þetta eru frábærar gjafir og svo er líka bara gaman að dekra við sjálfan sig.

Vicks-shower-tablets-bombs-pods

Ekki LUSH-bombur en aaaalveg næstum því!

Það sem til þarf er eftirfarandi:

1 bolli C-vítamín duft. ( C-vítamín pillur sallaðar niður í duft ímatvinnsluvél)
1 bolli matarsódi
½ bolli kornsterkja
½ cbolli brædd kókosolía
keyptur matarlitur 2-3 dropar eða náttúrulegur matarlitur eins og hindberjasafi eða rauðrófusafiþ
8-10 dropar ilmolía / gætið að því að nota olíu sem má nota í bað eða á húð.

Sílikon form eða smá bökunarform, kúluform ef þið eigið þau til, ímyndunarafli ykkar eru engin takmörk sett og baðbombur mega vera allavega í laginu, litlar, stórar, óreglulegar, reglulegar –allt eftir ykkar höfði.

Homemade-White-Tea-Coconut-Bath-Bombs-by-Bakingdom

1. Blandið saman C-vítamín duftinu, matarsóda, kornsterkju og olíu í skál.
2. Bætið ilmolíunni við 8-10 dropar
3. Bætið matarlit við ef vill
4. Setið á ykkur einota hanska og blandið öllu vel saman á milli fingranna. þetta er svolítið eins og að grafa í blautum sandi…bara ef það væri sól…
5. Setjið blönduna í formin og þéttið vel niður í þau.
6. Látið þorna í 24 tíma.

Láttu renna í bað…kveiktu á kertum og láttu eina heimatilbúna baðbombu falla ofan í vatnið…

5-Ridges

Ef þér gengur vel með þessar er þér ekkert til fyrirstöðu að setja í þær þurrkuð blóm, ilmsölt eða þurrar ilmjurtir….glimmer…

Perfect-Bath-Bomb16


Þrír heimagerðir (lífrænir) andlitsmaskar fyrir viðkvæmt hörund

0
0

Lífrænt eldhúsgrúsk og tilraunastarfsemi með heimagerða hreinsimjólk getur verið stórskemmtilegt helgardund og er afar hressandi fyrir sálina. Sú tilhugsun að vita upp á hár hvaða innhaldsefni eru í hreinsimjólkinni getur verið svo notarleg, að ekki sé talað um að fersk og lífræn andlitsmjólk getur gert kraftaverk fyrir viðkvæmt andlitshörund.

Hér fara þrjár einfaldar uppskriftir að heimagerðri andlitsmjólk sem hreinsar og nærir andlitshörundið. Allt sem til þarf eru fáein hráefni úr eldhúsinu, góð og hitaþolin skál og hreinn, mjúkur þvottapoki. Örbylguofninum má skipta út fyrir ágætan pott á hellu og svo er það bara að fara með andlitið yfir baðvaskinn þegar blandan hefur verið borin á. Einfalt í framkvæmd, nærandi fyrir hörundið og stórskemmtilegt grúsk í eldhúsinu. Skemmtilegt!

 

Möndluskrúbbur fyrir allar húðgerðir

0032

20 grömm malaðar möndlur (hægt er að nota kaffikvörn til að mala möndlurnar)

2 matskeiðar af rjóma (má nota nýmjólk líka)

1 teskeið af ferskum sítrónusafa

Blandið öllum innihaldsefnunum saman í lítilli skál og hrærið vel saman. Berið á andlitið og nuddið hörundið varlega – malaðar möndlurnar örva blóðstreymi hörundsins og mjólkin nærir meðan sítrónusafinn fjarlægir aukreitis húðfitu og frískar upp á hörundslitinn. Hreinsið af með volgu vatni yfir vaski – þerrið andlitið með mjúkum þvottapoka.

 

 Gúrku- og haframjólk fyrir þurrt hörund

IMG_4003

¼ væn og fersk agúrka

2 matskeiðar af hreinni jógúrt  

2 matskeiðar af soðnu haframjöli

Maukið agúrkuna vel í matvinnsluvél eða með töfrasprota, hrærið því næst jógúrt og soðnu haframjölinu saman við blönduna. Maukið er frábær hreinsimjólk fyrir þurrt og viðkvæmt andlitshörund, berið á andlitið yfir vaskinum, nuddið vel með fingurgómunum og skolið að síðustu af með volgu vatni.

