Quantcast
Channel: Sykur » Heilsa &Útlit
Viewing all 1277 articles
Browse latest View live

Gigt – Ellefu mismunandi blæbrigði þreytunnar

$
0
0

Eitt þeirra einkenna sem fylgir flestum gigtsjúkdómum er þreyta. Um er að ræða þreytu sem er ólík venjulegri þreytu þar sem hún tengist ekki virkni einstaklingsins. Gigtarfólk finnur mismunandi mikið fyrir þreytunni. Sumir upplifa hana ekki sem neitt vandamál meðan aðrir upplifa hana sem mjög erfiða. Hjá sumum gengur hún í bylgjum meðan aðrir upplifa hana sem stöðugan fylginaut.

Þreytan getur verið yfirþyrmandi, ófyrirsjáanleg, án sýnilegrar orsakar og hefur áhrif á alla þætti daglegs lífs.

Árið 2003 stóð Gigtarfélag Íslands að framkvæmd könnunar á högum gigtarfólks og var könnunin unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Gigtarráð. Um var að ræða póstkönnun sem var send út til 1200 manna úrtaks úr félagaskrá Gigtarfélags Íslands. Í könnuninni var m.a. spurt um líðan gigtarfólks síðustu fjórar vikur út frá þreytunni. Í ljós kom að þreyta er einkenni sem flestir finna fyrir. Tæplega 80% þeirra sem svöruðu sögðust vera þreyttir nokkuð oft, mjög oft eða alltaf.  60% þeirra sem svöruðu voru mjög oft eða alltaf þreyttir. Þetta fer einnig saman við það sem við heyrum frá því gigtarfólki sem sækir fræðslu hjá Gigtarfélaginu.

Teri Rumpf, er sálfræðingur og rithöfundur í Bandaríkjunum auk þess að vera með gigtar­­sjúkdóminn Heilkenni Sjögrens. Hún skrifaði grein um hin ellefu blæbrigði þreytunnar út frá sínum sjúkdómi. Hér á eftir er þýðing á grein hennar þar sem hún lýsir líðan sinni og hvernig hún flokkar þreytuna út frá mismunandi aðstæðum. Þó svo hún skrifi út frá Heilkenni Sjögrens, þá held ég að flestir gigtarsjúklingar geti þekkt sig í lýsingum hennar á þreytunni.

***

„Hvernig hefurðu það?“ spurði ég vinkonu mína sem er með heilkenni Sjögrens.

„Þreytt“ svaraði hún. „Hvernig hefur þú það sjálf“? „Þreytt“ svaraði ég og fann að við skildum hvor aðra. Við töluðum nefnilega um sérstakt afbrigði þreytu. Seinna sama dag spurði önnur vinkona, sem ekki er með sjúkdóminn nákvæmlega sömu spurningar. „Hvernig hefurðu það?“ spurði hún. „Bara fínt“ sagði ég og hugsaði með mér að auðveldast væri að svara þannig.

Það þjást ekki allir af þreytu sem eru með Heilkenni Sjögrens, en margir gera það. Greinar sem dr. Frederik Vivino hefur skrifað í The Moisture Seekers styðja það.

Evelyn Bromet, læknir í Bandaríkjunum gerði rannsókn þar sem hún vitnar í dr. Vivino sem segir að félagar í ameríska Sjögrensfélaginu hafi sett þreytuna sem þriðja erfiðasta vandamálið í sambandi við sjúkdóminn, á eftir augn-og munnþurrki.

Fyrir mér hefur þreytan alltaf verið meira vandamál en augn- eða munnþurrkur. Ég þrái svo sannarlega að vera með eðlilega orku og hafa möguleika á að ráða við að gera hluti, hvað sem vera skyldi. Ég þrái að finna fyrir þeirri tegund þreytu sem hefur í för með sér betri líðan eftir nótt þar sem ég hef sofið vel. Ég óska þess að ég þyrfti ekki að stoppa og hugsa mig um, að ég þyrfti ekki að skipuleggja hvíldarpásur, að ég gæti bara farið á fætur og gert það sem mig langar til að gera. En með tregðu og agnar biturleika verð ég að horfast í augu við að þreytan er komin til að vera og verður ætíð hluti af lífi mínu. Eftir að hafa gert það þarf ég að viðurkenna að ég verði að lifa í sérstöku umhverfi og ætti þessvegna að geta lært á hin vart merkjanlegu blæbrigði þreytunnar. Þessvegna hef ég tekið saman þennan lista með eftirfarandi flokkum.

Ef þú útbýrð lista um þína þreytu þá kann hann að vera með önnur blæbrigði.

1. Innbyggð þreyta

Það er þessi innbyggða þreyta sem hægt er að skrifa beint á sjúkdóminn. Þessi þreyta fylgir mér stöðugt, jafnvel á mínum bestu dögum. Það er hægt að aðskilja hana frá venjulegri þreytu vegna þess að það þarf ekkert að gera til að verða þreytt/ur. Þreytan getur sveiflast til frá degi til dags, en hún er alltaf til staðar. Það virðist t.d. vera eins og það sé samband milli þessarar þreytu og blóðsökks. Ef blóðsökkið breytist, t.d. hækkar, þá eykst þreytan. Aðrar gerðir þreytu leggjast síðan ofan á þessa innbyggðu þreytu.

2. Timburmannaþreyta

Ef ég fer yfir mín mörk og hlusta ekki á þau boð sem líkami minn sendir mér um að nú þurfi ég að hægja á mér og hvíla mig þá fæ ég það óþvegið til baka. Þegar ég geri meira en ég ætti að gera þá verður útkoman lamandi þreyta, og sú þreyta kemur alltaf eftirá, það er að segja, ég nota alla mína orku einn daginn og útkoman, já, hún birtist daginn eftir, þá ég alveg búin….

3. Skyndileg þreyta

Þessi upplifun þreytu minnir mig á eitthvað sem verður óhreint og þarf að þvo eins og skot. Þreytan kemur skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti og hefur þær afleiðingar að ég verða að sleppa öllu sem ég er að gera og setjast niður. Þessi þreyta getur komið hvar og hvenær sem er. Þessi tegund þreytu fær mig til að slökkva samstundis á tölvunni þó svo ég sé mitt í setningu. Þreytan er sýnileg þeim sem umgangast mig og eru skarpskyggnir og vita hver merkin eru. Sjálf reyni ég mikið að fela þá staðreynd að nú hafi þreytan tekið völdin.

4. Veðurtengd þreyta

Ekki hafa allir þá sérstöku getu að geta sagt fyrir um hvenær loftþrýstingur lækkar þó svo að himininn haldi áfram að vera heiður og blár en ég tilheyri þeim. Ég finn fyrir tilfinningu eins og flóðbylgju, óþægindum, sem stundum hverfa um leið og byrjar að rigna eða snjóa. Ég veit einnig að ég get fundið fyrir veðraskilum þó svo að skúrir haldi áfram. Ég finn fyrir óheyrilegum létti í líkamanum og fæ meiri orku. Þessari þreytu fylgja auknir vöðva-og liðverkir.

5. Örmögnun

Þessi þreyta er til staðar, þegar ég opna augun á morgnana, og ég veit um leið að þessi dagur verður sérstaklega erfiður dagur. Þetta er blýþung þreyta. Verkurinn í vöðvum og liðum eykst og ef ég reyni að gera eitthvað þá er tilfinningin eins og ég beri þung lóð. Þessi þreyta fylgir oft auknum einkennum vefjagigtar og stundum getur hiti og nudd hjálpað.

6. „Hátt uppi“ þreyta

Það er þreyta sem kemur af vissum lyfjum, eins og t.d. sterum, of miklu koffeini eða of miklu álagi. Líkami minn er þreyttur, en heilinn vill halda áfram að vinna og vill ekki leyfa líkamanum að hvílast eins og hann þarf.

7. Þreyta sem kemur í bylgjum

Þessi þreyta er óútreiknanleg en felur í sér aukna og vaxandi þreytu sem getur viðhaldist í daga eða vikur. Það getur annarsvegar verið vegna aukinnar sjúkdómsvirkni eða vægrar sýkingar í líkamanum. Ef það er spurning um hið síðara, þá er það oftast óskilgreint og annaðhvort hverfur sýkingin af sjálfu sér eða smám saman koma í ljós önnur einkenni sem hægt er að greina. Aukin hvíld er nauðsynleg þegar þessi þreyta sækir á mann, en hvíld dugir þó ekki endilega til að minnka þreytuna eða fá hana til að hverfa.

8. Þreyta sem tengist öðrum líkamlegum orsökum

Hér getur verið um að ræða vandamál í sambandi við skjaldkirtil eða blóðleysi. Þegar sú tegund þreytu sækir á finnst mér eins og ég sé að klifra upp bratta brekku þó svo ég sé á jafnsléttu. Þessi þreyta hverfur þegar orsök þess sem að baki liggur hefur verið greind og meðhöndluð.

9. Gleymskuþreyta

Þessi þreyta hefur neikvæð áhrif á hugann þannig að ég verð of þreytt til að tala, hugsa eða lesa. Þreyta sem rænir mig minni mínu og lokar mig inni í þokukenndu myrkri sem er svo þétt og ógegnsætt að ég finn ekki leiðina út fyrr en þreytan, eins og fyrir kraftaverk, leysist upp og hverfur.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa um orsakir og úrræði við síþreytu og einkenni gigtarsjúkdóma:

heilsutorg 


13 atriði sem KARLMENN með KVÍÐARÖSKUN vilja að þú VITIR: „Þetta er EKKI VEIKLEIKI“

$
0
0

Körlum reynist oft erfiðara en konum að ræða opinskátt um geðraskanir; umræðan er viðkvæm og eldfim en karlar glíma í ofanálag við alls kyns mýtur og gamlar kreddur um að þeir eigi að vera einbeittir, sterkir og við stjórnvölinn í tilfinningalífinu öllum stundum.

Því er enn mikilvægara en nokkru sinni fyrr að opna á þá umræðu sem snýr að einkennum kvíða- og þunglyndisraskana karla, en rannsóknir hafa leitt í ljós að ófáum karlmönnum þykir gífurlega erfitt að viðurkenna að þeir sýni augljós einkenni kvíða og / eða þunglyndis. Þannig sýndi nýleg könnun einnig fram á að karlmenn eru afar ólíklegir til að greina frá því að þeir hafi glímt við sjálfsvígshugsanir.  

Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar og óteljandi sigrar unnist í jafnréttisbaráttunni undanfarna áratugi, blasa þær skýlausu kröfur enn við ófáum körlum að þeir séu ekki fullorðnir karlar nema þeir geti sýnt af sér hörku og því er enn erfiðara fyrir karla að koma hreint til dyranna og greina frá því í hreinskilni að þeir glími við kvíða og þunglyndi.

Listinn sem sjá má hér að neðan er samantekt af svörum karla sem ljáðu AskMen viðhorf sín í nafnlausri könnun – þar sem spurt var hvað hinir sömu vildu að aðrir karlmenn vissu um eðli kvíða- og þunglyndisraskana.

Útdrátturinn sem sjá má hér að neðan, birtist nú hér í íslenskri útgáfu; en hér fara raunveruleg svör karla sem hafa tekist á við kvíða og þunglyndi með góðum árangri og miðla af reynslu sinni til annarra karla í sambærilegum sporum:

#1 – Þetta er heilbrigðisvandamál.

Kvíði er sjúkdómur.“

#2 – Það er mikilvægt að opna á umræðuna um kvíða.

„Það er ALLT Í LAGI að upplifa þessar tilfinningar og það að langa til að ræða út um kvíðann er eðilegt og heilbrigt.”

#3 – Kvíðnir karlmenn eru álitnir „veiklyndir” – og það er mjög alvarlegt.

„Við, karlmenn, deilum ekki vandamálum okkar og líðan því við óttumst að umhverfið stimpli okkur sem veiklynda og varnarlausa einstaklinga. Margir karlmenn hafa fengið þau skilaboð frá barnæsku að við verðum alltaf að líta út fyrir að vera sterkir.

#4 – Breytingar á lífsstíl geta komið að gagni.

„Breyttu daglegu mynstri eins fljótt og þú getur. Breyttu venjum þínum – farðu í frí, horfðu á bíómynd, farðu á blint stefnumót. Finndu þér nýja vini. Vertu jákvæður.”

#5 – Ógætilegar athugasemdir geta oft eyðilagt möguleika á frekari stuðning.

