Quantcast
Channel: Sykur » Heilsa &Útlit
Viewing all 1277 articles
Browse latest View live

„Systir mín var eiginlega bara ófreskja á þessu tímabili“

$
0
0

Bryndís Erna Thoroddssen, MA í félagsráðgjöf rannsakaði upplifun og líðan systkina einstaklinga með vímuefnaröskun og fjallar hér um niðurstöður rannsóknar sinnar sem ber heitið „Systir mín var eiginlega bara ófreskja á þessu tímabili“ Leiðbeinandi var Dr. Freydísi Jónu Freysteinsdóttur dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknar Bryndísar var annars vegar að fá innsýn í upplifun og reynslu fólks sem á það sameiginlegt að hafa átt systkin í vímuefnavanda á uppvaxtarárum sínum. Hinsvegar var markmiðið að kanna hvaða stuðningur og bjargráð hafi reynst vel meðal þeirra sem alist hafa upp á heimili með systkini í vímuefnavanda. Mikilvægi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á vímuefnavandann í samfélaginu frá sjónarhorni systkina. Þættir sem spurt var út í voru a) andleg og líkamleg líðan þátttakanda í barnæsku, b) systkina-, fjölskyldu- og vinatengsl, c) nám og störf þeirra og d) hvaða bjargráð reyndust vel.

Megináhersla í rannsóknum á þessu sviði hefur verið lögð á áhrif vímuefnaröskunar einstaklings á maka og börn en hún hefur einnig veruleg áhrif á foreldra og systkin. Vímuefnamisnotkun er oft veruleg byrði fyrir einstaklinginn, fjölskylduna og samfélagið vegna neikvæðra áhrifa á líkamlega og sálræna heilsu. Vímuefnaneysla hefur allajafna neikvæð áhrif á fjárhag og eykur líkur á andfélagslegri hegðun og heimilisofbeldi.

Aðspurð segist Bryndís hafa haft áhuga lengi á efninu. Valdi hún það vegna þess að lítið hefur verið fjallað um sjónarhorn systkina í erlendum rannsóknum og engin rannsókn hefur verið gerð hérlendis: „Í BA-ritgerð minni skrifaði ég um systkinatengsl og áhrif vímuefnavanda unglings á systkin sín og langaði mig að halda áfram á þeirri braut vegna þess hversu mikilvægt það er að mínu mati að fá innsýn inn í upplifun og líðan systkina þeirra sem átt hafa við vímuefnavanda að stríða. Ég hef lengi haft áhuga á áfengis- og vímuefnafræðum ekki síst vegna eigin starfsreynslu síðastliðin ár með fólki sem haldið er áfengis- og vímuefnaröskun.”

 

Hvaða ráð hefur þú til systkina sem alast upp með veikan einstakling í lífi sínu?

Mikilvægt er fyrir bæði foreldra, systkin og aðra aðstandendur að fá fræðslu um aðstæður sínar og öðlast skilning á þeim. Þá þurfa foreldrar að fá sérhæfðan stuðning til að takast á við vímuefnahegðun barns síns. Með sérhæfðri fjölskyldumeðferð er hægt að aðstoða fjölskylduna til betra lífs og bæta velferð, lífsgæði og framtíðarmöguleika systkina einstaklinga með vímuefnavanda sem og annarra aðstandenda. Systkin geta upplifað meðal annars reiði, sorg, kvíða, gremju, skömm og öryggisleysi. Það er því er mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri heilsu foreldra. Systkin vilja oft gleymast í óreiðunni sem skapast þegar foreldrar sitja uppi ráðalausir vegna vímuefnavanda barns síns og upplifa oft reiði, sorg og söknuð gagnvart því fjölskyldulífi sem áður var.

Hvað með ráð til foreldra?

Mikilvægt er að fræða unglinga um mögulegar afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu, að þeir fái fræðslu við að setja sér og öðrum mörk og styrkja jafningjatengslin. Kenna ætti unglingum aðferðir við að standast jafningjaþrýsting og styrkja unglinga í félagslegri færni, samskiptum og persónulegum skuldbindingum. Foreldrar þurfa að auki að fá fræðslu um sitt hlutverk í vímuefnafræðslunni og réttar upplýsingar um vímuefni til að tala við börn sín um vímuefni og vímuefnanotkun. Þegar vímuefnavandi unglings er orðin alvarlegur er mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri heilsu foreldra.

Viðmælendur rannsóknar minnar töluðu flestir um hjálparleysi foreldra sinna sem samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna að foreldrar þurfi stuðning og faglega aðstoð til að takast á við vímuefnahegðun unglings síns. Það er því mikilvægt að aðstandendur þ.e. foreldrar og systkini fái fræðslu um vímuefnaröskun einstaklings og áhrif þess á fjölskyldumeðlimi. Oft eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvert eigi að leita og því þurfa bæði skólinn og allir sem koma að barninu að vera á varðbergi gagnvart vanlíðan barns sem gæti tengst vímuefnavanda unglings á heimili. Einnig þarf fagfólk að vera upplýst um þau úrræði sem til eru t.d. fjölskyldunámskeið á vegum SÁÁ fyrir aðstandendur og Foreldrahús sem hafa reynst foreldrum og öðrum aðstandendum vel sem veitir t.d. fræðslu til foreldra og símaráðgjöf allan sólarhringinn.

 

Bryndís Erna
Bryndís Erna

Hvernig er helst hægt að lýsa svona ástandi sem skapast með ungan, veikan einstakling á heimili?

Niðurstöðurnar styðja við fyrri rannsóknir um að vímuefnaneyslu geti fylgt fjölskylduátök og heimilisofbeldi sem hefur áhrif á félagslega hegðun og andlega heilsu systkina þeirra. Það er ljóst að vímuefnavanda einstaklings fylgir oft ýmiss konar reiðihegðun og árásargirni. Þegar unglingur á heimili er í vímuefnavanda myndast oft fjölskyldukreppa og upplifa fjölskyldumeðlimir þá fjölskyldustreitu, svik, ofbeldi og vantraust innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan virkar vel þegar hlutverkin eru skýr og samskiptamynstur á milli fjölskyldumeðlima er opið og jákvætt. Þegar streita er á hinn bóginn viðvarandi verða viðbrögð óskipuleg og óreiða myndast í samskiptum. Hegðun innan fjölskyldu verður óeðlileg og fjölskyldumeðlimir upplifa tilfinningasveiflur. Rannsóknir gefa til kynna að samskipti á milli fjölskyldumeðlima þar sem einn er með vímuefnaröskun geti verið flókin, erfið og aðstæðubundin. Þau geta verið flókin á þann hátt að hjálparlausum foreldrum hætti til að styðja barn með vímuefnaröskun óeðlilega mikið og á kostnað samskipta við önnur börn á heimilinu. Hætta er á að mest öll athyglin beinist að því barni sem á við vímuefnavanda að etja og hegðunarerfiðleikar þess fara að hafa neikvæð áhrif á velferð systkina þess.

Þema sem kom skýrt í ljós í gögnunum var streita og álag vegna ofbeldishegðunar systkina og rifrilda á heimili. Allir viðmælendur töluðu um að rifrildi á milli systkinis í vímuefnaneyslu og foreldris hafi verið mikill streituvaldur á heimilinu og haft mest áhrif á líðan þeirra. Auk þess töluðu flestir um rifrildi á milli foreldra. Viðmælendur upplifðu flestir á einhverjum tímapunkti hræðslu við systkini sitt sem var í vímuefnavanda. Flestir viðmælendur rannsóknarinnar töluðu um rifrildi á heimili, annarsvegar á milli unglings og foreldra og hinsvegar á milli foreldra sinna. Flestir upplifðu streitu vegna áhyggna af ráðalausum foreldrum og upplifðu rifrildið mikinn áhrifavald á sína líðan. Nokkrir hylmdu yfir vímuefnaneyslu systkina sinna til þess að halda frið á heimilinu. Einnig töluðu viðmælendur um að erfitt var að horfa upp á foreldra sína í þessu hjálparleysi og vonleysi og lýstu áhyggjum af foreldrum sínum.