*Ath: Hægt er geyma blönduna í kæli í allt að tvo daga, dýfa bómullarhnoðra niður í afgangsblönduna og bera á andlitið til að fríska upp á útlitið.  

Nærandi hunangshreinsimjólk

orig

1 matskeið af fljótandi hunangi

1 matskeið af grófu rísmjöli (rice bran)

1 matskeið af rjóma

Blandið öllum innihaldsefnum saman í hitaþolna skál og hrærið vel saman. Setjið inn í örbylgjuofn og stillið á 30 sekúndur. Takið nú skálina úr örbylgjuofninum og hrærið blöndunni vel saman þar til hún verður mjúk og jöfn. Látið kólna þar til hitastigið er hæfilegt og berið á andlitið meðan blandan er enn volg. Hreinsið af með volgu vatni yfir vaskinum (eða í sturtunni) og þerrið andlitið að lokum með hreinum, mjúkum þvottapoka.

Heimild: Wikihow

Hvernig á að þrífa typpi?

0
0

Þetta er sá líkamshluti sem er flestum karlmönnum hvað mikilvægastur svo það er áríðandi að halda honum hreinum og heilbrigðum svo hann geti þjónað sínum tilgangi sem best. Með því að annast þennan líkamshluta vel gagnast það ekki eingöngu sjálfum þér vel  heldur bólfélaganum líka.

Það eru ótrúlega margir karlmenn sem eru ekki að þrífa vel undir forhúðinni og lenda þannig í því að fá sýkingar og önnur vandamál auk þess sem það getur verið  mjög óaðlaðandi fyrir bólfélagann.

 Þvoðu typpið og kónginn vandlega með volgu vatni á hverjum degi þegar þú ferð í sturtu eða bað. Íslenskir karlmenn eru sjaldan umskornir og þurfa því að gæta þess að draga forhúðina til baka og þvo undir henni.

Ef það er ekki gert safnast saman hvítleit skán sem líkist smurosti og er kölluð á ensku „smegma“

Smegma er náttúrulegt sleipiefni  sem heldur húiðnni á kónginum rakri og auðveldar hreyfingu á forhúðinni.  Ef það safnast saman og er ekki þvegið burt fer það að lykta illa, það verður erfiðara að draga forhúðina tilbaka og það geta myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur. Þetta getur svo valdið sýkingu sem kallast „balanitis“

Gott hreinlæti er mikilvægt en  of mikil sápa eða sturtugel getur valdið ertingu, roða og sársauka.

Volgt vatn dugar og sápa er óþörf  ef þú þværð þér daglega. Ef þú vilt endilega nota sápu þá þarf að gæta þess að nota hana sparlega , nota ilmefnalausa og helst ofnæmisprófaða sápu og skola hana vel af til að draga úr hættu á ertingu. Aldrei má setja púður eða lyktareyðandi af neinu tagi undir forhúðina því það veldur ertingu.

Umskornir karlmenn þurfa að þrífa sig daglega með sama hætti, nota vatn dag og helst enga sápu.

Fyrir kynþroska

Það á aldrei að þvínga forhúð tilbaka á ungabarni eða  ungum drengjum vegna þess að það getur verið sárt og valdið skaða. Forhúðin getur verið föst við kónginn og dregst þannig ekki tilbaka að fullu. Það er ekki þörf á að þrífa undir forhúð hjá ungum drengjum.

Pungur, og nárasvæði

Ekki má gleyma að þvo punginn og nárasvæðið, þar sem vond lykt og sviti getur festst  í hárunum og á húðinni og kallað fram vonda lykt rétt eins og í handarkrikanum. Þetta svæði þarf að þvo reglulega  til að koma í veg fyrir uppsöfnun á svita og dauðum húðflögum sérstaklega vegna þess að þau eru umlukin nærfatnaði meirihluta sólarhringsins. Gæta þarf vel að því að þvo líka svæðið frá pung og aftur að endaþarmi.

Sjálfskoðun á eistum

Góð regla er svo að þreifa eistun í sturtu einu sinni í mánuði rétt eins og konur þreifa brjóstin.