„Uppgerðarleg samúð og það að segja hluti á borð við: „Hey, hristu þetta af þér”, eða: „Þetta lagast”, jafnvel: „Æ, góði, reyndu að fullorðnast! Þú ert svo óþroskaður ….” að ekki sé minnst á orðin: „Hristu niður í púnginn á þér” er ekki jafn gagnlegt og margir ætla. Þeir sem láta sér detta til hugar að láta álíka vitleysu út úr sér, ættu að hugsa sinn gang örlítið áður en orðin eru látin falla.

#6 – Ef þig langar að skilja hvað viðkomandi er að ganga í gegnum, reyndu þá að spyrja nærgætinna spurninga, sem einkennast af umhyggju en ekki dómhörku.

Hjálpaðu viðkomandi að leita svara við spurningum sem eru ekki dæmandi í eðli sínu. Í stað þess að spyrja: „Hvernig fórstu að því að klúðra þessu?” er vænlegra til árangurs að skoða hvernig má forðast að endurtaka sömu mistökin. Það er engin þörf á því að kafa ofan í fyrri mistök og dveljast í fortíðinni.

#7 – Geðraskanir á borð við kvíða geta heltekið einstaklinginn.

„Kvíði og þunglyndi geta ollið sársauka sem er viðvarandi allan sólarhringinn.“

#8 – Kvíði og þunglyndi fara ekki í manngreiningarálit.

„Þetta eru raunverulegar geðraskanir og allir geta orðið fyrir barðinu á kvíða og þunglyndI, óháð aldri og kyni. Það er enginn töfrarofi til sem slekkur á tilfinningunum. En það er hægt að leita hjálpar og veita hjálp við kvíða og þunglyndi.“

#9 – Kvíði getur haft mjög slævandi áhrif á dómgreindina.

„Kvíði er viðbjóðslegur vítahringur. Þegar kvíðakast hvolfist yfir viðkomandi, getur örsmá neikvæð hugsun, óvænt uppákoma eða klaufaleg samskipti nægt til að tendra bál í huga þess sem er kvíðinn og valda niðurrífandi líðan og þankagangi.“

#10 – Reglubundin meðferð getur dregið úr einkennum kvíða.

„Þetta eru eðlilegar, mannlegar tilfinningar. En til að njóta hjálpar er best að leita til fagmanns, sé staðan orðin svo slæm að viðkomandi hefur ekki lengur tök á eigin tilfinningum.“

#11 – Geðraskanir eru ekki ímyndun.

„Kvíði og þunglyndi er ekki eitthvað sem hellist yfir „veiklynt” fólk og það er ekki alltaf hægt að harka bara af sér! Það er allt í lagi og það er líka eðlilegt að tala um þær tilfinningar.“

#12 – Það er nauðsynlegt að bera kennsl á og ræða um einkennin.

„Það skiptir öllu máli hvernig viðkomandi tekst á við vandann. Þeir sem líða fyrir kvíðann í einrúmi en sýna engin einnkenni út á við eru oft þeir sem líða mestu kvalirnar. Karlmaður sem glímir við svefnörðugleika, á erfitt með einbeitingu og hefur ýmist aukna eða þverrandi matarlyst ætti þannig undantekningarlaust að leita til læknis eða fagfólks eftir ráðgjöf og stuðning, því þetta eru einkenni kvíða og þunglyndis.”

#13 – Enginn ætti að þurfa að skammast sín fyrir að vera kvíðinn eða þunglyndur.

„Kvíði og þunglyndi gera fólk varnarlaust; þú hefur enga stjórn og finnst þú vera berskjaldaður, hjálparvana og viðkvæmur. Okkur karlmönnum er í stöðugu sagt að við þurfum að vera sterkir og hafa fulla stjórn meðan sannleikurinn er sá að við getum varla haft okkur fram úr rúminu á morgnana. Bara það eitt að taka ákvörðun getur svipt okkur allri orku og einbeitingu sem við búum yfir. Þetta eitt getur þeytt okkur enn lengra niður á við, dýpra ofan í kvíðann og þunglyndið. Lærðu að biðja um hjáp og leitaðu eftir öxl til að halla þér upp að, því það eitt getur gert ferðalagið í átt að bata örlítið auðveldara.”

Á vefsíðu GEÐHJÁLPAR er að finna yfirgripsmikla fræðslu um úrræði við kvíða og þunglyndi:

G E Ð H J Á L P

Svona er hinn FULLKOMNI LÍKAMI samkvæmt konum og körlum

$
0
0

Konur og karlar hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvernig fullkominn líkami á að vera. Það sýna niðurstöður könnunar sem breska undirfatafyrirtækið Bluebella framkvæmdi fyrir einhverju síðan, en spyrjendur – sem voru af báðum kynjum – voru beðnir að svara því hvernig fullkomin kona og karl líta út.

Fengu spyrjendur að eigna ímyndaðri fullkomnun ákveðna líkamshluta vel þekktra einstaklinga sem þykja einkar aðlaðandi og svörin voru athyglisverð; konur telja fullvíst að grannvaxnar konur séu fegurri en þær sem eru í þéttari holdum en því var öfugt farið þegar karlarnir sátu fyrir svörum. Þannig vildu konur meina að barmur Jennifer Aniston væri fullkominn, en karlarnir sögðu brjóst Kim Kardashian hins vegar vera íðilfögur.

Svona lítur hin fullkomna kona út – samkvæmt svörum kvenna og karla: 

txx8h3d5tag179bcp1pf

 Þá vekur einnig athygli að karlar telja vöðvamassa merki um ákveðna fullkomnun og sögðu þrekna karlmenn þannig vera fegurri en þá sem eru grennri vexti; konur sögðu rennilega upphandleggi Brad Pitt  þannig vera þá fegurstu í heimi en karlar kusu þreknar hendur Hugh Jackman. Þá skoraði David Beckham mörk hjá báðum kynjum, en konur kjósa þrekna fótleggi Beckham en karlar andlit fótboltahetjunnar.

Svona lítur hinn fullkomni karlmaður út að mati beggja kynja – munurinn er talsverður: 

rnwb3cxzeqbt7u98tyve

Borðaðu meira af þessu og þú grennist!

$
0
0

Regluleg hreyfing er öll af hinu góða; byggir upp vöðva og brennir fitu en ef þú vilt raunverulegan árangur á vigtinni þá þarftu að huga að mataræðinu. En það að missa kíló snýst ekki um að svelta sig heldur að velja réttar fæðutegundir sem fullnægja næringarþörfinni án þess að innihalda margar hitaeiningar. Bættu þessum fæðutegundum inn í þínar daglegu venjur og þú munt léttast.

Hummus: 

Eigðu góðan hummus í ísskápnum og þá áttu hollt snakk. Þú getur dýft hráu grænmeti í hummusinn, borðað hann með salati eða með grófu brauði.

Hér er uppskrift af dásamlegum hummus:

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir (hella vökvanum af)
2 mtsk Tahini
1 og 1/2 mtsk sítrínusafi
1 tsk Tamarí sósa
0,25tsk Cumin krydd
20 ml vatn
50 ml ólífuolía
2 hvítlauksrif
Salt og pipar að smekk
Hnífsoddur af Cayennepipar

Maukið allt saman.

Salsa: 
Heimagert salsa með ferskum innihaldsefnum er gott með öllu. Næringarríkt og hitaeiningasnautt.

Kartöflur:

Þær eru kolvetnaríkar en eru ekki óvinur okkar. Þær seðja mann vel og skinnið er fullt af trefjum og því ættir þú að leyfa þér að borða reglulega hollar nýjar kartöflur með skinninu.

Hnetur:

Rannsókn frá 2011 sýndi fram á að fólk sem borðaði hnetur daglega var með meira magn af hormóninu Serótónin (gleðihormón) sem getur virkað sem dempari á matarlystina. Virkar mjög vel fyrir þá sem eru að glíma við magafitu.

Avókadó:

Berstu við fituna með fitu! Avókadó eru full að einómettuðum fitusýrum sem minnka magafitu. Settu nokkar sneiðar á gróft ristað brauð á morgnana eða settu það í salatið og það er hreinlega gott með öllu.

Grísk jógúrt:

Frábær kostur þar sem það er mjög próteinríkt. Hægt að nota í eldamennsku og bakstur. Svo er það gott eitt og sér. Passaðu þig bara að borða það í litlu magni í einu.

Chia fræ:

Trefjaríkt, próteinríkt og ríkt af omega-3. Þegar bætt út í vökva þá verða þau saðsamari. Gott að borða þau í morgunmat sem chia graut eða henda út í “boosið” á morgnana.

Lax:

Laxinn er ríkur af omega-3 fitusýrum sem styrkja starfsemi hjarta og æða. Omega-3 minnkar einnig bólgur í líkamanum og getur þannig hjálpað þér að ná þér líkamlega eftir strangar æfingar og hraðað á efnaskiptum. Laxinn er einstaklega próteinríkur og er því frábær kostur sem kvöldmatur.

Hafragrautur:

Það jafnast ekkert á við hafragraut í morgunmat. Þú verður södd lengi og þú færð fullt af trefjum.

Súpa:

Gerðu sjálf súpusoð til að taka með þér í vinnuna. Auðvelt að gera fyrir marga daga og eiga í frystinum. Soðið er hitaeiningasnautt og bragðgott.

Ber:

Rannsóknir sýna að andoxunarefni sem er í berjum getur breytt virkni í fitufrumum sem veldur því að það er erfiðara að bæta á sig fituforða. Bláber eru sérstaklega rík af andoxunarefnum.

Poppkorn:

Ef þig langar í nammi eða eitthvað salt þá er poppkorn góður kostur. Keyptu fitusnautt popp eða poppaðu sjálf. Notaðu lítið af salti og þá sjávarsalt. Slepptu smjörinu og notaðu olíu.

Epli:

Epli eru rík af Pektíni sem eru trefjar sem veita þér saðsemistilfinningu.

Kjöt:

Magurt kjöt er ríkt af próteini og hjálpar þér við vöðvauppbyggingu. Mikill vöðvamassi brennir fitu og lagar línurnar.

Paprika:

Capsaicin sem er í paprikum og gefur þeim bragðið hafa góð áhrif á efnaskiptin. Þau hraða efnaskiptunum. Borðaðu papriku í salat, eina og sér eða bættu chili í matinn, jalapenos er líka góður kostur.

Dökkt súkkulaði:

Fólk sem borðar lítinn skammt af dökku súkkulaði daglega langar síður í sætindi.

Grænt te:

Það er góður vani að drekka grænt te yfir daginn því það eykur efnaskiptin, er vatnslosandi og minnkar matarlystina.

Quinoa:

Quinoa er ofurfæða því það er ríkt af pseudograin sem er frábær uppspretta póteins og trefja.

Egg:

Frábær sem millibiti og morgunmatur. Þau eru næringarrík og hitaeiningasnauð. Og já, það má borða eggjarauðuna líka.

Baunir:

Prótein- og trefjaríkar. Baunabuff, bættu þeim í salatið eða útbúðu gómsæta rétti úr baunum.

Kanill:

Jafnvel lítið magn af kanil hefur sýnt að það geti stjórnað blóðsykrinum, minnkað þannig sykurlöngun og aukið brennslu. Bættu hreinum kanil útí kaffið á morgnana, útá grautinn, eplin eða hvernig sem er.

Svefn, hegðun, athygli & ADHD

$
0
0

Vel er þekkt að fólk með ADHD að glíma við svefnvandamál. Svefninn er okkur gríðarlega mikilvægur og getur haft áhrif á athyglina.

Morgunblaðið birti grein þar sem sagt er frá doktorsritgerð á sviði taugasálfræði eftir Sólveigu Jóndsóttur. Meginniðurstaða doktorsritgerðarinnar er að það sé grundvallaratriði að gera ítarlega greiningu á börnum, sem talin eru hafa ADHD, því einkenni um athyglisbrest og ofvirkni geti í sumum tilfellum skýrst af algengum fylgikvillum eins og t.d. málþroskaröskun, svefntruflunum og hegðunarvandamálum, sem þarfnast sértækrar meðferðar.

Snemma á þessu ári birti Reykjavík Síðdegis viðtal við Helga Gunnar Helgason sem er svefntæknifræðingur hjá Fusion Sleep í USA. Vilja þeir meina að góður hópur þeirra sem hefur fengið ofvirknigreiningu séu í raun að glíma við langvarandi sögu af svefntruflunum.