Viðmælendur töluðu um að unglingsár og fyrstu fullorðinsár hefðu einkennst af hjálparleysi og vonleysi en barnæskan hefði einkennst af skilningsleysi barnsins og heimilislífi sem þau hefðu þá haldið að væri eðlilegt en síðar komist að annarri niðurstöðu. Með auknum vitsmunaþroska sögðu þeir hafa áttað sig á því að þetta væri kannski ekki eins og á flestum heimilum. Greina mátti af orðum viðmælenda og frásögnum að þegar fram í sótti og viðmælendur eltust hafi þeir fundið fyrir vonbrigðum, vonleysi, pirringi, hjálparleysi, vanmætti og uppgjöf gagnvart vímuefnaneyslu systkina sinna. Sumir sögðust hafa upplifað hugsanir á fullorðinsárum sem fólu í sér að það væri betra ef systkinið sem átti við vímuefnavanda að etja myndi deyja, þá slyppu þeir við hinar endalausu áhyggjur.

Er um meðvirkni að ræða í fjölskyldum?

Oft hafa aðstandendur þróað með sér ákveðin bjargráð í gegnum erfiðleikatímabil og leggja þá til hliðar slæmu tilfinningarnar, en eru ekki meðvitaðir um tilfinningar sínar eins og einkenni meðvirkni bera með sér. Meðvirkni hefur verið lýst sem eðlilegum viðbrögðum í óeðlilegum aðstæðum. Algengt er í fjölskyldum þar sem einhver glímir við vímuefnavanda að fjölskyldumeðlimir hafi lítið sjálfstraust, skorti trú á eigin getu og treysti um of á aðra.

Viðmælendur rannsóknar minnar lýstu flestir einkennum meðvirkni. Þeir settu eigin þarfir til hliðar, pössuðu upp á að standa sig vel og að koma sér ekki í vandræði þannig að foreldrar þeirra þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þeim. Viðmælendur töluðu einnig um laskaða sjálfsmynd og lítið sjálfstraust og nefndu að hegðun systkina í vímuefnaneyslu og áhyggjufullir foreldrar hefðu haft mikil áhrif á líðan þeirra og sjálfsmynd. Viðmælendum bar einnig saman um feluleikinn og skömmina sem fylgdi áfengis- og vímuefnaneyslu systkina þeirra og stundum foreldra. Það hefði verið almenn regla í fjölskyldunni að ekki væri leyfilegt að tala um viðkvæma hluti eða að þeir væru bara ekki ræddir og ekki mátti ræða um tilfinningar eða um vanlíðan.

Hver var niðurstaða rannsóknarinnar? Muntu geta nýtt niðurstöðurnar til hjálpar fjölskyldum?

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um mikilvægi þess að systkin og foreldrar barna með vímuefnaröskun fái aðstoð og ráðgjöf frá fagaðilum, bæði til að auka skilning á heimilisaðstæðum sínum og til að draga úr afleiðingum óeðlilegra fjölskylduaðstæðna. Viðmælendur voru sammála um að rifrildi á milli fjölskyldumeðlima og álag og streita á heimilinu hafi haft mest áhrif á líðan þeirra. Viðmælendur í rannsókninni upplifðu allir öryggisleysi, kvíða, skömm, áhyggjur og reiði í garð systkina sinna í vímuefnavanda. Auk þess upplifðu þeir streitulíðan vegna togstreitu í fjölskyldunni, annarsvegar á milli foreldra og systkinis í vímuefnaneyslu og hinsvegar á milli foreldranna innbyrðis vegna vímuefnaneyslu systkinis.

Þeim fræðimönnum sem hafa rannsakað fjölskyldumeðlimi fólks með vímuefnaröskun ber saman um að vímuefnaröskun eins fjölskyldumeðlims hefur áhrif á lífsgæði annarra í fjölskyldunni. Foreldrar og systkin upplifa streitu vegna hegðunar og atferlis barns eða unglings í vímuefnavanda.

Sumir viðmælendur rannsóknarinnar tengdu vímuefnavanda systkina þeirra við námserfiðleika, jafningjaþrýsting og skort á félagslegri hæfni. Viðmælendur töluðu allir um mikilvægi stuðnings og ráðgjafar við að ráða fram úr vanlíðan vegna streitu og álags í fjölskyldu sinni. Viðmælendur lýstu flestir hjálparleysi foreldra og ráðaleysinu sem fylgir því að eiga barn með vímuefnaröskun, og hvernig þeir upplifðu sjálfa sig útundan í fjölskyldunni vegna þess að orka foreldranna fór að mestu í systkinið sem átti við vímuefnavanda að etja.

Þessar niðurstöður samræmast erlendum rannsóknarniðurstöðum sem greina frá algengi þess að foreldrar upplifi hjálparleysi og skömm auk sektarkenndar vegna vímuefnaneyslu barns síns. Auk þess sem fræðimenn leggja áherslu á mikilvægi þess að foreldrar fái ráðgjöf og stuðning.

Aðstoð er nauðsynleg

Sumir viðmælendur nutu aðstoðar Al-Anon samtakanna sem eru samtök fyrir aðstandendur alkóhólista, til að vinna úr vanlíðan sinni. Það gaf þeim aukið sjálfstraust og sjálfsvirðingu að geta talað við aðra í sömu stöðu og fengið ráðleggingar um líðan sína. Aðrir fengu faglega aðstoð frá sérfræðingi auk meðvirkninámskeiða til að efla sjálfstraust sitt og vinna úr tilfinningum sínum. Nokkrir viðmælenda áttu samheldna fjölskyldu sem nýttist vel til að vinna úr sínum málum.

Leiða má líkur að því samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar og erlendra rannsókna að börn sem alast upp með systkini í vímuefnavanda þurfi aðstoð til að takast á við líðan sína. Kennarar í skólum og annað fagfólk innan skólaumhverfis, til dæmis skólafélagsráðgjafar, er vel til þess fallið að greina aðstæður barna og hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra að draga úr sálfélagslegum skaða. Þegar í hlut eiga börn foreldra með vímuefnaröskun og systkin einstaklinga með vímuefnaröskun, er snemmtæk íhlutun mikilvæg og nauðsynleg til að allir aðstandendur fái aðstoð við hæfi. Snemmtæk íhlutun gæti eflt sjálfstraust barnsins og trú þess á eigin getu og þar með gefið barninu betri framtíðarmöguleika. Það er því mikilvægt að skoða öll nærkerfi barnsins, skóla, heimili og aðrar stofnanir sem tengjast barninu beint.

Rannsóknir á þessu sviði geta gefið innsýn í það hvers konar úrræði, stuðning og ráðgjöf er best að veita til að efla fjölskyldur sem kljást við þennan erfiða vanda. Þær geta um leið gagnast samfélaginu í heild. Með fræðslu og stuðningi er mögulega hægt að auka lífsgæði barna sem búa með systkinum í vímuefnavanda. Fræðsla og stuðningur getur auk þess mögulega bætt lífsgæði foreldra sem eiga börn með vímuefnavanda. Með frekari rannsóknum, aukinni þekkingu og skilningi á upplifun og reynslu einstaklinga sem alast upp með systkini í vímuefnavanda er vonandi hægt að veita systkinum og fjölskyldum þeirra sem eiga við vímuefnavanda að stríða þann stuðning og þjónustu sem rannsóknir hafa sýnt að sé mikilvægur.

 


Geðsjúkrahús fortíðar: Átakanlegur myndaþáttur

$
0
0

Mikil vakning hefur verið í málefnum geðsjúkra á undanförnum árum og er það fagnaðarefni. Þó virðist langt í að fólk með geðsjúkdóma fái meðhöldun á borð við aðra, t.d. krabbameinssjúka eða aðra með langvinna sjúkdóma. Sést það á viðhorfi samfélagsins og stundum heilbrigðisstarfskerfisins sjálfs hvað þjónustu og viðmót varðar. Öldum saman og til dagsins í dag hefur gæðum geðsjúkrahúsa verið ábótavant. Virðingin gagnvart sjúklingnum hefur verið lítil og er kannski enn. Sumar af meðfylgjandi myndum sýna einmitt það.

Auglýsing
young patient's rotted teeth, due to poor dentistry, are revealed at London's Friern Hospital (previously known as the Colney Hatch Lunatic Asylum) circa 1890-1910.
Tennur ungs drengs sem hefur dvalist löngum stundum á geðsjúkrahúsi í London Friern spítalanum (áður Colney Hatch Lunatic Asylum) árið er 1890-1910

Það var ekki fyrr en í enda 19 aldar að fáeinir læknar í Frakklandi og Englandi, m.a. Philippe Pinel og William Tuke að fjarlægðar voru ómannúðlegar aðgerðir, s.s. keðjur og líkamlegar refsingar. Árið 1845 voru lög sett í Bretlandi sem ákvörðuðu að geðsjúkir væru í raun sjúklingar sem væru veikir og þyrftu meðferð.

rphans share a feces-stained crib at the Riul Vadului Mental Asylum in Romania

Tveir drengir í rúmi sem ekki hefur verið þrifið í langan tíma. Rúmenía: Dagsetning óþekkt

Að sjálfsögðu hefur ofbeldi, vanræksla og misþyrmingar verið daglegt brauð á stofnunum sem þessum og það tók ekki enda um miðja 19. öld þegar vakning varð í þessum efnum. Þeir geðsjúku urðu stofnanavæddir og í lok 20. aldar og seinna komu upp ýmis vandamál. Fleiri greiningarmöguleikar komu upp og sjúkrahúsin voru orðin full. Sjúkdómsgreiningar- og aðferðir til lækninga urðu algengari, t.d. rafmagnsmeðferð og skurðaðgerðir á heilablaði/hvítuskurður.