Sjálfskoðun á eistum er mikilvæg leið til að finna einkenni um krabbamein í eistum snemma. Með því að skoða eistun reglulega áttarðu þig á því hvernig þau eru venjulega. Þannig tekurðu fyrr eftir því ef einhverjar breytingar verða.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um sjálfskoðun á eistum og almennar reglur sem gott er að hafa til viðmiðunar við þrif á getnaðarlimnum:

heilsutorg 

 

 

Með kvíðann í handfarangri

0
0

Það er óhætt að segja að okkur dreymir öllum um að liggja á ströndinni í sólbaði, fara í skíðaferð eða verslunarferð. En fyrir marga eru þessir draumar erfiðir að framkvæma vegna kvíða. Kvíðinn fyrir ferðalaginu byrjar nokkrum dögum áður og magnast upp með hverjum degi sem líður. Sumir fæðast með flughræðslu og upplifa mikinn kvíða hvert einasta skipti sem þeir ferðast en svo eru aðrir sem þróa hræðsluna og kvíðann með sér og upplifa þá allt í einu kvíðkast þegar lagt er af stað. Kvíði fyrir ferðalögum sama hvort að það sé ferðalag með flugvél, á bíl eða skipi hefur aukist töluvert síðustu ár. Rannsóknir segja að 40% af þeim sem fljúga upplifa kvíða í flugi.

Hvað er það sem gerist?

Það skiptir engu máli hversu oft manneskja hefur farið í flug, kvíðinn er alltaf til staðar fyrir þá sem finna fyrir óöryggi. Manneskjan upplifir stjórnleysi, innilokunarkennd, óþægindi þegar flugvélin tekur á loft og lendir. Ókyrrð í flugi getur gjörsamlega farið með einstaklinginn.

Sumir upplifa kvíðann með þráhyggju, læsti ég ekki örugglega öllu? Tók ég allt úr sambandi? Allir gluggar lokaðir? Gleymdi ég að taka með mér tannbursta, tók ég hleðslutækið með, nei ég held ekki shit!

Manneskja með kvíða upplifir alltof mikla fjarlægð frá þægindarsvæðinu sínu sem er heimilið og þeirra umhverfi og er allt í einu komin í umhverfi sem er erfitt að skilja og hausinn snýst í hringi, kvíðinn magnast og það er spurning um að hætta bara við.

Hvað er til ráða?

Þegar fólk upplifir kvíða þá hafa allir eitthvað ákveðið sem hjálpar, það er enginn eins þegar kemur að því að finna lausn. En það eru til margar lausnir við vandamálinu sem er þess virði að prófa.

Öndun, reyndu að ná stjórn á öndununni með því að anda inn og halda andanum í nokkrar sekúndur og anda svo rólega frá.

Undirbúðu ferðalagið nokkrum dögum áður, pakkaðu niður og skipulagðu þig og undirbúðu þig undir að fá kvíða og finndu eitthvað sem dreyfir huganum í fluginu.

Hringdu í einhvern ef þér líður illa áður en þú ferð og þegar þú ferðast. Talaðu við manneskju sem þú treystir og er tilbúin að hlusta á þig.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við geðræktarvefinn KVÍÐI – smelltu HÉR til að lesa meira um orsakir og úrræði við ferðakvíða: 

 

kvidi

Geta ofskynjunarsveppir verið skaðlegir?

0
0

Sumar þeirra sveppategunda, sem þegar er vitað að finnast hér á landi, geta verið varasamar til inntöku vegna þess að í þeim eru efni, sem eru líkamanum óholl og trufla starfsemi hans.

Sumir vímuefnaneytendur fara af stað í ágúst, september og fram í október til þess að leita að sveppum, sem þeir telja sig vita að í sé Psilocybin, og neyta þeirra. Hvort þeir svo þekkja þessa sveppi frá öðrum, sem í eru önnur skaðleg efni, er sjálfsagt undir hælinn lagt. Því má búast við, að með þeim sveppum, er þeir neyta, geti slæðst sveppir sem innihalda  önnur virk eitruð efni.

Neysla þeirra getur leitt af sér ýmisskonar truflanir á líkamsstarfsemi, vægar eða jafnvel alvarlegar eitranir. Sérstaklega eitraðar eru þær sveppategundir, sem innihalda hið hættulega eitur cyclopeptide.