Hann útskýrir jafnframt að t.d fótaóeirð og hrotur eyðileggja gæði svefns sem veldur því að börn fái ekki þann endurnærandi svefn sem þau þurfa. Stórir nef – og eða hálskirtlar geta orsakað hrotur og teppa öndunarveginn sem veldur því að líkaminn fær ekki nægt súrefni sem svo hefur áhrif á gæði svefnsins. Öfugt við fullorðna sem upplifa alla jafna slen þegar þeir eru þreittir þá upplifa börn sem þjást af svefnskorti bæði skerta athygli auk erfiðrar hegðunar. Að sögn Helga er talað um að hátt í 10% barna séu með hrotur, 2-4 prósent glíma við kæfisvefn ( öndunarhlé).

Leggja þeir hjá Fusion Sleep áherlsu á það að uppfærða barnalækna um að skoða first hvort að um svefnvanda sé að ræða áður en að gerð er ADHD greining. Hann sagði jafnframt að ætla mætti að dágóður hluti þeirra sem hafa ofvirknigreiningu séu í raun og veru að glíma við svefntruflanir. Helgi upplýsir einnig í viðtalinu að gæði svefnsins mætti meðal annars bæta með því að skoða hvort að kritlar í öndunarvegi þrengdu að öndunarvegi auk þess sem að of lítið járn gæti valdið fótaóeirð.

Árið 2008 birti Morgunblaðið grein um rannsókn sem Háskólinn í Genf stóð að. Tveir hópar fólks fengu mismunandi verkefni á sviði minnis- og lærdómsgetu. Annar hópurinn fékk 8 tíma nætursvefn en svefn hins hópsins var truflaður. Í ljós kom að hópurinn sem svaf vel stóð sig mun betur í verkefnum sínum en sá sem svaf lítið eða illa.Samkvæmt rannsóknini virðist samband milli taugafruma í heilanum virðist styrkjast með góðum næstursvefni en það er lykillinn að góðu minni og lærdómshæfileikum.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa um orsakir, einkenni og úrræði við ADHD:

heilsutorg

Drekk ég of mikið? 9 hættumerki geta svarað þeirri spurningu

$
0
0

Óhófleg áfengisneysla er oftast tengd félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum. En í raun sýnir aðeins lítill hluti þeirra sem drekka óhóflega einkenni ofneyslu. Þeir virðast halda fullri daglegri virkni í leik og starfi, meðal vina og ókunnugra. Jafnvel þótt áfengisneyslan sé stöðug eða að aukast.

Þá kannast flestir stórneytendur við hversdagslegar aðstæður þar sem þeir geta ekki sinnt ákveðnum verkefnum eða verið til staðar þar sem viðveru og athygli er krafist, vegna þess að þeir hafa neytt of mikils áfengis. Þeir gleyma fundum, missa af viðburðum eða hafa á einhvern hátt ekki staðið undir þeim væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar.

Jafnvel hinar minnstu óþægilegu meðvituðu afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu geta leitt til íhugunar og spurningar vakna: Drekk ég of mikið? Bitnar drykkjan á öðrum? Skaða ég sjálfa/n mig? Þarf ég að draga úr neyslunni?

Níu hættumerki:

Fyrir utan það að telja fjölda drykkja er hægt að spyrja eftirfarandi spurninga til að kanna hvort drykkjan er óhófleg og skaðleg:

  1. Finnur þú afsakanir/ástæður til að fá þér áfengi?
  2. Hefur þú einhvern tíman lofað sjálfum þér að drekka ekki í t.d. viku en ekki geta staðist það?
  3. Hefur einhver sagt þér að þú drekkir of mikið?
  4. Hefur þú reynt að fela drykkjuna til að forðast leiðindi innan fjölskyldunnar?
  5. Hefur þú svikið loforð við börnin þín vegna drykkju?
  6. Hefur þú verið í veikindafríi vegna eftirkasta drykkju (timburmenni)?
  7. Þarft þú að drekka meira en áður til að finna fyrir áhrifum?
  8. Verður þú drukkin/n í veislum þótt þú hafi ákveðið að verða það ekki?
  9. Drekkur þú stundum á þann hátt að þú manst ekki atburði dagsins?

Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi er góð ástæða til að draga úr áfengisneyslunni og sérstaklega að drekka ekki mikið í hvert skipti.

Ítarlegri próf má finna á vef SÁÁ og á doktor.is

Ef þú þarfnast aðstoðar við að draga úr eða hætta neyslunni má meðal annars leita til eftirfarandi aðila sem veitt geta aðstoð: SÁÁ, AA-samtökin, Vímuefnadeild Landspítalans, félagsþjónustan, heimilislæknar, sjálfstætt starfandi sálfræðingar og ráðgjafar.

Eftirfarandi skilgreining á áfengisdrykkju hefur verið þróuð hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Evrópusambandinu (EU) til að auðvelda fræðimönnum að skoða umfang áfengisneyslu.

Bindindismaður: einstaklingur sem ekki hefur neytt áfengis síðastliðið ár;

Meðaltalsdrykkja, flokkur I: fyrir konur 0 – 19.99 gr hreint áfengi á dag; fyrir karlmenn 0 – 39.99 gr hreint áfengi á dag;

Meðaltalsdrykkja, flokkur II: fyrir konur 20 – 39.99 gr hreint áfengi á dag; fyrir karlmenn 40 – 59.99 gr hreint áfengi á dag;

Meðaltalsdrykkja, flokkur III: fyrir konur 40 gr eða meira af hreinu áfengi á dag; fyrir karlmenn 60 gr eða meira af hreinu áfengi á dag.

Áfengisneysla í flokkum II og III er skilgreind sem hættuleg eða skaðleg neysla.

Til að skýra hvað felst í grömmum af áfengi má sem dæmi gefa upp að í 330 ml bjór með 5% styrkleika eru um 13 gr af hreinu áfengi. Í 500 ml bjór af sama styrkleika eru um 19 gr af hreinu áfengi.

Neyslumynstur

Erfiðara getur verið að skilgreina neyslumynstur en heildarneyslu áfengis. Ekki er eitt ákveðið atriði sem skilgreinir neyslumynstrið og þess vegna er það mælt á marga vegu. Notast er við marga mismunandi vísa, t.d. samhengi neyslunnar, tíðni hennar og tíðni óhóflegrar áfengisneyslu. Til að ákvarða mynstrið í rannsóknarvinnu sinni notast WHO til eftirfarandi skilgreiningu:

  • Mikil ölvunardrykkja (Lotudrykkja / „Binge drinking“)
  • Drykkja með mat
  • Drykkja á almannafæri

Mikilvægt er að afla sér upplýsinga um skaðleg áhrif áfengisneyslu. Í því tilefni má benda á bæklinginn Hvað veistu um áfengi? sem ætlaður er ungu fólki en ekki síður foreldrum.

Rafn M Jónsson
verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna

Þessi umfjöllun er fengin af vef Landlæknis, smelltu HÉR til að lesa meira um heilsu og líðan fullorðinna:

logo

Hnútur í brjósti – hvað er til ráða: Sjálfsskoðun brjósta í fimm þrepum

$
0
0

Finnir þú hnút í brjósti þínu sem þú kannast ekki við og þér finnst grunsamlegur, skaltu leita strax til læknis á heilsugæslustöð. Þetta er fyrsta skrefið til þess að kanna málið nánar. Þaðan mun þér verða vísað í sérskoðun ef þörf er á.

Hérlendis er konum á aldrinum 40-69 ára boðið í brjóstamyndatöku (hópleit) annað hvert ár í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yngri konur geta einnig farið í brjóstamyndatöku (sérskoðun) en þær þurfa að hafa tilvísun til Leitarstöðvarinnar frá sínum heilsugæslulækni. Konur 70 ára og eldri geta pantað tíma hjá Leitarstöðinni vilji þær halda reglubundnu eftirliti áfram, þar sem þær eru ekki boðaðar bréflega.

Sími Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands fyrir tímapantanir er 540-1919, einnig eru teknar tímapantanir á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.

Flestar nútímakonur skoða brjóst sín sjálfar og eru meðvitaðar um gildi þess fyrir eigin heilsu.

Sjálfsskoðun brjósta í fimm þrepum: 

Þú gerir rétt í að temja þér að skoða brjóstin sjálf í hverjum mánuði eftir tvítugt. Treystir þú þér ekki til að þreifa þau sjálf, skaltu ekki hika við að láta skoða þau reglulega hjá lækni. Þú getur verið ófeimin við að fá leiðbeiningar hjá lækni um hvernig þú skoðar brjóstin sjálf. *Einnig geturðu leitað tilLeitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Þær konur sem búsettar eru í Reykjavík eða nágrenni geta farið þangað og horft á myndband sem sýnir réttu handtökin eða notað næstu kaupstaðarferð og/eða heimsókn frá leitarstöðinni á heimaslóðir til að fá þá leiðsögn sem þörf er á því myndbandið er einnig með í för í hópleit úti á landi.

Hér á eftir verður reynt að lýsa sem skilmerkilegast hvernig þú átt að fara að því að skoða sjálf brjóstin. Þegar þú þekkir brjóstin orðið vel, verður sífellt auðveldara að skoða þau sjálf:

  • Skoðaðu brjóstin einu sinni í mánuði.
  • Skoðaðu þau alltaf á svipuðum tíma, þ.e. um það bil viku eða tíu dögum eftir að síðustu blæðingar hófust eða í vikunni eftir að þeim lauk. Skoðir þú þau fyrr, kunna þau enn að verið þrútin, viðkvæm eða hnúðótt.
  • Kynnstu brjóstunum vel þannig að þú vitir hvernig þau líta út og eru viðkomu og áttar þig á ef eitthvað breytist. (Brjóstin stækka og verða stinnari á meðan á meðgöngu stendur og þau búa sig undir það hlutverk að gera þér unnt að mjólka barninu sem þú gengur með).
  • Verðir þú vör við breytingar skaltu láta skoða þig hjá lækni eða á leitarstöð.

sjalfskodun-brjosta-1Þrep 1: Þú byrjar á að standa fyrir framan spegil, nakin að ofan, með hendur fyrir aftan hnakka og þrýstir saman lófum, hnúum eða fingurgómum. Virtu fyrir þér lögun brjóstanna. Settu nú hendur á mjaðmir og beittu svolitlum þrýstingi. Athugaðu hvort þú verður vör við einhverjar misfellur. Bungar brjóstið meira út á einum stað en öðrum? Er eins og hafi myndast í því dæld? Er áferð húðarinnar eðlileg? Hefur hún þykknað eða roðnað? Hafa geirvörturnar eitthvað aflagast? Er þroti í hluta brjóstsins eða lítur annað brjóstið öðruvísi út en hitt. Er verkur í geirvörtu, snýr hún inn á við, er útferð úr henni (önnur en brjóstamjólk) eða roði og þykknandi hörund á brjósti eða geirvörtu? Allt eru þetta merki sem þarf að taka mark á.

sjalfskodun-brjosta-2Þrep 2: Lyftu nú öðrum handleggnum yfir höfuð – sömu megin og brjóstið sem þú ætlar að athuga – og þreifaðu svo með öllum fingrum hinnar handarinnar nema þumlinum. Þú skalt reyna að þrýsta hvorki of fast né laust. Þú byrjar yst á brjóstinu og þreifar í hringi og færir þig sífellt innar þegar þú ert búin að fara hringinn. Með þessu móti er líklegast að ekkert svæði verði útundan.

sjalfskodun-brjosta-4-5

Gefðu þér góðan tíma þegar þú þreifar svæðið milli geirvörtu og handarkrika og þreifaðu svo handarkrikann sérstaklega. Í handarkrikanum eru eitlar. Sé allt eðlilegt færast þeir auðveldlega til, eru mjúkir viðkomu og ekki of aumir þegar þú kemur við þá. Leitaðu að hnúðum sem eru harðir eða óhreyfanlegir Æxli eða mein eru stundum áföst undirliggjandi vöðva eða hörundinu, *en það er sjaldgæft nú orðið.

Þrep 3: Skoðaðu geirvörtuna sérstaklega á meðan þú stendur fyrir framan spegilinn. Kreistu hana létt milli þumal- og vísifingurs til að athuga hvort vessi úr henni blóð eða glær, gulleitur eða bleikur vökvi.

Þrep 4: Þegar þú hefur lokið við að skoða annað brjóstið, skoðarðu hitt á sama hátt.