Pioneering and prolific lobotomist Dr. Walter Freeman performs a lobotomy with an instrument similar to an ice pick at Western State Hospital in Lakewood, Washington on July 11, 1949.

Dr. Walter Freeman framkvæmir hvítuskurð með íssting árið 1949

Uppganga fasismans og alræðishyggju í Evrópu gaf tilefni til pólitískra aðgerða; ofbeldis í geðsjúkrahúsum. Nasistar Þýskalands, Sovíetblokkin og aðskilnaðarstefnan í S-Afríku settu óvini sína á hælin eða sjúkrahúsin með tilheyrandi ofbeldi.

patient sleeps on a thin mattress on the floor of an otherwise bare room in Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.

Kona liggur á bedda í herbergi með engu öðru, Ohio árið 1949

Önnur dæmi sem ekki voru jafn svakaleg, í Evrópu og Ameríku á 20 öldinni eru þó fólki óskiljanleg í dag: Heilablaðsuppskurðir með skrúfjárnum, sjúklingar hlekkjaðir við veggi, börn í spennitreyjum hlekkjuð við ofna og annað verra.

patient sits inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.
Sjúklingur á Cleveland State Mental spítalanum í Ohio árið 1946

Átakanlegar myndir sýna hvar og hvenær meðferð þessara sjúklinga fór fram….og það er í raun ekki langt síðan.

patient sits in a restraint chair at the West Riding Lunatic Asylum in Wakefield, England in 1869.

Sjúklingur situr í óluðum stól í West Riding Lunatic Asylum í Wakefield, Englandi árið 1869.

Auglýsing

patient lies back in a Bergonic chair, an early electroshock treatment apparatus, circa World War I.

Í fyrstu heimsstyrjöldinni. Rafmagnsmeðferð

Orderlies wash patients at the Long Grove Asylum in Epsom, England circa 1930.

Sjúklingar baðaðir í Epson, Englandi árið 1936

On March 29, 1950, at Philadelphia's Bella Vista Sanitorium, a fire killed nine patients, five of whom had been chained to concrete slabs like the one pictured.

Þann 29. mars árið 1950 kviknaði í Bella Vista Sanitorium í Fíladelfíu. Níu sjúklingar brunnu inni og fimm af þeim voru hlekkjaðir við vegginn með samskonar áhöldum og sjá má á myndinni fyrir ofan.

nurse tests out electronic equipment designed to monitor various patient data at a psychiatric hospital in Toronto on March 12, 1964.

Hjúkunarkona prófar rafmagnstæki sem fylgist með heilalínuriti sjúklinga í Toronto, 12. mars árið 1964. 

hild patients sit in their room at a mental hospital in Ursberg, Germany circa 1934-1936.

Geðsjúk börn í Ursberg, Þýskalandi um árið 1934-1936.

hild patients sit bound and tied to a radiator inside the psychiatric hospital at Deir el Qamar, Lebanon in 1982.

Börn á geðsjúkrahúsi í Deir el Qamar, Lebanon árið 1982

ctors test a new method of using radio waves to treat psychiatric patients at a hospital in Paris on May 13, 1938.

Læknar prófa nýja aðferð – útvarpsbylgjur -til að lækna sjúklinga í París 13. maí árið 1938.

child patient sits inside Normansfield Hospital in Teddington, England on February 12, 1979.

Barn greint með geðsjúkdóm, spítalinn í Normansfield Teddington, Englandi 12. febrúar 1979.

bukarest degs okunn

Fætur sjúklings bundnar við rúm, Rúmeníu (dagsetning óþekkt)

atients sit inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.

Konur sitja í Cleveland State Mental Hospital í Ohioríki í Bandaríkjunum árið 1946.

atients go about their day inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946

Cleveland, Ohio, 1946

atients at the Riul Vadului Mental Asylum in Romania huddle together in an unheated room in the middle of winter. Date unspecified.

Sjúklingar safnast saman í Rúmeníu, hæli fyrir geðsjúka til að halda á sér hita vegna þess engin upphitun er í húsinu. Dagsetning óþekkt.

A policeman stands guard at the bars of the ward for psychiatric patients (possibly the criminal insane, per original annotation) at New York's Bellevue Hospital circa 1885-1898.

Lögreglumaður stendur vaktina hjá innilokuðum sjúklingum (hugsanlega hættulegum) í New York á Bellevue spítalanum, ca. árið 1885-1898.

A patient diagnosed with hysteria-induced narcolepsy lies strapped down to a bed in Paris' Salpêtrière Hospital in 1889.

Sjúklingur greindur með „móðursýki með/og svefnsýki“ og liggur bundin við rúm í Salpêtrière spítalanum í París árið 1889

 

Auglýsing

A hungry boy stands alone and eats with his hands as other boys sit together under a blanket on a bed beside a small wood-burning stove at a hospital for mentally-handicapped children in Kavaja, Albania in March 1992.

Hungraður drengur stendur einn og borðar með höndunum á meðan aðrir sitja undir teppi hjá litlum ofni. Spítali fyrir börn með geðvanda, Kavaja, Albaníu árið 1992. 

patient at a mental hospital undergoes electroshock treatment in 1956.

Sjúklingur undirgengst rafmagnsþerapíu, 1956 í Englandi.

„Í dag er síðasti dagurinn sem ég lifi“

$
0
0

John Shields var haldinn banvænum sjúkdómi. Þökk sé yfirvöldum í Kanada sem leyfa líknardráp var John gert kleift að fara með reisn, á þann hátt sem hann kaus. Veislan átti að eiga sér stað á Swiss Chalet, veitingastaðar sem einbeitir sér að fjölskyldum. Síðasta máltíðin átti að vera eins og þegar John var ungur, kaþólskur prestur: Grillaður kjúklingur með sósu.

Auglýsing

Svo átti fjölskylda hans að fara með hann heim og hann myndi deyja þar um morguninn, helst í garðinum. Það var uppáhaldsstaðurinn hans, villtur og steinum prýddur. Blóm út um allt, Búdda úr steini og fuglabað sem stóð út úr kringum burkna og steina. Áður en John veiktist hafði hann setið í gömlum stól í garðinum og horft á ernina þjálfa ungana sína ofar honum. Hann hugleiddi þar tvisvar á dag áður en hann veiktist og þurfti að fara á spítala.

John hafði verið mjög veikur í 17 daga og var ekki tilbúinn í slíka athöfn, þannig hún fór fram á spítalanum þar sem allir nánustu ættingjar og vinir í gegnum árin komu saman og kvöddu hann. Afskaplega fallegt. Lestu alla sögu Johns, þess merka manns HÉR.

Auglýsing

Af hverju stunda svo margar stjörnur hugleiðslu?

$
0
0

Þetta kemur þér kannski á óvart en æ fleiri stjörnur stunda nú hugleiðslu en áður. Tónlistarfólk, leikarar, íþróttafólk og fólk úr öllum kimum mannlífsins stunda reglulega hugleiðslu til að fá auka vídd í líf sitt. Ef þú ert ekki byrjuð/byrjaður ættirðu að prófa strax í dag!

Auglýsing

Hvað get ég gert við frjókornaofnæmi?

$
0
0

Hvað er frjókornaofnæmi?

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir grasi, birki eða súrum þ.e. frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Reynið því að átta ykkur á því hvort hugsanleg tengsl geti verið á milli einkenna og gróðurs í kringum ykkur.

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem miklum óþægindum valda er kláði í nefinu, sem oft veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem geta verið býsna spaugilegar. Þá fer að renna stöðugt úr nefinu, sem þýðir að vasaklúturinn er sífellt á lofti. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið.

Auglýsing

Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.

Hvaða frjókorn valda ofnæmi?

Þau frjókorn sem algengast er að valdi ofnæmi á Íslandi eru aðallega frjókorn frá ýmsum grastegundum, en einnig frá súrum (t.d. hundasúru), birki og túnfíflum. Frjókorn frá blómstrandi blómum valda sjaldan ofnæmi.