Áhætta getur fylgt því að borða ofskynjunarsveppi en stuttu eftir inntöku geta komið fram einkenni eins og :

  • Höfuðverkur, oft stendur hann yfir í marga klst
  • Ofsóknaræði og hræðsla
  • Kvíði/kvíðaköst
  • Svimi og ringulreið
  • Blóðþrýstingsfall

Langtíma áhrif

  • Lífshættulegar lifrarskemmdir
  • Geðrænar truflanir eins og kvíði
  • Stuðlað að því að undirliggjandi geðsjúkdómar komi fram

Áhrifin

Um það bil 20-30 mínútum eftir að sveppanna hefur verið neytt koma fram Psilocybin-áhrif, svo sem roði í andliti, slökun vöðva, aukinn hjartsláttarhraði, útvíkkun sjáaldra, munnþurrkur og ógleði. Skyntruflanir koma meðal annars fram í miklum afbökunum á rúm- og tímaskyni svo og geðslagsbreytingum. Stórir skammtar geta framkallað ofsjónir og afbakanir á snerti- og sársaukaskyni. Afbakanir skynjunar af völdum Psilocybins geta verið skemmtilegar og þægilegar fyrir neytandann, en þær geta líka verið mjög ógnvekjandi, valdiðofsahræðslu og jafnvel framkallað bráðasturlun. Andlit vina, ættingja og ókunnugra geta virst breyta um lit eða lögun, eða skyndilega elst ógnvænlega. Þetta getur gerst meðan á neyslu sveppanna stendur eða eftir á og staðið yfir lengi.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um afleiðingar neyslu ofskynjunarsveppa meðfram öðrum vímuefnum og möguleg eftirköst: 

heilsutorg

H J Á L P: Þessi SVARTI PUNKTUR getur hæglega BJARGAÐ MANNSLÍFI

0
0

Svartur depill í lófa niðurlútrar konu eða karlmanns, sem réttir fram hendina kann að vera merkingarlaus í augum margra. En svarti depillinn er þrunginn merkingu; þökk sé nýlegri samfélagsmiðlaherferð sem hefur farið stórum og hefur þegar bjargað mannslífum.

Svarti depillinn merkir nefnilega þögult óp á hjálp; merkið er neyðarkall þeirra sem búa við heimilisofbeldi en geta ekki greint frá stöðunni með berum orðum.

11249638_1487075358255167_7342007251215700297_n

Frekari upplýsingar um samfélagsmiðlaherferðina er að finna á Facebook – en baráttuherferðin ber einfaldlega nafnið The Black Dot Campaign og er ætlað að styðja við fórnarlömb heimilisofbeldis, svo þau hin sömu geti óskað eftir aðstoð – svo fagfólk geti borið kennsl á merkið og brugðist við.

 

A message from a lady who asked me to share this with you:I’m heavily pregnant and the baby’s father is very abusive….

Posted by Black Dot Campaign on Thursday, September 17, 2015

 

Á Facebook síðu hópsins segir ennfremur:

„Þessi baráttuherferð er gerð svo fórnarlambið geti merkt lófann með svörtum depli, svo ástvinir, stuðningshópar og fagfólk geti borið kennsl á þögult neyðarópið og boðið fram þá aðstoð sem er nauðsynleg svo hann eða hún geti fengið stuðning til að komast burt úr skaðlegum aðstæðum. Það sem meira er; eftirlifendur heimilisofbeldis hafa margir hverjir deilt ljósmyndum af sjálfum sér með depil í lófanum til að sýna stuðning og hvatningu – en einnig til að sýna að það er hægt að losna úr skaðlegum aðstæðum.“

Herferðinni var hrundið af stað fyrr í september og telur nú Facebook síðan ein yfir 26.000 stuðningsmeðlimi. Einhverjir hafa gagnrýnt framtakið og sagt að ekki sé hægt að hrinda slíku framtaki af stað án þess að nefna til stuðningshópa um leið; að fræða þurfi hjálparsamtök sem styðja við þolendur heimilisofbeldis. Einnig hafa aðrir sagt að svarti depillinn sé hættulegur leikur og geti ögrað ofbeldismennum til illra verka, að fórnarlömbin sjálf geti jafnvel verið í meiri hættu en áður.

10374893_1486629568299746_8400738196027330158_n

Þessu hafa stofnendur vísað á bug og segja að fórnarlömbin sjálf viti oft hvað þarf til að ögra og hvetja til ofbeldis og að hver og einn verði að meta í sínu eigin tilfelli hvort hættulegt sé að merkja lófann með svörtum depli.