Þrep 5 : Viljir þú gera þetta ennþá betur geturðu lagst út af og þreifað brjóstin liggjandi á þann hátt sem lýst var hér að ofan. Sömuleiðis getur verið þægilegt og árangursríkt að þreifa brjóstin undir sturtu eða í baði.

sjalfskodun-brjosta-3Fylgdu ákveðnu mynstri til að vera viss um að þreifa allt brjóstið. Þú getur byrjað við geirvörtuna og farið í sífellt stærri hringi þar til þú kemur að ytri brún brjóstsins. Þú getur líka fært fingurna upp og niður eftir brjóstinu eins og þú sért að slá grasflöt. Vertu viss um að þú þreifir allan brjóstvef: þann sem liggur undir húðinni með léttri snertingu og þann sem liggur dýpra með ákveðnari og þéttari snertingu svo að þú finnir fyrir honum alveg aftur að brjóstkassanum.

Finnir þú eitthvað af einkennunum sem minnst var á, skaltu leita læknis. Hafir þú fundið hnút og ert enn í barneign getur verið rétt að bíða fram yfir næstu blæðingar með að vitja læknis af því að oft hverfa hnútarnir þegar blæðingum er lokið, en verðir þú vör við glæra eða blóðuga útferð frá geirvörtunni skaltu láta rannsaka þig án tafar til þess að útiloka að um krabbamein geti verið að ræða.

Góðu fréttirnar eru þær að langflestir hnútar eða þétting í brjóstum eru góðkynja, þ.e.a.s. EKKI krabbamein.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB

Þessi umfjöllun er fengin af vef Krabbameinsfélagsins; Brjóstakrabbamein, þar sem finna má gagnlegar upplýsingar um eðli brjóstakrabbameins og hvað er til ráða ef hnútur finnst í brjósti:  

Kristín Hildur: „Ég verð að deyja á undan“– KVÍÐI

$
0
0
1779340_10205237181236104_5561984596703565459_n-149x300
Kristín Hildur

Það kannast örugglega flestir við hugsanir á borð við: „Hvað geri ég þegar mamma og pabbi eru dáin“ en fyrir okkur eru foreldrar okkar ódauðlegir. Við vitum hvernig það er að missa einhvern, það er sárt, þyngslin sem við þurfum að bera eru yfirþyrmandi sorg, reiði og ringulreið.

Ég hef sjálf misst alltof marga miðað við hvað ég er gömul, ekki það að aldur skipti einhverju máli, en í fyrra missti ég fimm vini, tvo á sömu helginni sem tóku sitt eigið líf. Það kemur örugglega engum á óvart að það ár endaði með taugaáfalli. Út frá taugaáfallinu urðu sjúkdómarnir sem lágu í dvala mjög ánægðir að fá að koma upp á yfirborðið og gera mér lífið leitt.

Á þessum tímapunkti skildi ég ekki hvað hafði gerst, af hverju langar mig að deyja, af hverju finn ég til í öllum líkamanum, af hverju er ég svona þreytt og svo framvegis. Ég var með milljón spurningar sem enginn gat svarað fyrr en ég fór á Heilsustofnun í Hveragerði þar sem ég fékk að vita á mjög stuttum tíma hvað væri nákvæmlega að.

Ég fékk taugaáfall, öll áföllin urðu til þess að ég þróaði með mér áfallastreituröskun, þunglyndi, OCD (Áráttu-og þráhyggjuröskun) og ADHD (Ofvirkni og athyglisbrestur). Ég veit að þið trúið því ekki hvað það var gott að fá svör, fá greiningu og 100% stuðning.

En það sem þessi reynslusaga snýst um er OCD og hvernig ég upplifi þann sjúkdóm. Við upplifum hann ekki eins og næsti maður, útgáfurnar eru misjafnar eftir persónuleika. Flestir sjá fyrir sér OCD manneskju sem er alltaf að þrífa eða þarf að slökkva ljósið 8 sinnum en það er bara brot af því sem er þarna úti.

Persónulega þá finnst mér þráhyggjan 100 sinnum verri en nokkuð tímann áráttan. Þráhyggjan er stundum svo mikil að mig langar að taka ocd-2012-headmitt eigið líf og hausinn á mér segir að það sé frábær hugmynd af því að það yrði öllum sama. Þráhyggjan hjá mér snýst fyrst og fremst um dauðann og ímyndanir um hvernig þessi og þessi mundi líta út í kistu, hundurinn minn er allur stífur af því að hann dó um nóttina og alls konar svona ógeðslegar hugsanir sem ég losna stundum ekki við nema að tala um það við mömmu mína eða pabba. Um leið og ég segi frá þessu og heyri í sjálfri mér þá veit ég hvað þetta er mikil vitleysa og ég ætti ekki að vera að hugsa um svona.

Ég er á lyfjum við OCD sem heita Anafranil og ég tek stærsta skammt sem hægt er að taka, því mitt OCD er mjög alvarlegt. En því miður þá verður þráhyggjan stundum sterkari og heltekur mig og mig langar að segja ykkur frá seinasta sólarhring.

Bróðir minn var í heimsókn og við sátum við eldhúsborðið með mömmu okkar, ég man ekki alveg hvernig þessi setning kom upp á yfirborðið en ég sagði: „Ef ég dey á undan öllum þá eiga stelpurnar að skipta á milli sín skartgripunum mínum (Sem sagt mágkonur mínar)“, og um leið og ég sagði þetta þá fannst mér allt svo raunverulegt, ég verð að deyja á undan. „Ég verð að deyja á undan öllum“ er búið að vera fast í hausnum á mér síðan í gær. Tilfinningin er yfirþyrmandi, ég er búin að vera óróleg, hrædd, virkilega kvíðin og líður eins og ég gæti sprungið…og ég sprakk. Ég gjörsamlega sprakk áðan og sagði mömmu minni frá þessum hugsunum og ég grét og grét af hræðslu við að einhver mundi deyja á undan mér.

Kristín Hildur ásamt móður sinni
Kristín Hildur ásamt móður sinni

Hugsunin mín var sú að ef ég dey á undan þá þarf ég ekki að ganga í gegnum það að missa einhvern og af því ég er yngst, þá tæknilega ætti það að vera þannig að ég dey seinast, en lífið er ekki þannig, fyrir manneskju með svona mikla þráhyggju er óvissan um framtíðina skelfileg. Eftir mikinn grátur og samtalið við mömmu mína leið mér mun betur en hugsunin er ennþá til staðar en ekki jafn yfirþyrmandi og þakka ég móður minni fyrir það. En eins og ég sagði áðan þá er þráhyggja til í mörgum útgáfum en allir sem þjást af OCD geta þó örugglega á einhvern hátt tengt við þessa sögu.

Ef þú þjáist af OCD og veist ekki hvert eða hvernig þú átt að snúa þér þá mæli ég með að þú leitir þér hjálpar annað hvort á bráðamóttöku geðdeildar eða Heilsustofnun Hveragerði. Að vera með OCD er ekki bara það að vera snyrtilegur og duglegur að þrífa, þessi sjúkdómur getur eyðilagt líf svo margra og jafnvel endað með sturlun eða dauða.

Ef þú hefur einhverjar spurningar í sambandi við þessa grein þá getur þú haft samband við mig í gegnum e-mailið mitt sem er kristinhildur@kvidi.is

Gangi þér vel.

– Kristín Hildur

Pistill Kristínar Hildar birtist upprunalega af vefsíðunni KVÍÐI – kvidi.is, en vefsíðan er vettvangur er fyrir fólk og aðstandendur þeirra sem glíma við kvíða og þunglyndi. Á vef KVÍÐA er hægt að finna heilu fjöllin af skemmtilegu og fræðandi efni, allt frá fræðslu og pistlum og til reynslusagna fólks. 

kvidi.is er á Facebook

kvidi

 


Missum ekki af tímanum með börnunum

$
0
0

Hver kannast ekki við að hafa átt stóra drauma um börnin sín þegar hugað var að barneignum eða á meðgöngu. Ég ætlaði t.d. að kenna mínum börnum annað tungumál strax frá byrjun, fara með þau á söfn og standast ágang plast- og kynjaðra leikfanga.

En svo, 11 árum seinna, kemst maður vart inn í barnaherbergið fyrir plastleikföngum, barnið byrjaði bara að læra ensku í skólanum á sama tíma og hinir og safnaferðir hafa verið mest megnis verið á hendi leikskólans og grunnskólans. Hvað gerðist?

Ætli maður hafi ekki fallið í sömu gryfju og margir aðrir, fjölþætt hlutverk foreldra eru svo krefjandi að stundum virðist tíminn bara fljúga áfram. Það er ekki auðvelt að hlaupa á milli hlutverka: mamma (eða pabbi), nemi, starfsmaður, vinkona og svona getur listinn haldið áfram. Stundum finnst manni að allt sé bráðnauðsynlegt sem maður tekur sér fyrir hendur – finnst hálfpartinn að einhver standi með byssu við hnakkann á manni og skipi manni fyrir.

En bíðum nú aðeins við… hver heldur á byssunni annar en við sjálf? Auðvitað þurfum við að geta séð okkur farborða en hvað með hin hlutverkin sem okkur finnst við verða að sinna? Þurfum við ekki að vera duglegri við að velja og hafna þegar kemur að tíma okkar, ekki síst þeim sem snýr að börnunum?

Margt gott að gerast, þrátt fyrir allt

Við berum ábyrgð á valinu og því er gott að vanda valið. Og svo má ekki gleyma því að það er aldrei of seint að breyta venjum sínum eða valinu. Ég hef t.d. ákveðið að segja plastdótinu stríð á hendur, og fá börnin með mér í lið, þau eru líka að drukkna í dótinu! Hvort maður fer með börnin á söfn, eins og draumurinn var, þarf að fara eftir áhuga þeirra og eirð – og kannski er ágætt að byrja bara á bókasafnsferðum.

Ætli maður að afla sér gagna um allt sem maður gerði ekki, eða mistókst að gera, er ekki nema sanngjarnt að afla líka gagna um það sem maður þó gerði og það sem vel gengur!

Þó svo að háleit markmið hafi ef til vill orðið rykinu að bráð er án efa margt annað gott að gerast. Sjálf hef ég t.d. lesið með mínum börnum bækur um list ætlaðar börnum, farið með þeim í húsdýragarðinn og náttfatasund (en það er þegar maður fer eftir kvöldmat og svo beint í náttfötin á eftir).

Aldrei of seint . . .

Að auki er aldrei of seint að taka upp nýjar venjur. Fjölskylduhefðir styrkja fjölskylduböndin og þær þurfa ekki að vera flóknar. Krökkum finnst gaman að taka þátt í (vissum) húsverkum, hægt er að elda saman eitt kvöld í viku eða hafa kósíkvöld þar sem fjölskyldan spilar saman, les eða horfir á skemmtilega bíómynd.

Þegar upp er staðið eru það þessar stundir í faðmi fjölskyldunnar sem við foreldrarnir og börnin búum að og sem skapa minningar sem styrkja okkur á erfiðum tímum. Að mynda traust samband við börnin sín hjálpar þeim að standa sterk í fjölbreyttum og krefjandi nútíma sem og í framtíðinni. Og það hjálpar þeim líka að skapa sínar eigin fjölskylduhefðir þegar þar að kemur.

Leyfum ekki lífinu að þjóta hjá í grámyglu hversdagsleikans, drögum bara fyrir gluggann, slökkvum á fréttunum og fíflumst með börnunum!

Hláturinn lengir lífið.

Jenný Ingudóttir
verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð og móðir

Umfjöllun þessi er fengin af vef Landlæknis og birtist með fengnu leyfi:

landlæknir

 

Byltingin er hafin: „Við viljum endurheimta orðið geðsjúk!“ #égerekkitabú

$
0
0

Að glíma við geðsjúkdóm er ekkert grín og því síður er um aumingjaskap að ræða, sem hrista má af sér einni hendingu. Geðsjúkdómar eru sveipaðir fordómum og skömm, en öflug samfélagsmiðlaherferð sem reis seint í gærkvöldi á Twitter og Facebook tröllríður nú netheimum undir kennimerkinu #égerekkitabú en ekkert lát virðist á líflegri umræðunni. 

Að baki átakinu sjálfu standa þær Silja Björk Björnsdótti, Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir og Tara Ösp Tjörvadóttir sem stofnuðu umræðuhópinn GEÐSJÚK á Facebook fyrir sólarhring en fjölmargir hafa skráð sig í hópinn og kennimerkið #égerekkitabú flæðir nú yfir Facebook, sem er yfirskrift þeirra sem þora að stíga fram og greina frá áföllum og glímu við geðraskanir af ýmsum toga.