Helsta tímabil frjókornaofnæmis er sumarið, þ.e. júní, júlí og ágúst. Frjókorn frá súrum eru heldur seinna á ferðinni en frjókorn frá grasi, þ.e. frá júlí fram í september.

Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, því laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Á hlýjum, þurrum dögum eykst frjókornamagnið, einkum ef vindur blæs.

Veðurstofa Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands standa í sameiningu að mælingu frjókorna í andrúmslofti.

Hafa ber í huga að fólk með frjókornaofnæmi getur myndað ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum.

Hvernig má greina frjókornaofnæmi?

Læknar geta prófað hvort þú hafir frjókornaofnæmi. Þetta er gert með einföldu húðprófi. Litlir dropar sem innihalda ofnæmisvaldandi efni úr gróðri eru settir á húð á framhandlegg og með lítilli nál er efninu ýtt inn í húðina. Hafir þú ofnæmi fyrir efninu kemur það fram innan 10 mínútna. Húðin roðnar og bólgnar örlítið upp og þú færð kláða á stungustað. Þar með er staðfest að þú hafir ofnæmi fyrir efninu.

Einnig er hægt að láta fólk anda að sér ofnæmisvaldandi efnum og mæla viðbrögð með lungnaprófi. Fólk með astmatengt ofnæmi þolir mun lægri styrk af innönduðum ofnæmisvaldandi efnum en þeir sem heilbrigðir eru.

Auglýsing

Ofnæmiseinkenni frá augum

Ofnæmisviðbrögð í augum tengjast oft gróðurofnæmi. Kláði í augum er oft fyrsta vísbending um að aukið magn frjókorna sé í andrúmsloftinu. Ofnæmiseinkenni í augum geta einnig tengst ofnæmi fyrir t.d. dýrum, rykmaurum eða fæðu.

Augneinkennin eru yfirleitt verulegur kláði, rennsli úr augum og augun verða rauðsprengd og þrútin. Þá verða augun oft viðkvæmari fyrir birtu.

Hægt er að fá augndropa hjá læknum til að slá á einkenni í augum. Þá er um að ræða annaðhvort andhistamín-augndropa sem slá á einkennin eða augndropa sem virka fyrirbyggjandi og hindra að einkenni komi fram þegar frjókornatímabilið hefst.

Fólk með linsur ætti að ráðfæra sig við lækni áður en það notar augndropa til lyfjameðferðar.

Góð ráð gegn frjókornaofnæmi

Rannsóknir benda til þess að börn fædd á frjókornatímabilum séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi. Ef hægt er að skipuleggja fæðingartíma barna er því ágætt að reyna að stilla svo til að þau fæðist ekki snemmsumars, eða á þeim tíma árs þegar magn frjókorna í andrúmslofti er í hámarki.

Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.

Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.

Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.

Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.

Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.

Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf.

Auglýsing

Lyfjameðferð gegn frjókornaofnæmi

Andhistamín-lyf

Eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði er histamín. Histamín veldur kláðanum í nefi og augum. Því þarf oft að meðhöndla ofnæmi með svokölluðum andhistamín-lyfjum. Andhistamín-lyf eru yfirleitt í töfluformi en fást einnig sem augndropar og nefdropar. Andhistamín er efni sem hindrar að histamínið virki og einkenni s.s. kláði í augum og nefi hverfur.

Ýmsar tegundir andhistamín-lyfja eru á markaði, sumar fást í lyfjabúðum án lyfseðils en gott er að ráðfæra sig alltaf við lækni áður en meðferð með slíkum lyfjum hefst.

Fyrirbyggjandi lyfjameðferð

Ef nef þitt er stíflað vegna ofnæmis-bólgusvörunar í nefslímhúðinni og andhistamín-lyf sýna litla virkni mæla læknar stundum með fyrirbyggjandi lyfjameðferð með bólgueyðandi lyfjum eða ofnæmis-hindrandi lyfjum. Þessi lyf gera slímhúðina aftur eðlilega svo nefgöngin opnast á nýjan leik.

Bólgueyðandi lyf eru yfirleitt steralyf sem sprautað er í nefið með úðabrúsum. Athugið að skammtar þeir sem notaðir eru í meðferð ofnæmis í nefi eru afar smáir og fullkomlega skaðlausir.

Önnur ofnæmishindrandi lyf þarf að taka áður en einkenna verður vart, þau hindra losun ofnæmismyndandi efna í nefinu. Ef um mikið áreiti er að ræða duga þessi lyf stundum ekki og grípa þarf til bólgueyðandi lyfjanna.

Mundu að taka alltaf lyfin í samræmi við ráðleggingar læknis. Fyrirbyggjandi lyfin verður að taka á hverjum degi, jafnvel þó að þú finnir ekki fyrir einkennum þá stundina.

Stíflulosandi neflyf

Í lyfjabúðum er hægt að kaupa án lyfseðils stíflulosandi lyf sem draga saman háræðar í nefslímhúðinni og losa þannig stíflur. Lyf þessi eru afar áhrifarík en þau má einungis nota í skamman tíma í senn eða 7-10 daga. Teljir þú þig þurfa að nota þessi lyf lengur er afar mikilvægt að þú ráðfærir þig við lækni. Lyf þessi eru t.d. Nexól, Otrivin, Nezeril o.s.frv.

Allur fróðleikur um heilsu og lyf á doktor.is!

Fegurðardrottning með ökkla sem hné: Myndband

$
0
0

Hin tvítuga Jillian Williams frá Texas fékk sjaldgæfa tegund beinkrabbameins og þurfti að fjarlægja hluta af fæti hennar. Hún fékk því neðri hluta fótar græddan við hnéið á sér. Jillian hafði verið keppandi í Miss Teen USA ásamt því að vera afar hæfileikaríkur blakspilari.

Þessi ótrúlega hugrakka unga kona vildi láta á það reyna hvort hægt væri að takmarka skaðann með því óska eftir „rotationplasty“ sem þýðir í raun að líkamshlutanum er snúið og komið fyrir á öðrum stað. Fóturinn, ökklinn og sköflungurinn var því snúið um 180 gráður og sett þar sem hnéið var og svo er gervifótur festur á. Jillian lætur þetta ekki stöðva sig og vill vera fyrsta konan sem misst hefur útlim til að keppa í Miss Texas og vill hún einnig komast í landslið fatlaðra í blaki.

Auglýsing

12 náttúrulegar leiðir til að draga úr verkjum

$
0
0

Við langtímaverkjum getur verið hjálplegt að nýta sér náttúrurlegar leiðir til verkjastillinga hvort sem þær eru notað samhliða verkjalyfjum eða eingöngu.  Hér eru tólf náttúrulegar leiðir til að draga úr verkjum.