 

After a very difficult day personally, add we have reached 5.1 million people in 7 days and have a lot of coverage…

Posted by Black Dot Campaign on Tuesday, September 15, 2015

 

Í viðtali við Huffington Post sagði talsmaður Black Dot þannig að oft gæti verið hættulegt og erfitt fyrir fórnarlömb ofbeldis að ræða beint út um stöðuna, af ótta við viðbrögð ofbeldismannsins og einnig af ótta við að enginn trúi þeim.

„Svarti punkturinn gæti hjálpað þolendum heimilisofbeldis að ræða út um viðbjóðinn og það getur hjálpað að hafa um nokkra ólíka möguleika að ræða þegar frásögn er annars vegar, því aðstæður þeirra sem búa við heimilisofbeldi geta verið æði misjafnar.“

Svona gerir þú ósvikið Edgar Cayce Lotion í eldhúsinu heima

0
0

Ég var ekki há í loftinu þegar ég fann íslenskaða bók um líf og störf Edgar Cayce, sem var dámiðill og gaf alla sína lestra í djúpum dásvefni. Það er ekki ætlun mín að tíunda störf og lækningaformúlur Cayce hér í þessum pistli; olíukenndur áburðurinn sem Cayce gaf upp einhverju sinni meðan á dásvefni stóð er erindi mitt í þetta skiptið.

Gamla Apótekið framleiddi um tíma, Edgar Cayce olíuna en tók af markaði eftir einhvern tíma og það af orsökum sem mér eru ókunnar. Margir telja að Eilíf Æska (sem langamma mín dásamaði) sé sama formúlan og Edgar Cayce Lotion, en það mun á misskilningi byggt. Þetta er ekki sama olíublandan – en hins vegar er uppskriftin sáraeinföld og hana má hæglega gera í eldhúsinu heima með litlum tilkostnaði og tekur bara örfáar mínútur. Ég geri olíublönduna oft sjálf og geymi í kæli, en rósavatn má fá í náttúruvöruverslunum.

Edgar Cayce Lotion – Uppskrift

2 dl – Hnetuolía

½ dl – Ólívuolía

½ dl – Rósavatn

1 msk brætt Lanolin

Byrjið á því að bræða Lanolin (ullarfitu) í lítilli skál yfir vatnsbaði. Hellið öllum innihaldsefnum saman í litla flösku (með tappa) og hellið bráðinni ullarfitu saman við innihaldið. Setjið því næst tappann á flöskuna og hristið vel. Blandan er nú tilbúin. Ágætt er að láta áburðinn standa í kæli, þar sem olíublandan inniheldur engin rotvarnarefni og getur því hæglega þránað; að geyma blönduna í kæli eykur geymsluþolið.

Best er að bera olíublönduna á hörundið strax að loknu baði, en varist að blandan er feit og því er best að bera Edgar Cayce Lotion á húðina rétt áður en farið er að sofa. Byrjið á axlarsvæðinu og vinnið ykkur niður á við með löngum og hægum, djúpum strokum og nuddið olíublöndunni þannig vel inn í hörundið. Þetta eykur slökun og vellíðan og getur unnið bug á þrálátri andvöku.

Blandan er feit og mjúk, ágætt er að bera á líkamann að meðaltali tvisvar í viku – til að viðhalda teygjanleika húðarinnar og djúpnæra eitt stærsta líffæri líkamans.

Til að lesa meira um töfraformúlur Edgar Cayce, smelltu HÉR

10 fæðutegundir sem berjast á móti Candida sveppnum

0
0

Þjáist þú af skapsveiflum, árstíðabundnu ofnæmi, meltingatruflunum eða endalausum sveppasýkingum? Ef þú þekkir þessi einkenni þá eru miklar líkur á að þú sért með ofvöxt á candida svepp.

Candida er eitt af vísindalegu nöfnunum yfir ger, en ger er ákveðið form af svepp. Mjög lítið magn af þessum sveppi er í munni og þörmum til að aðstoða við meltingu. En okkar lyfjainntaka, mataræði og umhverfi getur breytt jafnvægi candida sveppsins.

Þegar líkaminn fer að offramleiða sveppinn þá brýtur hann sér leið í gegnum veggi þarma og fer beint út í blóðsteymið þar sem hann losar svo kallað eitur sem getur orsakað það að maginn verður óþéttur (leaky gut).