Hópurinn er öllum opinn og streyma fram reynslusögur sem og hvatningarorð en stúlkurnar þrjár ræddu við ritstjórn SYKUR um tilgang átaksins, hvers má vænta í kjölfar byltingarinnar og ástæður þess að þær leiddu hesta sína saman. Sjálf skrifaði Silja eftirfarandi orð sem lesa má í Facebook hópnum GEÐSJÚK, þar sem hún segir einfaldlega:

„Hundruðir Íslendinga glíma við geðræn vandamál. Þetta er fólk sem þú sérð allt í kringum þig, í fjölskyldunni, á vinnumarkaðnum, í vinahópnum og úti á götu. Talið er að rúmlega 25% Íslendinga glími við eða muni einhvern tíma glíma við þunglyndi á ævinni. En hvers vegna eru geðsjúkdómar þá tabú? Hvers vegna líður okkur oft eins og við megum ekki ræða þessa hluti?“

Hvað olli því að þið tókuð höndum saman og stofnuðuð einmitt þennan hóp?

Silja: Við kynntumst í gegnum Facebook og greinaskrif og áttuðum okkur á því að það var þörf á svona hóp og svona öflugri vitundarvakningu í íslensku samfélagi.

Tara: Ég  birti grein fyrir viku síðan á Pressunni með heitið “Enginn á að bera þessa byrði einn” þar sem ég talaði í fyrsta sinn opinberlega um þunglyndi mitt og hvatti fólk einnig til að koma út úr sínum þunglyndu skápum. Silja hafði samband við mig og vildi hjálpa til í baráttunni við tabú-ið sem þunglyndi og andlegir sjúkdómar eru í samfélaginu þar sem hún hefur verið að berjast fyrir því sjálf með fyrirlestrum og greinum. Á sama degi rakst ég á Bryndísi sem hafði fengið fréttaumfjöllun eftir að hafa tekið saman kostnaðinn sem fylgdi geðsjúkdómum sínum. Við vorum allar með sömu hugmyndir og ákváðum að þetta væri tíminn.

Bryndís: Boltinn byrjaði að rúlla eftir að greinin mín birtist á visir.is en þá setti Tara sig í sambandi við mig og sagði mér frá sinni pælingu. Við þrjár vorum allar á sama máli að þar þyrfti að auka sýnileika geðsjúkdóma með opinni umræðu og með því markmiði að eyða tabúinu í kring.

Tara Ösp Tjörvarsdóttir

Hverju vonist þið til að áorka með GEÐSJÚKU byltingunni á samfélagsmiðlum?

Sija: Með átakinu viljum við uppræta öll samfélagsleg tabú og koma á heilsujafnrétti á Íslandi. Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur og leyfa fólki að tjá sig um sín veikindi með stolti. Við viljum opna hug og hjörtu allra landsmanna og vonandi seinna meir, ná til stjórnvalda og koma geðheilbrigðiskerfinu í lag. Við viljum að fólk geti opnað sig skammarlaust og komið til dyranna eins og það er klætt því manneskjan er falleg, breysk og fjölbreytt og þvi ber að fagna

Bryndís: Það sem skiptir mig mestu máli er að það myndist jafnrétti í heilbrigðiskerfinu varðandi geðsjúkdóma.

Tara: Fyrst og fremst vitundarvakningu. Við viljum að geðheilbrigðisþjónusta sé jafn aðgengileg og niðurgreidd og önnur heilbrigðisþjónusta. Við viljum að skólakerfið, vinnumarkaðurinn og almenningur viðurkenni  geðsjúkdóma eins og aðra sjúkdóma. Við viljum út með skömmina og eigin fordóma geðsjúkra, því það er oft stærsta byrðin í þessu öllu. Ef við sem erum geðsjúk, sýnum ekki fordómaleysi, hvernig getum við búist við fordómaleysi frá geðheilum? Ef við sem erum geðsjúk byrjum ekki í dag að losa okkur við eigin fordóma, þá hvenær?

Ég vil að aðstandendur geðsjúkra geti verið stolt af baráttunni sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum, og að samfélagið gefi þeim enga ástæðu til að vera það ekki. Við viljum endurheimta orðið geðsjúk, því ekki myndirðu segja: Djöfull ertu krabbameinssjúk” er það?

Bryndís Sæunn
Bryndís Sæunn

Vísið þið fólki í leit að svörum áfram til fagaðila, getur fólk lagt inn ósk um aðstoð í hópinn?

Tara: Við bjóðum fram okkar hjálp, þá reynslu sem við höfum í gegnum tölvupóstinn gedsjuk@gmail.com. Við viljum endilega fá fagaðila, fólk með reynslu eða þekkingu af einhverju tagi til að koma í hópinn og deila ráðum sínum með öðrum.

Silja: Við viljum bæði að fólk geti opnað sig við aðra sjúklinga og fagfólk. Við hvetjum fólk einmitt til að ræða meðferðir sinar og deila því þannig áfram. Einnig bendum við fólki á allar þær fagleiðir sem við þekkjum og höfum aðgang að. En engin okkar er þó sálfræðingur og við leitumst bara eftir að hjálpa með vitundarvakningu og samkennd.

Silja Björk Björnsdóttir

Viðtökur hafa verið góðar; hvað gerist nú þegar byltingin er hafin?

Silja: Nú þegar byltingin er hafin leitum við að öllum hugmyndum og aðstoð um þróun verkefnisins. Við erum í viðræðum við samtök hér heima og hver veit hvert boltinn rúllar en þetta er pottþétt bara byrjunin! Við munum halda þessu áfram og sjá samfélagið vaxa, dafna og fræðast. Einnig verðum við með smá netgjörning 10.okt á alþjóðlegum degi geðheilsu og veðrur spennandi að fylgajst með því! Annars hvet ég ALLA til að skrá sig og skoða hópinn, læra og uppræta fordómana! Við erum ekki tabú! Einnig vil ég koma þökkum til allra þeirra sem sýna þessu stuðning og eru búnir að hafa hugrekkið í að deila sögunum sínum! Þetta er ometanlegt

Tara: Við viljum vekja athygli á alþjóðlegum degi andlegrar heilsu þann 10. október. Við viljum að geðheilbrigðisþjónusta sé jafn aðgengileg og niðurgreidd og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er bara byrjunin.

GEÐSJÚK@Facebook

12036982_10153142054355267_7300686800701014125_n

Demi Lovato sat fyrir ómáluð, nakin og bannaði Photoshop

$
0
0

Söngkonan Demi Lovato situr fyrir hjá ljósmyndaranum Patrick Ecclesine ómáluð og nakin í tímaritinu Vanity Fair. Þetta valdi hún að gera til að láta á það reyna hversu sterk hún væri á svellinu. Hún vill styrkja aðrar konur til að sættast við útlit sitt og liður í því er að koma hreint fram sjálf. Hún segir frá ákvörðun sinni í þessu myndbandi:

„Þú ert ekki veik“

$
0
0

Það er margt sem hvílir á mér þessa dagana, sumt er algjört rugl en annað meikar aðeins meiri sens.

Ég hef, eins og flestir landsmenn, fylgst stolt með druslubaráttunni, hvernig skömminni er skilað og þolendur stíga fram og segja sína sögu öðrum til fræðslu og forvarnar. Ég elska svona byltingar, það er svo yndislegt að sjá alla standa saman og verja náungan, og ég hef sjaldan verið eins mikið í essinu mínu og yfir myllumerkjabyltingunum.

Þegar ég sá hvað allir þessir þolendur voru hugrakkir að stíga fram og segja sína sögu, og ekki síst þegar ég sá hvað það hjálpaði mikið öðrum sem voru á svipuðum stað, gat ég ekki annað en tárast aðeins. Þessi samstaða sem allir sýndu fékk mig til að velta vöngunum yfir annarri byltingu sem þyrfti að líta dagsins ljós. Það vantar byltingu gegn öðru tabúi sem á svo innilega ekki að vera lengur tabú árið 2015. Það vantar byltingu gegn þögguninni á geðrænum sjúkdómum.

Ég sjálf hef og er að berjast við átröskun og kvíða, og er að bíða eftir að fá greiningu á þunglyndi. Ég hef verið lengst að berjast við þunglyndið, held að það hafi byrjað uppúr 2011, en ekki orðið alvarlegt fyrr en 2014. Ég sagði engum frá, fyrst hélt ég að þetta væri bara sorgarferlið, sem þetta örugglega var, þar sem ég missti afa minn haustið 2011, svo ég reyndi bara að ýta þessari hugmynd lengst aftur í heila og helst það langt að hún fyndist aldrei.

Vikurnar eftir að afi dó var ég sífellt að ganga úr skugga um að enginn væri sorgmæddur, ég reyndi alltaf að kæta alla sem voru í kringum mig, og ég man að amma sagði mér að ég væri guðsgjöf, litli gleðigjafinn hennar sem lýsti upp dimma daga. Ég tók þetta inná mig og reyni að fara eftir þessu hvern einasta dag, ennþá, þótt að ég viti að það er einfaldlega ekki hægt að gera sjálfan sig ábyrgan fyrir hamingju annarra.

Ég fann nú svo sem ekki fyrir mjög miklu hvað varðaði líðan fyrr en sumarið 2014. Ég var alveg einstaklega einmana, var heima ein langflesta daga og ég varð mjög þung í skapi og svaf mjög lítið. Vorið áður hafði einhvern veginn ekkert gengið upp hjá mér, ég fékk lágt í stigsprófinu sem ég tók, ég komst ekki inn á listdansbraut og allt dró úr mér kjark. Ég var sérstaklega góð í því að kvelja sjálfa mig með þessu, allt sumarið, og þessar vikur er mestallt í þoku fyrir mér núna því ég var frekar dauf allan tímann. Ég ákvað að ég yrði ekki sátt aftur fyrr en ég yrði upptekin, svo að ég tók mig til um haustið og hoppaði yfir 9. bekk, bauð mig fram til formanns nemendaráðs, var kosin, og átti ekki lengur dauða stund.

Karitas Bjarka

Þetta gekk vel, ég var hálfhissa hvað þéttbókuð dagsskrá gerði mikið fyrir mig, og ég naut þess í botn að þurfa ekkert að hugsa um neitt annað en hvernig ég ætlaði að fara á dans og píanóæfingu, nemendaráðsfund og ungmennaráðsfund og læra heima á sama degi, eftir 7 tíma í skólanum.

En svo kom jólafríið, og allt í einu hafði ég ekkert að gera. Ég hafði litla sem enga orku, og fyrst svaf ég heilu dagana, þótt ég hvíldist aldrei almennilega, en samt hélt ég andlitinu. Vikuna á milli jóla og nýárs byrjuðu svo martraðirnar, allar um það sama, að missa ástvin á einn eða annan hátt. Ég hætti að fara að sofa því ég einfaldlega þorði því bara ekki, hvern myndi ég missa næst?

Ég missti matarlystina með svefninum, ég hugsaði ekki um sjálfa mig og var eins og fjarlægur svefngengill, talaði lítið, borðaði lítið og horaðist. Fljótlega fór ég að taka eftir því hvað mér gekk vel að borða ekki. Einu sinni gleymdi ég að borða í 26 tíma, og ég var stolt af mér, og vildi helst geta sláð metið. Ég hafði heyrt af stelpu sem borðaði ekki í 48 tíma, og ég hugsaði með mér að ég færi létt með að toppa það.

Ég sé núna hvað þetta var brenglaður hugsunarháttur, mig dreymdi um að geta tekið utan um lærin mín og látið fingur snertast á báða bóga, og ég gat það um stund. Mig dreymdi um útstæð rifbein og útstæð mjaðmabein, stórt og fallegt bil á milli læranna og allt það sem myndi gera mig hamingjusama, svo ég sleppti nesti og sagðist borða í skólanum. Ég lifði á banana á dag og smá kvöldmat, í 2 mánuði, og ég neitaði að hlusta á foreldra mína þegar þau lýstu yfir áhyggjum sínum og að kannski ætti ég að hugleiða það hvernig langtímaáhrif þetta hefði á mig.

Þetta hélt svona áfram, og ég fann að ég var að særa fólkið í kringum mig, svo ég byrjaði að refsa mér fyrir það. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði en ég er ennþá með ör.

Með þessu þróaði ég með mér kvíða. Kvíðinn var þetta sem hélt mér vakandi á nóttunni, gaf mér korters svefn og gerði mig að taugaveiklunarhrúgu. En kvíðinn er líka þetta sem rúllaði björgunarboltanum af stað.