  1. Auka losun endorfína í líkamanum. Endorfínhormónar setjast í opíötviðtakana og blokka sársaukaskilaboð til heilans á sama hátt og morfín og morfínskyld lyf gera. Þessu fylgir jafnframt vellíðunartilfinning.Öll þolþjálfun sem eykur hjartslátt í nokkurn tíma losar sársaukastillandi endorfín út í blóðið.Slæmir verkir hindra marga í að stunda æfingar en til mikils er að vinna að finna æfingar sem henta þér. Sundleikfimi, Tai Chi eða jóga eru mjúk æfingakerfi sem henta flestum. Gott er að fjárfesta í tíma hjá sjúkraþjálfara sem getur sett upp æfingaprógram fyrir þig. Um að gera er að rjúfa vítahringinn.
  2. Leita í stuðningshópa. Mörg félög eins og Gigtarfélagið eru virk og þar er hægt að leita eftir stuðningi í formi fræðslu,umræðuhópa o.fl. Það skiptir miklu máli að hafa einhvern að tala við og sem skilur hvað maður er að glíma við. Það léttir á sálinni og einangruninni. Fjölskylda og vinir,þó af vilja séu gerðir, hafa oft ekki innsýn í líðan manns.
Auglýsing
  1. Ilmolíur. Piparminta, rósmarin og lavender eru þekkt fyrir verkjastillandi áhrif sín. Hægt er að setja þær í ilmolíulampa,setja í lófa og anda að sér eða nudda sig með þeim.
  2. Heitir bakstrar og heit böð eru góð til verkjastillingar og vöðvaslökunar.Hitinn eykur blóðflæði og súrefnisflæði um liði og vöðva. Við á Íslandi eigum auðveldan aðgang að heitum pottum í sundlaugunum okkar. Eins er heitt bað með Epsom-söltum (magnesiumsúlfat-heptahýdrat) mjög gott til slökunar. Ef þú ert mjög stíf/ur getur verið gott að fara í heitt bað og mýkja vöðvana áður en gerðar eru teygjuæfingar.  Mörgum hjálpar að blanda saman ilmolíum og heitum bökstrum.
  3. Nudd. Rannsóknir sýna að nudd hefur víðtæk áhrif til vekjastillingar. Það eykur vöðvaslökun, líkaminn virðist nema færri sársaukaskilaboð, það eykur blóðflæði til liða og vefja og það losar endorfín-vellíðunarhormóna. Það er mismunandi hvers konar nudd hentar hverjum og einum en til er djúpnudd, slökunarnudd, sjúkranudd o.fl. Hver og einn verður að finna út hvað hjálpar honum best.
  4. Teygjur. Flestir hafa gott af góðum teygjum en æskilegt er að fá tilsögn hjá sjúkraþjálfara hvaða teygjur henta þér og þínum einkennum. Teygjur krefjast þolinmæði en það getur tekið mánuði að losa um stífa liði og vöðva með teygjum…en það er þess virði.
  5. Njóttu útiveru. Ganga, ferskt loft og sól hefur allt góð verkjastillandi áhrif. Þolið eykst með göngu, liðir mýkjast og vöðvar styrkjast. Ferskt loft eykur lífsgleði og súrefnisupptöku og sólin gefur gleði og ekki síst D-vítamín. Rannsóknir benda til að D-vítamín skortur geti aukið verki hjá einstaklingum með langvarandi verki og að auknir skammtar af D vítamíni geti verið verkjastillandi.
  6. Draga úr bólgum. Vefjabólgur eru oftast að baki langvarandi verkjum. Reglulegir kaldir bakstrar hjálpa til við að draga úr bólgum og deyfa sársauka.
  7. Innhverf íhugun tvisvar á dag. Auðveldasta leið til íhugunar er að finna hljóð eða tón sem þér finnst róandi en án merkingar t.d. „umm,“ loka augum, sitja kyrr og í afslappaðri stellingu og endurtaka hljóðið í huganum.  Byrjið á nokkrum mínútum og aukið smám saman tímann upp í 30 mínútur. Ef hugurinn fer af stað eða verkir koma á meðan íhugun stendur beindu huganum mjúklega aftur að endurtekningu á hljóðinu. Íhugun skilar þér ferskum og kraftmeiri út í hversdaginn.
Auglýsing
  1. Hlátur. Hlátur losar endorfín, eykur blóðflæði og súrefnisupptöku. Til eru mjög sniðug hláturnámskeið sem auka lífsgleði og verkjastillingu. Sæktu í vini eða samkomur þar sem er glens og gaman.
  2. Nægur svefn. Æfingar sem þreyta líkamann bæta djúpa svefninn og stuðla að betri hvíld og vöðvaslökun. Íhugun og slökun fyrir svefninn auka líka gæði svefnsins.
  3. Drekka nóg vatn. Vatn getur dregið úr stífleika liða, hjálpað til við útskilnað eiturefna úr vöðvum og vefjum og vinnur gegn hægðatregðu.

Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf! 

Þjáist þú af eyrnasuði?

$
0
0

Eru til einhver ráð við þessum hvimleiða kvilla?

Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heyrnartap. Ekki er vitað nákvæmlega á hvern hátt eyrnasuð myndast en það gerist oftast í innra eyranu. Allir geta fengið eyrnasuð eftir áreyti eins og mikinn hávaða eða viss lyf en í slíkum tilfellum verður sjaldnast varanleg skemmd og þegar áreytið er farið hverfur eyrnasuðið fljótt.

Allir sem þjást af stöðugu eyrnasuði ættu að fara í rannsókn hjá háls- , nef- og eyrnalækni.

Auglýsing

Orsakir geta verið fjölmargar svo sem:

  • mikill hávaði,
  • bakteríusýking í miðeyra,
  • veirusýking í innra eyra,
  • æxli í heyrnartaug,
  • sjúkdómar í kjálkalið,
  • eyrnamergur.

Oft finnst engin orsök þrátt fyrir ýtarlega leit. Sum lyf geta valdið eyrnasuði og má þar nefna acetýlsalicýlsýru (Aspirin, Magnýl o.fl.) og sum sýklalyf, en eyrnasuðið hverfur fljótt eftir að lyfjatöku er hætt eða skammtar minnkaðir. Í flestum tilfellum fara saman eyrnasuð og heyrnartap og getur þetta gerst í öðru eða báðum eyrum. Við læknisrannsókn er stundum hægt að finna orsökina eða a.m.k. útiloka ýmsar af hugsanlegum orsökum eyrnasuðs. Suma af þessum sjúkdómum er hægt að lækna, aðra ekki. Eyrnasuð fylgir einnig Meniers sjúkdómi en það er sjaldgæfur sjúkdómur í innra eyra, sem einkennist af heyrnartapi, eyrnasuði og slæmum svimaköstum.

Fólk þolir eyrnasuð misvel. Sumir taka þessu eins og hverju öðru sem hráir okkur og læra að lifa með því og láta það ekki angra sig um of. Aðrir þjást, geta ekki einbeitt sér og falla jafnvel í þunglyndi eða sjálfsvorkunn. Þetta getur gert ástandið verra vegna þess að við streitu og spennu versnar eyrnasuð oftast. Það getur einnig aukið erfiðleikana að fjölskylda og vinir sjúklingsins eiga oft erfitt með að skilja vandamálið vegna þess hve óáþreifanlegt það er.

Sumt gerir eyrnasuð verra

Hægt er að varast sumt af því sem getur gert eyrnasuð verra. Mikill hávaði getur framkallað tímabundið eyrnasuð og gert það verra hjá þeim sem hafa eyrnasuð fyrir. Hér má nefna:

  • háværa tónlist,
  • vélknúin verkfæri
  • skotvopn.

Í sumum tilfellum má verja sig með heyrnarhlífum eða eyrnatöppum. Aspirín (Magnýl o.fl.) og nokkur önnur lyf geta valdið eyrnasuði eða gert það verra. Koffein hefur mikil áhrif á eyrnasuð hjá sumum sjúklingum og gerir það háværara. Það getur verið fyrirhafnarinnar virði að forðast allt sem inniheldur koffein (kaffi, te, kóladrykki, kakó, súkkulaði) í einn mánuð til að kanna hvort eyrnasuðið minnki. Áfengi í hófi hefur ekki áhrif á eyrnasuð en óhófleg áfengisdrykkja gerir það verra. Kannabis er þekkt af því að geta valdið eyrnasuði eða gert það verra.

Auglýsing

Er til lækning?

Ekki er til nein góð lækning á eyrnasuði og til eru rannsóknir sem sýna að um 95% þeirra sem hafa langvarandi eyrnasuð þurfa enga meðferð nema e.t.v. útskýringar. Sumir þessara einstaklinga eru verulega illa haldnir og þá er hægt að reyna ýmislegt til að minnka suðið eða gera það bærilegra. Þeir sem eru með heyrnarskerðingu lagast stundum við að fá heyrnartæki, þannig að eyrnasuðið verður minna áberandi. Stundum er gagn að því að fela suðið með tæki sem lítur út eins og heyrnartæki en gefur frá sér stöðugt hljóð sem felur eyrnasuðið og er þægilegra að hlusta á. Einnig eru til tæki sem sameina heyrnartæki og feluhljóð. Sumir nota einfaldlega tónlist í sama tilgangi. Ýmis lyf hafa verið reynd en þau hafa ýmist reynst gagnslaus eða gagnslítil eða að þau hafa aukaverkanir sem hrjá viðkomandi meira en eyrnasuðið. Það lyf sem hefur gefið einna bestan árangur er bæði slævandi og verulega vanabindandi og þess vegna ónothæft nema í algerum undantekningartilfellum. Stöðugt eru í gangi rannsóknir á eyrnasuði, orsökum þess og aðferðum til lækninga.

 


Rétta leiðin til að þvo hárið! – Leiðbeiningar

$
0
0

„Algengasta spurning sem ég fæ á stofunni minni er: „Hvernig á ég að þvo á mér hárið?“ segir Christopher Robin, hárgreiðslumeistari í París. Viðskiptavinir hans eru frægar stjörnur á borð við Catherine Deneuve og Tilda Swinton. Hluti þess sem angrar konur oftast er hvernig eigi að nota sjampóið: Þeim hefur oft verið sagt að þær séu að þvo hárið of lítið eða of mikið.