Einkenni af ofvexti candida svepps geta verið allt frá meltingatruflunum til þunglyndis.

Hvernig er hægt að meðhöndla candida ?

Þegar meðhöndla á candida ofvöxt þá þarf að hafa þetta í huga:

Svelta sveppinn

Fyrst þarf að svelta sveppinn, en candida sveppurinn þrífst afar vel á sykri, unnum matvörum og öllum mat sem inniheldur ger. Og af þessari ástæðu þarftu að taka allan sykur, unnin mat, áfengi, þurrkaða ávexti, ávaxtasafa og mat eins og mygluosta og edik já og meira að segja sveppi úr þínu mataræð.

Vinna bug á sveppnum

Þegar búið er að taka til í mataræðinu þá viljum við vinna bug á candida sveppnum. Hægt er að gera það með lyfjum, en þú skalt ræða það við þinn lyfjafræðing eða lækni. Ef þú vilt ekki taka inn lyf þá eru uppástungur um þann mat sem getur aðstoðað þig hér fyrir neðan.

Byggja upp góðar bakteríur í þörmum

Og síðast en ekki síst þá þarf að byggja upp góðu bakteríurnar til að koma í veg fyrir frekari sýkingar. Þetta getur þú gert með því að taka inn flórubætandi lyf.

Hér eru svo þær tegundir matar sem geta hjálpað í baráttunni við Candida sveppinn.

Kókósolía

Í kókósolíu eru náttúrulegar fitusýrur sem kallaðar eru saprylic acid. Þessi sýra vinnur gegn candida sveppnum með því að gera göt á veggi sveppsins svo hann þrífst ekki og hverfur.

Hvítlaukur

Í hvítlauk má finna efni sem heitir allicin og hefur þetta efni þau áhrif á candida sveppinn að hann lifir ekki lengi. Helst er að borða hvítlaukinn hráan og má nefna að hvítlaukur er besta meðalið gegn candida sýkingu.

Eplaedik

Þetta er eina edikið sem þú mátt láta ofan í þig á meðan þú ert að losa þig við candida sýkinguna. Rannsóknir á eplaediki og áhrifum þess á candida eru ekki miklar, en það inniheldur ensími sem brýtur niður candida svepp.

Grænmeti af krossblómaætt

Grænmeti af þessari ætt eru t.d brokkólí, rósakál, arugula og radísur. Í þessu í þessu grænmeti má finna efni sem heitir isothiocyanates og ræðst þetta efni á candida sveppinn.

Engifer

Í engifer má finna gingerols og shogaols sem eru bólgueyðandi og vinna gegn sveppasýkingum. Þó engifer sé ekki það öflugasta í baráttunni við candida sveppinn þá styður það vel við lifrina á meðan líkaminn er að afeitra sig af sveppnum.

Ólífuolía

Olíur eins og ólífuolía, hörfræolía og primrósarolía innihalda polyphenols sem eru andoxunarefni og þau hjálpa líkamanum að berja frá sér candida sveppinn.

 

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa um fleiri fæðutegundir sem koma að góðu gagni í baráttunni við Candida sýkingu: 

heilsutorg


Bubbi bannar útvarpi Sögu að spila tónlist eftir sig

0
0

Eftirfarandi birtist á Facebooksíðu Bubba Morthens fyrr í dag:

„Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila lög eftir mig Bubba Morthens sem og öll önnur lög sem ég mun hljóðrita í framtíðinni. Bann þetta gildir svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri skömm þeirra og heimska er algör það er ömurlegt að vita til þess að fullorðið fólk sem hefur alist upp í kærleika býst ég við skuli þrífast í þeim andlega skugga sem liggur yfir hljóðstofu útvarpsins sögu“

Screen Shot 2015-09-22 at 18.35.47

MAGNESÍUMOLÍA: Lærðu að búa til heilnæma Magnesíumolíu í eldhúsinu

0
0

Næringarefni sem borin eru beint á hörundið, smjúga venjulega auðveldlega beint inn í blóðrásina. Þess vegna ættum við aldrei að bera áburð á hörundið sem inniheldur skaðleg efni, því þau geta borist beint inn í blóðrásina og valdið slappleika í besta falli. Einmitt þess vegna ættum við líka að íhuga heimalagaða Magnesíum-olíu því hún smýgur auðveldlega inn í blóðrásina og inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni fyrir líkamann.