Eftir að hafa vakað alla nóttina grátandi í kvíðakasti yfir hlaupaprófi daginn eftir, mætti ég í íþróttir. Ég hafði tweetað örvæntingafull yfir nóttina og hafði gleymt því að góð vinkona mín followaði þennan enska account minn, svo það kom mér í opna skjöldu þegar hun spurði mig út í tweetin í byrjun tímans. Ég brotnaði niður.

Ég sat hágrátandi inní búningsklefa þegar íþróttakennarinn kom á eftir mér og spurði hvað væri að. Ég ætla ekki að fara að segja frá spjallinu okkar, ég virði kennarann minn of mikið fyrir að segja mér frá því sem hún gerði, en þetta varð til þess að hún lét umsjónarkennarann minn vita, sem lét mömmu vita og við mæðgurnar áttum gott spjall.

Ég komst inn hjá félagsfræðingi, hef farið til hennar tvisvar núna, og það er æðislegt að tala við hana. Ég er komin aftur í þyngdina sem ég var í fyrir veikindin, þótt ég eigi alveg ótrúlega erfitt með að borða.

Málið er bara það, að ég er að reyna. Ég er í stöðugri baráttu við sjálfa mig alla daga, en oftast endar hún vel.

Það sem ég vil er að fólk hætti að segja öðrum sem reyna að segja sína sögu af geðrænum sjúkdómum, og þá sérstaklega þunglyndi, að það sé að leitast eftir athygli og umfjöllun. Ég vil að fólk hætti að rómantesera þessa sjúkdóma, og ég vil að það sé á okkur hlustað. Við erum ekki bara geðveik.

Ég á örugglega eftir að fá eitthvað um athyglissýki þegar ég hef loksins kjarkinn í að birta þess grein, en ef ég á að vera hreinskilin, er mér frekar sama. Það er búið að taka mig marga mánuði bara að þora að setjast niður við tölvuna og skrifa, og fyrir þetta eitt er ég stolt af sjálfri mér.

Svo ég segi bara, standið með ykkur og ykkar erfiðleikum, það er enginn of ómerkilegur til að eiga skilið að segja frá.

Karitas

Pistill Karitas Bjarkadóttur birtist upprunalega af vefsíðunni KVÍÐI – kvidi.is, en vefsíðan er vettvangur er fyrir fólk og aðstandendur þeirra sem glíma við kvíða og þunglyndi. Á vef KVÍÐA er hægt að finna heilu fjöllin af skemmtilegu og fræðandi efni, allt frá fræðslu og pistlum og til reynslusagna fólks. 

kvidi.is er á Facebook

kvidi

Þess vegna VAKNA strákar með STANDPÍNU

$
0
0

Skemmtilega vandræðaleg sem morgunstandpínan nú er; eðlilegt er að fólk velti vöngum yfir því hvers vegna karlmenn vakna stundum upp með beinstífan lim – að ekki sé minnst á hversu erfitt það reynist þeim að hlaupa í hlandspreng á klósettið og reyna að hemja útstreymið.

Svona í alvöru talað – það er ekkert eðlilegra en standpína að morgni dags og spegúlasjónin HVERS VEGNA er hreint út sagt allt annað en dónaleg. En hvers vegna stendur körlum í svefni?

Morgunstandpínan (eða Morning Glory eins og hún útleggst á enskri tungu) fellur undir ósjálfráð taugaviðbrögð í svefni eða meðan í svefnrofum. Allir karlar nema þeir sem glíma við viðvarandi risvanda, upplifa morgunstandpínu en ekki er óvarlegt að áætla að ósjálfrátt ris eigi sér stað allt frá þrisvar til fimm sinnum á hverri nóttu.

Reyndar er ósjálfrátt þá heldur ekki bundið við kynþroska, þvert á móti fer að kræla á ósjálfráðu risi strax í móðurkviði og viðbrögðin vara lífið á enda, án þess að nokkuð verði við gert. Ef eitthvað, ættu karlar þá að geta huggað sig við þá staðreynd að konur upplifa líka snípris (í alvöru) og aukið blóðflæði til kynfæra í svefni og sama gegnir um fjölmörg önnur spendýr.

Þó fjölmargar kenningar hafi verið á reki gegnum árin sem öllum hefur verið ætað að útskýra ósjálfrátt ris, eða morgunstandpínu og orsakir hennar, er raunveruleg rót morgunstandpínunnar (rétt eins og ósjálfrátt snípris) enn á huldu. Í raun eru vísindamenn engu nær en að líka ósjálfráðu risi við hraðar augnhreyfingar í svefni.

Ein kenningin er sú að ósjálfrátt ris í svefni og þar af leiðandi krónísk morgunstandpína orki sem leið líkamans til að viðhalda heilbrigði getnaðarlimsins (og snípsins, ef því er að skipta) – að um eins konar svefnæfingar sé að ræða. Standpínan sjálf veldur nefnilega því að vefirnir í limnum þrútna sem svo aftur oxar sjálfar vefinn. Súrefnisoxunin sem á sér stað í vefnum styður við heilbrigði getnaðarlimsins og hamlar myndun örvefjamyndunnar, sem svo aftur getur leitt risvandamál af sér seinna meir.

Önnur athyglisverð tilgáta hljóðar upp á að svefnris hindri karla í að væta rúmið að nóttu. Til eru tvær gerðir standpínu, önnur er sjálfráð og hefst á örvandi hugsunum og skynjun sem er erótísk í eðli sínu og veldur meðvitaðri standpínu. Síðari gerðin af standpínu er ósjálfráð, en þá rís getnaðarlimurinn án þess að erótísk örvun hafi ollið viðbragðinu og er einnig talið að full þvagblaðra geti valdið slíku risi. Sem svo aftur gæti útskýrt hvers vegna svo margir karlar sem fá morgunstandpínu eða vakna með beinstífan lim eiga svo erfitt með að kasta af sér þvagi.

Báðar kenningar hljóma sennilega en þó þykir síðari tilgátan ekki standast nánari athugun, þar sem líkaminn býr yfir fjölmörgum öðrum úræðum til að hindra að þvaglát eigi sér stað í svefni. Þess utan er þá óútskýrt hvers vegna konur upplifa einnig snípris í svefni, en sem alvita er, – tengist snípur kvenna ekki þvagrásinni.

Að öllum líkindum er morgunstandpínan því einfaldlega náttúruleg leið líkamans til að viðhalda heilbrigði og styrk vinarins; ef satt reynist er því um skemmtilega vandræðalega sjálfsumhyggju að ræða, sem bundin er í gen og hefur ekkert með yfirvitundina að gera.

Dásamleg völundarsmíði er mannslíkaminn, ekki satt?  

/IFLS

5 ástæður hvers vegna karlmenn ættu að snyrta sín kynfærahár

$
0
0

Karlmenni geta eytt tímunum saman í að snyrta hárið á höfðinu og andlitshárin en þeir hundsa hárin á kynfærunum.

Það er bara þegar kynlíf er í boði að þeir byrja að snyrta á milli fótanna. En staðreyndin er sú að ósnyrt kynfærahár á karlmanni er mikið „turn off” og einnig óþrifalegt. 

Hérna er fimm ástæður hvers vegna karlmenn ættu að snyrta kynfærahárin.

–         Hreinlæti

Hiti, sviti og bakteríur sem myndast í klofinu, halda sig þar í langan tíma ef að þau festast í kynfærahárum. Að snyrta eða raka allt af mun halda þessu svæði hreinu og það verður laust við sýkingar.

–         Limurinn virkar stærri ef engin hár eru í kringum hann

Ósnyrt kynfærahár fela typpið og það lítur út fyrir að vera minna en ella. Að raka öll óæskileg hár af þessu svæði lætur typpið líta úr fyrir að vera lengra. Er það ekki það sem allir karlmenn vilja?

–         Heilbrigðara útlit

Vel snyrt klof er hreinna og lítur þar af leiðandi út fyrir að vera heilbrigðara. Hreinlætið kemur í veg fyrir sýkingar eða útbrot og typpið verður ánægðara. Einnig er auðveldara að koma auga á óæskilega hluti eins og vörtur eða útbrot.

–         Verður meira aðlaðandi

Vel snyrt typpi er meira aðlaðandi fyrir bólfélagann (hann eða hana). Kynfærahár getur verið afar óaðlaðandi fyrir flestar konur og þá sérstaklega ef að munnmök eru inni í myndinni. Ef þú vilt fá gott tott þá skaltu snyrta í kringum félagann og það vel.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til lesa alla greinina og fræðast meir um ávinning þess að snyrta eigin skapahár:

heilsutorg 

 

Fæðuflokkarnir: Hvað þýðir að borða rétt?

$
0
0

Að borða rétt þýðir að neyta fjölbreyttrar fæðu og matar sem veitir líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast til þess að halda heilsu, líða vel og hafa næga orku. Meðal þessara næringarefna eru eggjahvítuefni, kolvetni, fita, vatn, vítamín og steinefni. Næring skiptir alla máli. Hollt mataræði gerir líkamanum kleift að halda styrk og heilsu þegar það fer saman við hreyfingu og eðlilega þyngd. Hafir þú greinst með brjóstakrabbamein eða ert í áhættuhópi þar sem líkur á sjúkdómnum eru meiri en annarra af einhverjum ástæðum, er sérlega mikilvægt fyrir þig að huga að mataræðinu. Það sem þú lætur ofan í þig getur haft áhrif á allt í senn -ónæmiskerfið, andlega líðan þína og orkubúskapinn.

Ávextir og grænmeti

Krabbameinssérfræðingar og næringarfræðingar mæla með að í daglegri fæðu sé mikið af ávöxtum og grænmeti. Ameríska krabbameinsfélagið (The American Cancer Society) og Krabbameinsrannsóknastofnun Bandaríkjanna  (The American Institute for Cancer Research) mæla með að daglega sé neytt fimm eða fleiri skammta af alls kyns grænmeti og ávöxtum til þess að líkur á krabbameini verði eins litlar og unnt er. Aðrar stofnanir hafa gefið út ráðleggingar um níu skammta á dag af ávöxtum og grænmeti (The U.S. Department of Agriculture – USDA – 2005).  Þetta gæti virst mikið, en í rauninni er aðeins um að ræða tvo bolla af ávöxtum og tvo og hálfan bolla af grænmeti. Næringarfræðingar segja að fjölbreytni sé aðalatriðið vegna þess að í mismunandi ávöxtum og grænmeti sé að finna mismunandi næringarefni. Auk þess verður leiðigjarnt að borða of mikið eða of oft einhverja eina tegund. Ein leið til að skapa fjölbreytni í neyslu ávaxta og grænmetis er að hafa alla liti regnbogans í huga og borða svolítið af hverjum. Græni liturinn gæti verið spergilkál (brokkoli), rauði liturinn paprika, sá guli bananar, fjólublái liturinn eggaldin og svo hafa appelsínur sinn eigin lit. Önnur aðferð er sú að borða dökkgrænt grænmeti (spínat, grænkál, garðkál) í einni máltíð og appelsínugult í þeirri næstu (gulrætur, sætar kartöflur, grasker). Skerðu niður epli með morgunkorninu og fáðu þér ferskju í hádeginu. Frosin ber eða ný eru gómsætur eftirréttur. Leyfðu sköpunargleðinni að ráða ferðinni!

Kornmeti (heilt)

Í ráðleggingum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA) er mælt með að neytt sé 100 g eða meira af heilu korni á dag. Í heilu korni er bæði hýði og kím (frjóanginn í kjarnanum) og því er meira af trefjum, steinefnum og fjörefnum í því en í unnu korni. Þegar korn er fínunnið fara bæði hýði og kím forgörðum. Ekki er hægt að sjá á lit tilbúinnar vöru hvort hún er úr heilu korni. Til að ganga úr skugga um það þarf að lesa á umbúðirnar. Brún hrísgrjón (hýðishrísgrjón), haframjöl og bygg eru dæmi um heilkorn sem hægt er að borða eitt og sér. Bæði Krabbameinsrannsóknastofnunin og Ameríska krabbameinsfélagið mæla með að nota heilkorn í stað unnins kornmetis. Til þess að brauð geti talist ríkt af heilkorni þurfa að vera tvö til þrjú grömm af trefjum í hverri sneið og í einum skammti af morgunkorni eiga að vera að minnsta kosti sex grömm af trefjum.

*Rík hefð er fyrir alls kyns morgunkorni í Bandaríkjunum og mikið af því flutt hingað til lands. Þeir sem vilja fara varlega í neyslu tilbúinna matvæla, t.d. fólk sem hefur fengið krabbamein eða aðrir sem eru í sérstökum áhættuhópi, gætu gert rétt í að sniðganga tilbúið morgunkorn.