„Konur eru svo oft að flýta sér. Það þarf að hreinsa hárið vel. Þú þarft að taka tíma í að vera viss um að þú sért að þvo efnið sem þú settir í hárið í burtu,“ segir Christopher.

Auglýsing

Hefur hann góð ráð handa konum (nú, eða mönnum!) til að auka þykkt og gljáa án efna: Fyrst ættirðu að taka burt allar flækjur með góðum bursta. Byrjaðu á endanum. Endaðu á hárrótunum: „Þú ættir fyrst að greiða burtu allar flækjur svo þú þurfir ekki að gera það þegar hárið er blautt. Þú ættir aldrei að greiða hárið blautt, það fer mjög illa með hárið.“

Áður en þú notar hársápu/sjampó ættirðu að bera olíu í endana og í burstann til að dreifa henni sem best. Christopher notar sína eigin olíu með lavender en segir að hrein möndluolía eða argan olía virki líka vel: „Þú ættir að geyma olíuna í hárinu helst yfir nótt en 15 mínútur eru líka frábærar. Þannig geturðu sleppt hárnæringunni. Ég er ekki mikill aðdáandi hárnæringa. Þær gefa hárinu þyngd sem ég vil ekki.“

Þvoðu svo hárið með sjampói sem ætlað er þínu hári (þurrt/feitt). Vandinn, telur Christopher, er sá að konur velja rangt sjampó fyrir hárið sitt. Litað hár ætti aldrei að þvo með sjampói sem er með súlfötum í, það er of sterkt.

Krullað hár er oft þurrara og ætti að nota sjampó sem ekki freyðir og nota ekki of mikið: „Þú ættir eingöngu að nota teskeið af sjampói, ekki meira!“ Láttu sjampóið freyða í hársverðinum (ekki nota neglurnar) og forðastu endana. Til að auka rúmmál hársins ættirðu að þvo hárið á hvolfi!

Svo áttu að hreinsa hárið: „Þetta er dálítið vandamál því fólk á til að taka ekki nógu langan tíma að þvo efnin úr hárinu almennilega. Hárið á að vera ótrúlega hreint.“

Ef þú ákveður að nota næringu, settu hana bara í endana. Christopher mælir með að djúpnæra hárið einu sinni í viku til að viðhalda lit og mýkt.

Auglýsing

Ekki þurrka hárið þurrt. Mælir hárgreiðslumeistarinn með marokkósku ráði sem hann lærði – að snúa höfðinu niður (á hvolfi) og renna handklæði frá báðum hliðum snögglega – þannig losnaru við auka vatn.

Ekki þvo hárið of oft!

Ef hárið er þvegið rétt, samkvæmt Christopher Robin, getur það tekið lengri tíma. En ef það er gert rétt ætti hreinsunin að vara lengur: „Flestar konur ættu ekki að þvo hárið oftar en tvisvar í viku.“

Þurrsjampó er þó ekki endilega svarið vegna hina dagana: „Þurrsjampóið gefur þér eitt kvöld eða einn dag aukalega. Fyrir uppteknar konur mæli ég með að blanda eplasafaediki í vatn og í spreybrúsa: Það eru engin aukaefni og gerir kraftaverk fyrir hársvörðinn!“

Heimild: NYTimes

Faðir í ofþyngd kemur Ellen á óvart: Myndband

$
0
0

Þegar hann var 28 ára gamall var hann rúm 270 kíló og átti ársgamlan son. Pasquale „Fat Pat” Brocco var með lífshættulega háan blóðþrýsting og kólesterólið var einnig allt of hátt. Læknir sem hann leitaði til sagði honum að ef hann breytti ekki um lífsstíl myndi hann deyja. Pat vissi að hann þyrfti að hlusta á lækninn til að sjá son sinn vaxa úr grasi.

Hann tók af sér selfie í speglinum og fór að hugsa hvað hann gæti gert.

Auglýsing

Þar sem Pat var of stór til að nota flest æfingatæki í líkamsræktarsal ákvað hann að í hvert skipti sem hann væri svangur skyldi hann labba út í Walmart og til baka – og var það um 10 kílómetrar fram og til baka. Þannig liðu árin…Pat gekk á hverjum degi í Walmart og árangurinn lét ekki á sér standa: Hann var orðinn óþekkjanlegur frá manninum sem hann hafði verið áður.

Spjallþáttastjórnandinn Ellen var heilluð af sögu Pat og hún bauð honum í þáttinn…sjáðu þessa ótrúlegu breytingu!

Fyrrum Bachelorette stjarnan Trista Sutter heimt úr helju eftir hjartaáfall

$
0
0

Margir Íslendingar muna eftir Tristu Sutter (þá Trista Rehn) en hún var í úrslitum í fyrstu seríu Bachelor og var svo stjarnan í fyrstu seríu Bachelorette árið 2003 þar sem hún hitti og giftist Ryan Sutter. Eru þau enn gift í dag, 14 árum seinna og hafa þau eignast tvö börn, Blakesly og Maxwell.

Trista, sem er 44 ára, var með fjölskyldu sinni í fríi í Króatíu þegar hún fékk skyndilegt hjartaáfall og lenti hún á spítala í kjölfarið. Setti hún mynd af sér á Instagram og sagði: „Þetta er ég í gær…tveimur klukkustundum eftir að ég fékk hjartaáfall. Ég datt á brjóstkassa dóttur minnar og hún horfði á mig ásamt bróður sínum og afa og ömmu í örvinglan og hryllingi þar sem ég starði út í loftið og var að verða blá.“

Auglýsing

Trista segir að hún hafi verið í „hvítum draumi“ þar til hún heyrði raddir eiginmanns síns, Ryan og barnanna sinna og þau náðu henni til baka. Segir hún að þessi reynsla hafi kennt henni hversu dýrmætt og viðkvæmt lífið er.

„Ég hafði alltaf ímyndað mér að ég myndi deyja einhverntíma eftir að börnin hefðu útskrifast úr skóla og stofnað fjölskyldu, en ég var minnt á það í gær að það gæti gerst hvenær sem er, hvort sem ég væri umkringd ástvinum eða ókunnu fólki. Ég hef aldrei verið fullkomin og mun aldrei verða en ég sver að ég mun núna lifa lífi mínu til fullnustu. Umvefja mig þakklæti og því sem ég hef lært með nýju viðhorfi. Stressa mig minna. Elska meira. Hlusta. Vera kærleiksrík. Dreifa kærleika. Verða betri útgáfa af sjálfri mér sem móður, systur, eiginkonu, nágranna, dóttur og vinkonu.“

Auglýsing

„Ég er ekki að deila þessum orðum til að fá vorkunn heldur til að vera ykkur innblástur og megið þið vera þakklát fyrir líf ykkar og blessanir. Segið fólkinu ykkar hvernig ykkur líður og verið þakklát. Ég ætla að gera það.“

Allir út að hreyfa sig!

$
0
0

Nú þegar vorið er komið, eru engar gildar afsakanir lengur fyrir því að sleppa því að hreyfa sig. Lýðheilsustöð mælir með minnst 30 mínútna hreyfingu daglega fyrir fullorðna og 60 mínútur fyrir börn. Hreyfingin þarf ekki að vera samfelld, til dæmis 2 x 15 mínútur á dag. Regluleg hreyfing hægir á áhrifum öldrunar og fólk verður lengur sjálfbjarga. Æskilegt er að fullorðið fólk stundi erfiða hreyfingu í það minnsta tvisvar í viku til að viðhalda og bæta enn frekar styrk, þol, liðleika, jafnvægi og beinheilsu.

Auglýsing

Hreyfingin þarf ekki að fara fram á heilsuræktarstöð til að vera tekin gild. Hæglega er hægt að nýta góða veðrið til að skella sér í röskan göngutúr, fara á milli staða gangandi eða á hjóli, skella sér í sund og synda svolítið. Einnig er alltaf gott að velja stigann í stað lyftunnar og taka til hendinni heima við og í garðinum.

Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Hreyfingin mun alltaf hafa heilsueflandi áhrif. Það þarf bara að huga að því að byrja rólega fyrst og auka álagið smám saman til dæmis með því að lengja göngutímann, ganga hraðar eða ganga erfiðari leiðir.

Ávinningur hreyfingar kemur fram á margvíslegan hátt, svefninn batnar, liðleikinn eykst, jákvæð áhrif á geðheilsuna, auk þess að hættan á hjarta og æðasjúkdómum minnkar.