Hvað er Magnesíum-olía?

Að sögn er ekki um eiginlega oliu að ræða þó áferðin sé olíukennd, heldur er um upplausn að ræða sem inniheldur Magnesíum-flögur sem leystar hafa verið upp í vatni. Hægt er að panta flögurnar af netinu (til dæmis héðan) ásamt því sem hægt er að panta Magnesíum-olíuna beint (til dæmis héðan) en hún er dýrari í tilbúnu formi og því sniðugt að spara  nokkra aura. Upplausnin er þó sniðug fyrir þá sem eiga erfitt með að innbyrða stórar töflur en þurfa engu að síður á Magnesíum viðbót að halda.

Hvaða ávinning hef ég af því að bera á mig Magnesíum-olíuna?

Magnesíum skortur er vel þekktur og Magnesíum-olía er góður og heilnæmur valkostur. Ófáir sérfræðingar segja Magnesíum eitt mikilvægasta steinefnið og að líkaminn þarfnist þess til jafns við vatn, súrefni og almenna fæðu. Magnesíum er mikilvægara en kalsíum, pótassíum og sódium og kemur jafnvægi á öll hin steinefnin sem líkaminn þarfnast líka.  Sár og stöðugur þorsti getur bent til steinefnaskorts, þó þorstinn geti einnig stafað af öðrum orsökum.

Magnesíum-olía er að sögn góð við eftirfarandi kvillum:

Getur stutt við almenna heilbrigði og er heilnæmur valkostur fyrir allflesta

Getur dregið úr tíðarverkjum og almennum vöðvaverkjum

Magnesíum sefar og róar og getur því unnið á svefntruflunum

Sefar (að sögn) uppblásinn maga, hormónasveiflur og brjóstaspennu vegna tíða

Getur verið gagnleg gegn mígreni og getur dregið úr höfuðverk

Hjálpar til við að koma jafnvægi á hormónastarfsemi líkamans

Dregur úr almennri streitu og gefur sefað kvíða, róar og styrkir taugarnar

 

Magnesíumolía – Uppskrift:

magnesium

1 dl vatn

1 kúfaður dl magnesíum klóríðflögur (t.d. þessi hér)

Vænn spreybrúsi – dauðhreinsaður

Látið vatnið sjóða í hreinum potti. Slökkvið á hitanum og hrærið Magnesíum-flögunum út í vatnið og haldið áfram að hræra þar til lausnin er alveg uppleyst og hrein. Kælið vel og hellið í spreyflöskuna. Engin þörf er á að geyma blönduna í ísskáp.

Svona berð þú Magnesíumolíuna á líkamann:

Spreyið í hæfilegu magni á líkamann og nuddið varlega inn í hörundið. Blandan er örlítið feit og því er mikilvægt að spreyja ekki of miklu magni á líkamann en blandan smýgur inn í líkamann á fáeinum mínútum. Hæfilegt er að bera ca. 10 – 30 mg af olíunni á líkamann á hverjum degi.

*Ath: Borið getur á vægum sviða þegar olían er borin á líkamann. Byrjið ávallt á þvi að bera örlítið magn á hörundið fyrst, til að sjá hvort ber á útbrotum áður en lengra er haldið. Varist að bera Magnesíum-olíuna á viðkvæm svæði; hnés-og olnbogabætur, hálsinn og handakrika. Berið fremur á magasvæði og mjaðmir og á fótleggina framanverða.

EKKI bera Magnesíum-olíu á fótleggina skömmu eftir rakstur líkamshára, þar sem slíkt getur valdið sárum sviða. Best er að bera olíuna á líkamann að morgni til þar sem hörundið er móttækilegast að þeim tíma dags og bíða ætti í að minnsta kosti í 30 mínútur áður en farið er inn í sturtuna (eða baðið) til að ganga úr skugga um að olían hafi smogið alveg inn í hörundið.

Heimild: Empowered Sustenance

Þetta þekkja ALLIR sem nota LINSUR að staðaldri!

0
0

Hæ! Notar þú linsur? Þá ættir þú að kannast við baráttu mannsins sem grætur við baðvaskinn á hverjum einasta morgni … í alvöru talað, það er ekkert einfalt mál að nota linsur – þó það geti verið gaman að taka gleraugun niður!