Kjöt, fiskur og baunir

Kjötmeti er góð uppspretta eggjahvítuefnis (prótíns) og fitusýru sem eru nauðsynlegar til að varðveita orku og heilsu. Í rauðu kjöti er járn sem er konum sérlega mikilvægt. Í kjöti er hins vegar mikið af mettaðri fitu og kólestróli. Mælt er með að neytt sé 150 gramma kjötmetis á dag (fiskur og kjúklingur meðtalinn) eða einhvers sem getur komið í stað kjöts (prótínríkrar fæðu úr jurtaríkinu, t.d. sojakjöts) eða bauna kjósir þú að sleppa kjöti. Þegar þú borðar rautt kjöt, fuglakjöt eða fisk skaltu velja magurt.  Æskilegt er að borða fremur fisk eða kjúkling en annað kjötmeti. *Íslenskt lamba- og folaldakjöt er trúlega eitt „hreinasta“ kjötmeti sem hægt er að fá, ómengað af lyfjum og öðrum óæskilegum efnum. Mettuð fita og kólestról er þó engu síður í því en öðru rauðu kjöti.

Borðir þú ekki kjöt, þarftu hugsanlega að bæta hnetum, fræjum eða þurrum baunum í mataræðið til að tryggja að þú fáir nægilega mikið af prótíni og járni. Í þessum flokki eru einnig egg. Eitt egg jafngildir 30 grömmum af kjöti.

Mjólk og mjólkurvörur

USDA mælir með að neytt sé daglega:

  • Þriggja bolla af fitulítilli mjólk, undanrennu eða jógúrt eða
  • um það bil 120 gramma af mögrum ógerilsneyddum osti eins og cheddar (u.þ.b. 4 sneiðar) eða
  • um það bil 180 gramma af mögrum gerilsneyddum osti eins og venjulegum brauðosti.

Í gerilsneyddum osti er minna af kalki en í ógerilsneyddum. Því er dagskammturinn af honum stærri en þeim ógerilsneydda. Gerilsneyddur ostur er búinn til úr ystingi og efnum sem auka geymsluþolið og í honum er meiri vökvi til þess að hann bráðni auðveldlega.

Ofangreint magn mjólkurmatar tryggir að þú fáir það kalk í líkamann sem þú þarfnast. Finnist þér mjólk vond, getur ekki eða vilt ekki af einhverjum ástæðum neyta mjólkur eða mjólkurafurða, þarftu að gæta þess að fá nóg af fosfór, A-vítamíni, kalki, og D-vítamíni annars staðar frá. Sértu með ofnæmi fyrir laktósa (mjólkursykri), gæti það hjálpað að taka inn laktasa (mjólkursykurkljúf) sem fæðubótarefni.

Fita

Smjör, raspolíu (repjuolíu), ólífuolíu — þú þarft eitthvað af þessu á hverjum degi, en ekki mikið. USDA mælir með tveimur til þremur teskeiðum af þessu ljúffenga en hitaeiningaríka viðbiti á dag. Matarolía er fita. Fitu er skipt í þrjá flokka: Mettuð fita er talin slæm af því að hún eykur kólestrólmagn í blóði. Af þessu tagi eru transfitur sem er að finna í svínafeiti, hörðu smjörlíki, smákökum, kexi, snakki, steiktum og djúpsteiktum mat, kleinumhringjum, sætabrauði, tertum og öðrum matvælum sem innihalda að einhverju leyti herta fitu. Einómettuð og fjölómettuð fita er talin góð því hún minnkar magn LDL kólestróls í blóði.

Samantekt

Úr fæðuflokkunum fimm hér að ofan færðu öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast til að viðhalda heilsu og styrk. Kannski ertu að velta fyrir þér hvort súkkulaði og annað af þínu uppáhaldsgóðgæti geti fallið undir fæðuflokkana og þá hvar. Engar áhyggjur – það er pláss fyrir það. Þú þarft bara að íhuga hvenær þú ætlar að láta eftir þér góðgætið og hve mikið af því. Áður en við förum út í þá sálma er rétt að skoða hvernig líkaminn vinnur úr fæðunni sem þú neytir.

*Fræðsla sú og ráðleggingar sem er að finna hér um fæðuflokkana byggjast á niðurstöðum rannsókna í Bandaríkjunum svo og á ráðleggingum Landbúnarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA). Hér á landi eru aðstæður að sumu leyti aðrar. Fólki sem vill kynna sér efnið er bent á að lesa sér einnig til annars staðar á vefnum þar sem er að finna meira um mataræði og fæðuval, og á heimasíðuLýðheilsustöðvar.

*Málsgreinar merktar stjörnu eru innskot þýðanda.

ÞB

Þessi umfjöllun birtist fyrst á vefnum brjostakrabbamein.is og er endurbirt að fengnu leyfi: 

screenshot-www.brjostakrabbamein.is 2015-09-30 19-42-38

 

 


Hrikalega flott og heiðarleg íþróttaföt!

$
0
0

Hreyfing er holl og góð fyrir líkama og sál, það vitum við öll. En stundum, bara stundum (ok kannski oft) langar okkur miklu frekar að kúra okkur með góða bók, glápa á nýja Kardashian þáttinn eða eyða tíma með fjölskyldunni. Það er líka allt í lagi. En þegar við viljum virkilega koma okkur af stað getur verið gott að eiga fín föt til að smella sér á æfingu í. Þess vegna eru þessir bolir alveg dásamlegir því þeir eru ekki bara flottir heldur ótrúlega heiðarlegir líka og hvetja mann til dáða.

Fyrir hlauparana:

runner
Hey það er alveg eitthvað? Etsy 17,95 $
wine later
Ágætis gulrót. Etsy 13.99 $

Fyrir lyftingadömurnar:

squat
Mmmmm hnetusmjör…. Etsy 22.00 $

Fyrir Crossfittarana:

crossfit
Forgangsröðunin á hreinu! Etsy 26.00$

Fyrir Jógana:

omies
Etsy $26.00

 

Stundum er það bara alveg málið. Etsy $26.00
Stundum er það bara alveg málið. Etsy $26.00

Við getum þetta stelpur, sérstaklega ef það þýðir að í staðin getum  við borðar svo miklu meira af pítsum og súkkulaði!

strong
Það er rétt! Etsy $20.00

„Gerðu það bara!“– Valerie (28) er yogaiðkandi í yfirþyngd og rísandi Instagram-stjarna

$
0
0

Yogaiðkun er ekki bara fyrir tágrannt íþróttafólk sem teygir sig, fettir og fer í ótrúlegustu stellingar; hniprar sig saman í nær ómanneskjulegan kuðung og orkar eins og tígurlegar trönur á gólfinu. Þvert á móti er yoga fyrir alla, líka fólk í yfirþyngd og þess er hin 28 ára gamla Valerie Sagun lifandi vitnisburður.

Valerie iðkar það sem hún kallar Big Gal Yoga – eða Yoga fyrir stórar stelpur og er með langt yfir 100.000 fylgjendur á Instagram. Á ljósmyndum Valerie má sjá hana standa á höfði, gera styrktaræfingar með höndum, fara í splitt, svigna í bakbrú og fjölmargar aðrar yogapósur. Allflestar myndirnar eru teknar í bakgarði Valerie, framan við sítrustréð sem þar vex en hún tekur allflestar myndirnar sjálf með tímastillingu.

12093816_1682132518698773_1129955411_n

Valerie, sem er búsett í San Jose dalnum í Kaliforníufylki hefur iðkað yoga allt frá árinu 2011 og hóf yogaiðkun á því að taka námskeið í háskólanum. Þrátt fyrir að yogaiðkun sé allt annað en auðveld, vissi Valerie allt frá fyrsta degi að hér væri hún á heimavelli.

12132834_621012021371289_1715041796_n

Í viðtali við TODAY sagði Valerie að yoga væri styrkjandi fyrir sálina:

Æfingarnar ýta undir sjálfstraustið og geta leitt manni fyrir sjónir að líkaminn er fær um að gera allt það sem hugann lystir og það án þess að maður þurfi að ofkeyra sig.

12139708_894834907230837_1657608238_n

Lykilinn segir Valerie fólginn í að einblína á eigin árangur og útiloka aðra:

Ég velti því ekkert fyrir mér hvað aðrir voru að gera, allt frá fyrsta yogatímanum. Ég kom mér bara fyrir fremst og hugsaði ekki um neitt annað en mínar eigin æfingar.

12120266_490895077736709_1924234754_n

Valerie segist ánægð með eigin líkamsvöxt og að hún vilji ekki fyrir nokkurn mun breyta neinu. Hún segist ekki á höttunum eftir að léttast heldur langi hana þvert á móti að eyða meiri tíma utandyra – í fjallgöngur og hjólreiðatúra.

11906105_696104503857491_1982037721_n

Þá segist Valerie vera róttæklingur á sviði sjálfsástar og að hún vilji með æfingakerfinu sjálfu og heimspeki sinni hvetja til jákvæðrar líkamsvitundar, en hér fara fjögur atriði sem Valerie leggur hvað mesta áherslu á:

11821826_1658887611019506_120779889_n

#1 – Ekki fresta lífinu þar til þú hefur öðlast fullkominn líkamsvöxt:

Valerie segist hafa notað yoga til að læra að elska eigin líkama en æfingakerfið hjálpaði henni að yfirstíga þær sálrænu efasemdir sem hún hafði um eigin líkamsgetu.

Ég þurfti að yfirstíga þær ranghugmyndir að ég gæti ekki leyft mér að gera ákveðna hluti fyrr en ég væri orðin grennri. Mig langaði alltaf að prófa klettaklifur en ég gaf alltaf undan litlu efasemdaröddinni sem sagði mér að ég gæti ekki klifrað fyrr en ég væri orðin grennri. Eftir að hafa iðkað yoga í ákveðinn tíma lét ég hins vegar slag standa og prófaði klettaklifur og ég réði fyllilega við það.

10731761_412713198915939_1482331760_n

#2 – Horfðu vandlega á líkama þinn og lærðu að meta eigin vöxt:

Bara það eitt að horfa á sjálfa þig nakta í spegli getur ekki bara verið hjálplegt, heldur getur kennt þér að sættast á sjálfa þig. Sjálf tekur Valerie ljósmyndir af eigin líkama og er alveg ófeimin við að deila ljósmyndum sem sýna vaxtarlag hennar.

Í stað þess að hylja vaxtarlagið undir hólkvíðum fatnaði og velta þér upp úr hverri fellingu og bugðu á líkamanum, skaltu þess í stað læra inn á líkama þinn og horfast í augu við eigið vaxtarlag. Sjálfsást er lykill að vellíðan og lífshamingju sem leiðir af sér sjálfstraust og að endingu árangur.

11849160_723187447787519_171287596_n

#3 – Ekki láta neikvæðar athugasemdir ná tökum á þér!

Valerie hefur ekki farið varhluta af neikvæðum athugasemdum á netinu og sér í lagi hefur hún orðið fyrir barðinu á nettröllum allt frá því að hún hóf yogaiðkun undir þeim formerkjum að birta myndir af sjálfri sér í æfingaklæðum við iðkun. Valerie segist lesa athugasemdirnar en að hún taki þær sárasjaldan nærri sér. Þvert á móti nýtir hún athugasemdirnar sem eldsneyti við æfingaiðkun og skrifar uppbyggilegar bloggfærslur út frá ljótum orðum.

Það borgar sig ekki að sykurhúða sannleikann öllum stundum. Fólk getur verið andstyggilegt og sagt ljóta hluti – en það eru einstaklingar sem vita ekkert um mig. Þeir sem ekki þekkja mig eru oft ljótastir í orðavali.

11899539_534197290065078_286129746_n

#4 – Láttu verða af því að prófa nýja hluti:

Alltof margir sólunda dýrmætum tíma í bið eftir því sem gæti orðið, hika við áhættu og prófa ekki nýja hluti vega þess að þeir hinir sömu efast um eigin getu og ágæti.

Gerðu bara það sem þú telur að hjálpi þér að höndla hamingjuna. Ef hugmyndin er freistandi, skaltu bara láta vaða. Þú veist ekkert hvernig gengur fyrr en þú hefur látið á það reyna. Yoga er kannski ekki fyrir alla, en þú hefur enga hugmynd um hvort æfingakerfið hentar, fyrr en þú lætur bara vaða!