Ávinningur hreyfingar

Hjartasjúkdómar Minni hætta
Heilablóðfall Minni hætta
Ofþyngd og offita Minni hætta
Heilbrigði stoðkerfis Bætir
Sykursýki týpa 2 Minni hætta
Ristilkrabbamein Minni hætta
Brjóstakrabbamein Minni hætta
Föll hjá rosknu fólki Minni hætta
 Andleg líðan Bætir
Þunglyndi Minni hætta
Auglýsing

Gott er að skoða hreyfingu á sama tíma og rýnt er í mataræði og svefnvenjur. Hreyfingin veitir vellíðan, eykur styrk og hjálpar til við losun streitu. Næringarsnauður matur, óreglulegar máltíðir og takmarkaður nætursvefn draga hinsvegar úr orku og þar með löngunni til þess að hreyfa sig.

Dagurinn í dag er rétti dagurinn til að byrja!

Skilaboð dóttur með ADHD til móður sinnar

$
0
0

Jessica McCabe er 34 ára gömul og hefur skilaboð til móður sinnar sem „dópaði“ hana frá því hún var 12 ára gömul. Jessica er með mikilvæg skilaboð til hennar, enda búin að vera 22 ár á lyfjum. Áður en þið dæmið – horfið á þetta myndband. Ýmsar aðferðir virka eflaust en þessi dóttir hefur afar mikið að segja móður sinni.

Endilega deilið ef þið þekkið einkennin….og lækninguna! Munið að fordómar og fræðsla eru ekki einn og sami hluturinn.

Auglýsing

 

 

 

Svona verðu húð og augu gegn skaðlegum geislum sólarinnar

$
0
0

Útfjólubláir geislar sólarinnar fara í gegnum húðina og skemma frumurnar. Við finnum ekki fyrir því þegar það gerist og það getur gerst þó okkur finnist sólin ekkert sérstaklega heit.

Þessar skemmdir eiga sér stað bæði í ljósabekkjum og undir berum himni.

Þegar skemmdir verða á húðfrumunum með þessum hætti eykst hættan á húðkrabbameini og flýtir fyrir öldrun húðarinar. Útfjólubláir geislar geta einnig leitt til skemmda á sjón.

Auglýsing

Sólin er okkur samt sem áður nauðsynleg til að viðhalda heilsu en of mikið af henni getur sem sagt leitt til  sólbruna, ótímabærrar hrörnunar á húð og húðkrabbameins. Þess vegna er mikilvægt að verja húðina og forðast það að hún brenni. Gott ráð er að fara í skugga þegar sólin er hvað sterkust, hylja húðina með fötum, nota sólgleraugu og hatt og síðast en ekki síst nota sólvörn.

Mikilvægt er að fylgjast vel með fæðingarblettum og láta lækni skoða ef þeir stækka, breyta lit eða breytast á annan hátt með tilliti til mögulegra frumubreytinga í húð.

Ekki spara sólarvörnina.Rannsóknir hafa sýnt fram á fólk noti ekki eins mikið af sólvörn og það þurfi. Ef þú sparar hana fæst ekki fram sú vörn sem ætlast var til.

Ekki gleyma svæðum eins og ristum, eyrum og aftan á hálsi.

Mælt er með að:

  • Nota sólvörn með stuðlinum 15 eða meira (SPF 15).
  • Veldu sólvörn sem verndar bæði fyrir UVB og UVA geislum.
  • Veldu sólvörn sem er merkt sem fjögurra eða fimm stjörnu.
  • Berðu sólvörnina á þurra og hreina húð.
  • Það þarf að minnsta kosti 2 teskeiðar af sólvörn til að hylja höfuð, háls og handleggi.
  • Það þarf að minnsta kosti 2 matskeiðar af sólvörn til að hylja afganginn af líkamanum.
  • Það þarf að bera sólvörnina aftur á líkamann á um það bil tveggja tíma fresti.
  • Það þarf að bera sólvörn aftur á eftir að búið er að bleyta húðina (sund/sturta o.þh.) jafnvel þó hún sé merkt sem vatnsheld.
  • Það er æskilegt að bera á sig sólvörn þrátt fyrir að viðkomandi dvelji að mestu í skugga eða klæddur.
  • Ekki lengja þann tíma sem þú getur annars verið úti þó þú sért með sólvörn.

Gæta þarf vel að því að sólvörn rennur út. Skoðaðu þess vegna dagsetninguna og hentu því sem er útrunnið.

Auglýsing

Þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur ef ég er með dökka húð/brenn ekki?
Allir geta fengið húðkrabbamein en þeir sem eru dökkir á hörund eru í minni áhættu þar sem þeir hafa betri náttúrulega vörn gegn útfjólubláum geislum.

Fólk með:

  • Ljósa húð sem brennur auðveldlega
  • Rautt eða ljóst hár
  • Mikið af fæðingarblettum eða freknum
  • Hefur sólbrunnið áður
  • Hefur ættarsögu um húðkrabbamein

…er í aukinni hættu á að fá húðkrabbamein. Ef þetta á við um þig þarftu að gæta sérstaklega vel að húðinni.

Að vernda augun:

Þeir sem eru mikið úti í sól án þess að hlífa augunum geta aukið hættu á skýmyndun í auga (cataract). Of mikið af útfjólubláum geislum getur jafnvel valdið bruna á yfirborði augans líkt og sólbruna á húð og er það mjög sársaukafullt.

Endurkast sólarljóss af vatni eða snjó og tilbúin birta úr ljósalömpum er sérstaklega hættuleg augunum. Það á alltaf að forðast að horfa beint í sólina því það getur valdið varanlegum skaða á sjónhimnunni (retina)

Önnur hætta er húðkrabbamein sem getur komið fram kringum augað eða á augnlokunum. Þeir sem eru útsettir fyrir mikilli sól eru í aukinni hættu.

Með því að nota baraðstóran hatt er hægt að draga úr magni útfjólublárra geisla sem ná til andlitsins og augnanna.

Hvers ber að gæta við val á sólgleraugum:

Gættu að því að sólgleraugu sem þú kaupir hafi a.m.k. eitt af eftirtöldu:

  • ‘CE merki’
  •  UV 400 merki
  • Fullyrðing um að sólgleraugun veiti  100% vörn gegn útfjólubláum geislum (UV protection)

Mundu eftir hliðunum og veldu frekar sólgleraugu með breiðum örmum  sem hylja vel.

 Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf!

 

Heyrirðu ekki lengur fuglana syngja?

$
0
0

20% fólks á aldrinum 40 til 60 ára eru heyrnarskert á einn eða annan hátt. Ótrúlega margir í þessum hópi vita ekki af heyrnarskerðingunni eða halda að sá vandi, sem þeir verða varir við, stafi af einhverju öðru. Hafir þú ekki heyrt fuglana syngja undanfarið getur það stafað af heyrnarskerðingu. Þú getur að sjálfsögðu tekið þá afstöðu að af því þurfi ekki að hafa áhyggjur. Óháð því hversu mikil heyrnarskerðingin er mun koma í ljós að lífsgæði þín batna verulega ef þú gerir eitthvað strax við því.

Auglýsing

Heyrnarskerðing hefur margs konar vanda í för með sér:

Þú heyrir ekki í dyrabjöllunni, missir af mikilvægum upplýsingum á fundum, tapar þræði í samræðum o.fl. Það getur þýtt að mörg hljóð hafa horfið – þytur í laufi, fuglasöngur, barnshjal – hljóð sem gefa lífinu gildi. En hjálpin er ekki langt undan. Á örfáum árum hafa heyrnartæki þróast og batnað mjög mikið. Nútímaheyrnartæki búa yfir fjölmörgum eiginleikum sem gera þér kleift að greina betur talmál. Helen Adams Keller (1880-1968), bandarískur rithöfundur og fyrirlesari, var bæði heyrnarlaus og blind frá því hún var eins árs gömul. Þrátt fyrir það lærði hún bæði að tala og skrifa. Hún sagði: „Við að missa sjónina tapast samband við hluti en við að missa heyrnina missir maður samband við fólk.“

Hvernig finnurðu hvort þú eigir við heyrnarskerðingu að etja?

Svör þín við eftirfarandi spurningum geta gefið vísbendingu:

  1. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra svo sem fuglasöng?
  2. Hváirðu oft?
  3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnist það óþægilegt?
  4. Finnst þér aðrir muldra?
  5. Hefurðu són í eyrunum?
  6. Biðurðu aðra stundum að segja þér hvað sagt var á fundum sem þú varst á?
  7. Áttu erfitt með að skilja þegar þú talar í síma?
  8. Ef kliður er áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt?
  9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni?
  10. Heyrirðu varla í dyrabjöllunni eða þegar síminn hringir?
  11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna?

Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni.

Hvers vegna hrakar heyrninni?

Heyrnarskerðing er af nokkrum gerðum en henni er oftast skipt í tvo flokka: leiðni- og skynheyrnarskerðingu (leiðslutap og skyntaugatap). Þegar um er að ræða leiðniskerðingu þá ná hljóðbylgjur ekki að berast inn í  innra eyrað. Vandinn stafar af meini í hlust eða miðeyra þar sem þrjú smábein leiða hljóðið inn í innra eyrað. Tappi af eyrnamerg, gat á hljóðhimnu, bólga í miðeyra, brotin beinakeðja í miðeyra eða galli í gerð beina miðeyrans geta valdið leiðniheyrnarskerðingu. Oftast má ráða bót á leiðniheyrnarskerðingu með lyfjum eða skurðaðgerð.  Í 90% tilvika er um skynheyrnarskerðingu að ræða. Orsakir hennar eru oftast þær að hin örfínu skynhár í innra eyranu hafa annaðhvort brotnað eða skaddast. Skynhárin nema hljóðbylgjur og breyta þeim í rafboð sem berast til heilans um heyrnartaugina en heilinn túlkar rafboðin sem hljóð.

Auglýsing

Skynheyrnarskerðing er oftast tengd öldrun en getur einnig stafað af hávaðaálagi, höfuðáverkum, sýkingum, aukaverkun lyfja eða verið arfgeng. Hvorki er unnt að lækna skynheyrnarskerðingu með lyfjum né læknisaðgerðum. Sumir geta verið bæði skyn- og leiðniheyrnarskertir en slík flokkast sem blönduð heyrnarskerðing. Menn geta heyrt þrátt fyrir skynheyrnarskerðingu en þeir heyra ekki allt hljóðrófið. Oft dofna eða hverfa veikir hátíðnitónar svo sem fuglasöngur. Skerðing á hátíðnihljóðum talmáls svo sem /s/ rýrir talskilning.

Ekki bætir það úr skák að hávær hljóð, t.d. frá viðmælanda sem hrópar, hljóma jafnhávær í eyrum þess heyrnarskerta og þess sem hefur fulla heyrn. Sem betur fer geta heyrnartæki í flestum tilvikum hjálpað heyrnarskertum og gera þeim kleift að heyra hljóð sem annars væru þeim glötuð. Það leiðir einnig til þess að sú þrúgandi einangrun, sem oft er afleiðing heyrnarskerðingar, hverfur. Rannsóknir sýna að fullorðnir, sem nota heyrnartæki, njóta lífsins á margan hátt betur, sjálfsmat þeirra vex og þeir eiga auðveldar með að umgangast annað fólk.

Auglýsing

Hvað er til ráða við skynheyrnarskerðingu?

Mikil framför hefur orðið í gerð heyrnartækja, allt önnur hljóðvinnsla en fyrir nokkrum árum. Nútímaheyrnartæki, sem eru afar fullkomin, geta verið smágerð og lítið áberandi. Þökk sé stafrænni tækni en með henni má sníða virkni þeirra fullkomlega að þörfum notandans. Sum heyrnartæki eru meira að segja það fyrirferðarlítil að þau hverfa á bak við eyra eða inn í hlust. Bætt lífsgæði geta verið á næstu grösum. Og með því að leita hjálpar gefurðu þér, fjölskyldu þinni og starfsfélögum veglega gjöf þegar þeim finnst ekki lengur erfitt að tala við þig.

Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf!

 


Stjörnur sem fóru of ungar í lýtaaðgerðir: Myndband

$
0
0

Þrýstingurinn að líta út fyrir að vera „fullkomin/n“ er mikill, sérstaklega þegar þú ert stjarna, barn stjörnu, eða áberandi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkur dæmi um stjörnur sem lögðust undir hnífinn allt of snemma:

Auglýsing

Tvíburar lifa eftir samskonar mataræði og æfingum: Myndband

$
0
0

Með alveg eins rassa! Miriam og Michelle Carolus gera 2000 hnébeygjur Á DAG. Þær eru báðar fyrirsætur og eru með 25.000 fylgjendur á Instagram. Þær hafa ekki farið í neinar aðgerðir fyrir utan brjóstaaðgerðir. Þær fylgjast að í æfingum og mataræði og búa meira að segja hlið við hlið í Miami, Flórídaríki.

Auglýsing

Einskorðast beinþynning bara við konur?

$
0
0

Það er ekki langt síðan að beinþynning var viðurkennd sem algengur og alvarlegur langvinnur sjúkdómur meðal karla en áður einskorðaðist þekking og umfjöllun um sjúkdóminn við konur. Það er ekki síst hækkandi lífaldur sem hefur leitt til að dregið hefur saman með kynjunum hvað varðar brot af völdum beinþynningar. Þetta er umhugsunarefni á Íslandi þar sem lífslíkur karla eru hæstar í heimi eða yfir 79 ár og fjórði hver karlmaður getur búist við beinbroti eftir miðjan aldur ef tekið er mið af Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Áætlað er að allt að þriðjungur brota af völdum beinþynningar verði hjá körlum en því er spáð að á komandi árum verði hlutfallsleg aukning beinbrota af völdum beinþynningar meiri hjá körlum en konum.

Auglýsing

Karlar þurfa að gefa gaum að áhættuþáttum beinþynningar. Reykingar, óhófleg áfengisneysla, erfðir, hreyfingarleysi eða lyf eins og barksterar eru dæmi um áhættuþætti beinþynningar hjá körlum. Karlar líkt og konur sem brotna við lítinn áverka eru í sérstakri áhættu. Ein besta leiðin til að staðfesta beinþynningu og fylgja eftir árangri meðferðar er mæling á beinþéttni með svonefndri DEXA-aðferð.

Athyglisvert er  að svo virðist sem karlar fari hlutfallslega verr út úr beinbrotum vegna beinþynningar heldur en konur. Það hefur m.a. verið sýnt fram á þetta í kjölfar mjaðmarbrota þar sem afturför á líkamlegri færni og  dauðsföll eru algengari hjá  körlum en konum. Það er því fyllsta ástæða til að vekja karla til umhugsunar um þessi mál og hvetja þá til beinverndar.

Auglýsing

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn beinþynningu eru ekki síður árangursríkar fyrir karla en konur. Að lifa lífinu á hreyfingu styrkir vöðva og bein og dregur úr hættu á byltum og beinbrotum. Mikilvægi D vítamíns og neysla á kalki til uppbyggingar og viðhalds beinmassa er einnig vel staðfest hjá karlmönnum. Karlar hafa verið í skugga kvenna varðandi lyfjarannsóknir á beinþynningu en á seinustu árum hafa nokkur áður gagnreynd lyf í meðferð beinþynningar hjá konum verið rannsökuð hjá körlum með sambærilegum árangri varðandi fækkun brota.

Með góðum lífsháttum, forvörnum og meðferð má bæta lífsgæði bæði karla og kvenna og spara samfélaginu kostnað samfara beinbrotum af völdum beinþynningar.

Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf!

Heilbrigðir líkamar líta ekki bara út á einn veg: Myndband

$
0
0

Við erum oft föst með mynd af ákveðnum líkamstýpum og hvernig þær „eiga“ að vera. Það er nú samt ekki raunin, því þá væri meirihluti hins vestræna heims skilgreindur í yfirstærð! Þetta áhugaverða myndband kennir okkur margt. Ekki gleyma að deila:

Auglýsing

Konan með „stærstu brjóst í Evrópu“ vill stækka annan líkamshluta

$
0
0

Martina Big (eftirnafnið segir sig sjálft) er í annarri seríu af þáttunum Botched. Martina ferðast nú frá Þýskalandi til Bandaríkjanna til að hitta læknana, Dr Dubrow og Dr Nassif í von um að þeir geti hjálpað henni við að stækka rassinn svo samræmi sé nú í þessu öllu. Segir hún: „Ég er með stærstu brjóst í Evrópu, en það verður að láta rassinn passa við þau.“

Auglýsing

Martina fer að sjálfsögðu með hinum ofur-styðjandi eiginmanni sem jafnframt er umboðsmaður hennar. Martina fór í fitusog fyrir fimm árum sem orsakar flatan rassinn. Hún er með 3.700 ml af sílikoni í hvoru brjósti fyrir sig og hefur hug á að setja 1500 ml í hvora rasskinn. Læknarnir voru nú ekki til í það og gerðu smá sýnikennslu sem þú verður eiginlega að sjá!

Auglýsing

Viewing all 1277 articles
Browse latest View live