Nokkrar leiðir til að róa kvíðinn huga

0
0

Kvíði getur haft mikil áhrif á líf manns. Þegar maður upplifir kvíðakast getur allt orðið svo yfirþyrmandi. Oft verður þá erfitt að taka ákvarðanir og reyna vinna lausn á þeim vanda sem veldur kvíðanum. Kvíði fær mann líka til að ofhugsa hlutina sem veldur meiri kvíða sem lætur mann halda áfram að ofhugsa og þannig myndast vítahringur. Það getur verið erfitt að losna úr þessum vítahring og það versta sem maður gerir er að bæla hugsanirnar niður. Þó það virki tímabundið þá koma hugsanirnar upp aftur og oftast af enn meiri krafti. Betra er að nota hugræna- atferlismeðferð til að róa hugann. Því ætla ég að deila með ykkur nokkrum ráðum sem ég rakst á síðunni Psychology Today  sem ættu að geta hjálpað.

1. Horfðu á kvíðahugsanir sem spurningar en ekki staðreyndir. 

Í stað þess að hugsa að nú sé allt versta að fara gerast prófaðu að bæta spurningamerki við. Er þetta það versta sem getur gerst? Eða getur kannski eitthvað gott gerst í staðinn? Hvort er líklegra að það gerist eitthvað slæmt eða gott ef þú metur það út frá fyrri reynslu og aðstæðum? Hugur í kvíðakasti er að reyna verja þig með því að spá fyrir um hvað mun gerast. En þetta er eingöngu spá – ekki staðreynd um það hluturinn muni gerast.

2. Áttaðu þig á að hugsanir eru upplýsingar á hreyfingu en ekki heilagur sannleikur

Hugur okkar er ofurnæmur við ótta og hættum vegna þess að það hjálpaði forfeðrum okkar að lifa í náttúrunni hér áður fyrr. Við verðum samt að muna að sumar hugsanir eru bara ósjálfráð svörum við aðstæðum og ekkert meira en það. Það er svo í okkar valdi hvort við ákveðum að trúa þessum hugsunum og hanga á þeim. Ef þú veitir hugsun athygli lifir hún lengur. Í staðin er gott að átta sig á hugsuninni, hvað hún merkir en leyfa henni svo að fara.

3. Stundaðu hugleiðslu 

Æfðu þig í að skoða hugsanir þínar í stað þess að bregðast ósjálfrátt við þeim. Ímyndaðu þér að hugsanirnar séu eins og ský sem fljóta framhjá. Hvaða ský tekurðu að þér og hver láta þig langa að hlaupa í burtu? Með hugleiðslu er hægt að skoða hugsanirnar hlutlaust án þess að bregðast við þeim

4. Vertu í núinu 

Hugurinn á það til að dvelja í fortíðinni. Þó að eitthvað neikvætt gerðist í fortíðinni þá þýðir það ekki að eitthvað neikvætt muni gerast í dag. Spyrðu sjálfa þig hvort aðstæður, þekking og geta til að takast á við aðstæður hafi ekki breyst síðan síðast? Sem fullorðin manneskja áttu meiri möguleika til að velja með hverjum þú ert. Þú hefur líka meiri tök á að taka eftir, koma í veg fyrir eða fara úr vondum aðstæðum núna heldur en þegar þú varst barn eða unglingur. Reyndu að dvelja í núinu og umvefja þig jákvæðu fólki og góðum aðstæðum.

 

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við geðræktarvefinn KVÍÐI – smelltu HÉR til að lesa meira hvernig má róa kvíðinn huga: 

kvidi

 

Hann elskar hvert kíló!

0
0

Eins og margar konur í yfirvigt hataði Natalie Werrett líkama sinn og gerði hvað sem hún gat til að fela sig fyrir umheiminum.

En svo kom Liam ástin hennar inn í myndina og hann elskar hvert kíló – svo mjög að hann hefur gert hana fræga í netheimum. Natalie segir að fyrst núna geti hún verið hún sjálf og sambandið hafi fært henni þá hamingju og öryggi sem hún þráði. Fjöldi fólks kann að meta fólk í yfirstærð og eru margar vefsíður tileinkaðar fallegu fólki í yfirstærð. Hér segja þau Liam og Natalie sína sögu

Viewing all 1277 articles
Browse latest View live