Valerie er síður en svo af baki dottin og er staðráðin í að gerast yogakennari en námið hyggst hún sækja í Sedona, í Arizona á næsta ári – en þar sem námið er kostnaðarsamt hefur hún stofnsett fjáröflunarsíðu sem er ætlað að hjálpa henni að kljúfa rándýr skólagjöldin.

Þó lesendur SYKUR sjái sér jafnvel ekki fært að láta fé af hendi rakna svo draumur Valerie megi rætast, kostar ekkert að fylgja stúlkunni eftir á Instagram og hver veit nema hennar dugnaður og elja verði öðrum hvatning til góðra verka!

@BigGalYoga

Vefjagigt –ítarlega farið yfir einkenni, greiningu, lyf og fleira

$
0
0

Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni
(e. syndrome) sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir.

Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.

Vefjagigtin getur þróast á löngum tíma og viðkomandi gerir sér litla grein fyrir í fyrstu að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Verkir sem hlaupa til dag frá degi, stirðleiki og yfirþyrmandi þreyta af og til eru oft byrjunareinkennin. Einkennin eru ekki viðvarandi í fyrstu, koma og fara, ný einkenni bætast við. Smám saman vindur sjúkdómurinn upp á sig þar til einkenni hverfa ekki langtímum saman. Einkennin eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði af fjölda og hversu slæm þau eru.

Vefjagigt getur verið mildur sjúkdómur þar sem viðkomandi heldur nær fullri færni og vinnugetu, þrátt fyrir verki og þreytu, en hann getur líka verið mjög illvígur og rænt einstaklinginn allri orku þannig að hann er vart fær um annað en að sofa og matast. Oftar rænir vefjagigtin aðeins hluta af færni til vinnu og athafna daglegs lífs. Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft á tíðum mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu og enn aðrir telja að um sé að ræða “ruslafötu greiningu” það er að allt sé kallað vefjagigt sem ekki er hægt að greina sem aðra “almennilega sjúkdóma”.

Á undanförnum árum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á vefjagigt sem hafa leitt í ljós að truflun er í starfssemi margra líffærakerfa hjá fólki með vefjagigt m.a. í tauga-hormóna kerfi líkamans ( e. neurohormonal abnormality), ósjálfráða taugakerfinu ( e. autonomic nervous system dysfunction) og truflun er á framleiðslu ýmissa hormóna ( e. reproductive hormone dysfunction).

Svefntruflanir sem eru eitt af höfuðeinkennum vefjagigtar eru taldar orsakaþáttur fyrir mörgum einkennum einkum þreytu og stoðkerfisverkjum.

Algengi

Niðurstöður rannsókna á algengi* (e. prevalence) vefjagigtar víða um veröld eru mismunandi. Talið hefur verið að vefjagigt hrjái 2 – 13 % fólks á hverjum tíma (1-5). Líklega er það of há tala því yfirlitsgrein frá 2006 reiknar með að algengi vefjagigtar sé á bilinu 0,66% – 4,4%, en höfundarnir skoðuðu 30 rannsóknargreinar sem uppfylltu skilyrði um greiningu á vefjagigt í þýði.

Vefjagigt finnst hjá báðum kynjum, en er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið a.m.k. 3 – 4 konur á móti einum karli. Sjúkdómurinn er þekktur í öllum aldurshópum og er algengastur hjá konum á miðjum aldri, en börn, unglingar og aldraðir geta líka fengið vefjagigt. Fáar og ófullnægjandi rannsóknir eru til um algengi vefjagigtar meðal barna og unglinga.

Vefjagigt greinist í öllum þjóðfélagshópum, en er þó algengari meðal fátækra þjóðfélagshópa, innflytjenda og þeirra sem eru illa staddir félagslega. Vefjagigt er m.a. nokkuð algeng meðal Amish fólks eða hjá um 7% fullorðinna . Þetta er forvitnileg niðurstaða þar sem vefjagigt hefur af sumum verið tengd við nútíma lífstíl, streitu og álagi sem Amish fólk sneiðir hjá.

Ein rannsókn hefur verið gerð til að meta algengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra verkja á Íslandi (9). Niðurstaða þeirrar rannsóknar bendir til að algengi vefjagigtar sé mjög hátt hér á landi eða 9,8% hjá konum og 1,3% hjá körlum. Algengi langvinnra útbreiddra verkja reyndist vera 26,9% hjá konum og 12,9% hjá körlum. Heildarsvörun rannsóknarinnar var einungis 53,4% sem takmarkar ályktunarhæfni á niðurstöðum rannsóknarinnar. Samkvæmt þessum rannsóknarniðurstöðum þá gætu yfir 20 þúsund einstaklingar, á aldrinum 18-79 ára, verið haldnir vefjagigt hér á landi.

*Algengi (e. prevalence) sjúkdóma segir til um hversu margir einstaklingar eru haldnir sjúkdómi á hverjum tímapunkti, en tíðni (e. incidence) sjúkdómstilfella segir til um hversu margir einstaklingar eru greindir með sjúkdóminn ár hvert.

Greining

Ekki er hægt að greina eða staðfesta að um vefjagigtarheilkennið sé að ræða með hefðbundnum blóðrannsóknum. Í byrjun er þó nauðsynlegt að gera ýmsar rannsóknir til að útiloka aðra sjúkdóma sem hafa svipuð einkenni og vefjagigt.

Sú aðferð sem mest er notuð til að staðfesta að um vefjagigt sé að ræða er greiningaraðferð sem félag bandarískra gigtlækna gaf út 1990 (the American College of Rhemotology), en sú greining byggir á að sjúklingur sé að öllum líkindum með vefjagigt ef hann hafi haft útbreidda verki í minnst 3 mánuði og sé aumur í minnst 11 af þeim 18 kvikupunktum sem lýst er hér fyrir neðan.

Aðferð til greiningar vefjagigtar:

Saga um útbreidda verki – Skilgreining

Verkir eru taldir útbreiddir þegar eftirfarandi er uppfyllt:

Verkir bæði í hægri og vinstri líkamshluta, verkir bæði ofan og neðan mittis. Að auki verkir tengdir hryggsúlu þ.e. í hálsi, framan á brjósti, brjóstbaki eða mjóbaki. Mjóbaksverkir eru taldir til verkja neðan mittis.

Verkir við þreifingu á 11 af 18 kvikupunktum – Skilgreining
Verkur, við þreifingu verður að vera til staðar í a.m.k. 11 af eftirfarandi 18 kvikupunktum:

Occiput: Við vöðvafestur í hnakkarót
Neðri hluti háls: Framanvert á hálsi beggja vegna ofan við viðbein við 5.-7. hálslið
Trapezíus: Á miðjum efri hluta trapezíus vöðvans
Supraspinatus: Ofan herðablaða nær hryggsúlu, beggja vegna
Annað rif: Á bringunni í hæð við annað rif , beggja vegna
Á olnboga: Utanvert á olnbogum á báðum handleggjum
Gluteal: Hliðlægt á mjöðmum, beggja vegna
Greater trochanter (mjaðmahnúta): Aftanvert á mjaðmahnútum, beggja vegna
Hné: Innavert á hnjám í hæð við miðja hnéskel

Fyrir utan a.m.k. 11 jákvæða kvikupunkta þarf að vera saga um útbreidda verki, viðvarandi þreytu, stirðleika, svefntruflanir þar sem viðkomandi fær ekki nægilega nærandi svefn. Þessi einkenni verða að hafa varað í a.m.k. 3 mánuði.

Þessi greiningaraðferð hefur verið gagnrýnd í mörgum nýlegum rannsóknum, einkum hvort að þreifing á kvikupunktum sé nægilega ábyggileg greiningaraðferð. Þessi greiningaraðferð er sú eina sem við höfum í dag og er nokkuð örugg ef vel er eftir henni farið og útilokað er með hefðbundnum rannsóknum að um annan sjúkdóm sé að ræða.

Rannsóknir

Greining vefjagigtar byggir fyrst og fremst á sögu og skoðun, en ekki á niðurstöðum hefðbundinna læknarannsókna. Blóðprufur, segulómun og fleiri rannsóknir reynast í flestum tilvikum eðlilegar hjá fólki með vefjagigt og síþreytu. En blóðrannsókn er nauðsynleg til að útiloka aðra sjúkdóma.

Svefnrannsókn er stundum gerð til að greina hverskonar svefntruflun er um að ræða.
Margar rannsóknir staðfesta ýmsar truflanir á líkamsstarfsemi vefjagigtarsjúklinga m.a. starfsemi vöðva og miðtaugakerfis, en þær eru ekki gerðar að öllu jöfnu.

Orsakir vefjagigtar og síþreytu

Margir þættir eru taldir orsaka vefjagigt. Ekki er vitað um neinn ákveðinn orsakaþátt sem getur skýrt allar myndir vefjagigtar, en margar mismunandi kenningar eru á lofti. Það sem er einkennandi fyrir vefjagigt er ofurnæmi í líkamanum fyrir allskyns áreitum sem talið er vera vegna truflunar í starfsemi miðtaugakerfisins.

Líklega eru orsakaþættirnir margir og það virðist sem að margir ólíkir þættir geti hrint af stað ferli sem að lokum veldur vefjagigtarheilkenni. Sumir einstaklingar eru útsettari fyrir vefjagigt. Hjá þeim finnst kannski ekkert sérstakt sem kom sjúkdómnum af stað, meðan aðrir sjúklingar hafa orðið fyrir meiriháttar líkamlegum og/eða andlegum áföllum og hjá enn öðrum eru kannski upptökin einhver veirusýking eða jafnvel matareitrun.
Undir hlekkjunum hér til hliðar er farið í nokkrar hugsanlega orsakir vefjagigtar.

Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða.

Þekkt einkenni vefjagigtar eru m.a.:

• Útbreiddir verkir

• Einkenni frá vöðvum – vöðvaverkir, “triggerpunktar”, vöðvaslappleiki

• Morgunstirðleiki

• Liðverkir

• Svefntruflanir

• Þreyta

• Einkenni frá meltingarvegi

• Depurð/þunglyndi/kvíði

• Einkenni frá hjarta- og æðakerfi

• Einkenni frá þvag- og kynfærum

• Minnisleysi/einbeitingarskortur

• Spennuhöfuðverkur, mígren höfuðverkur

• Augn- og munnþurrkur

• Sjóntruflanir

• Bjúgur/þroti á höndum og fótum

• Fótaóeirð/fótapirringur

• Raynauds phenomenon- kuldanæmi

• Svimi, jafnvægisleysi

• Blóðsykursfall (e. hypoglycemia)

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa alla greinina og fræðast meira um vefjagigt: 

heilsutorg

Ofbeldi og kúgun: Hvað get ég gert?

$
0
0

Ef þig grunar að vinur eða vinkona sé að verða fyrir ofbeldi eða kúgun eða beitir því er gott að velja vandlega stað og stund til þess að ræða málin. Vertu viðbúin/n að viðkomandi neiti öllu eða bregðist illa við.

ofbeldi

Gætið þess líka að hugsa um ykkur sjálf, það er erfitt að aðstoða fólk í þessum sporum og gott að geta sjálfur talað við einhvern eins og vini, eða einhvern fullorðinn.

Stundum er sagt að samfélagið líði ekki ofbeldi. En til þess að það geti verið satt þurfum við öll að taka ábyrgð, bæði með því að sýna það í hegðun og með því að gera sömu kröfu til þeirra sem eru í kringum okkur.

  • Það krefst hugrekkis að ganga á vin sinn og spyrja hvort að hann eða hún sé í skaðlegu sambandi.
  • Áður en farið er að ræða málin er gott að velja vel stund og stað og vera búin/n að velta fyrir sér hver viðbrögðin gætu orðið. Viðkomandi gæti orðið reið/ur, sár, neitað öllu eða farið að gráta.
  • Mikilvægt er að tala af virðingu við fólk.
  • Spyrja spurninga sem krefjast nákvæmra svara og vera tilbúin/n að hlusta án þess að að dæma eða sýna hneykslun. Það er auðvelt að segja vini sínum eða vinkonu að „dömpa“ viðkomandi eða segja fólki fyrir verkum „þú átt bara að…“, en veltu fyrir þér hvernig þessi vinur á eftir að geta átt samskipti við þig í framtíðinni ef að hann eða hún ákveður að halda áfram að vera í sambandinu.

Að tala við vin eða ættingja sem beitir ofbeldi eða kúgun:

  • Ekki líta framhjá ofbeldi eða kúgun. Ef þú þegir hjálpar það viðkomandi að neita því að eitthvað sé athugavert við framkomu hans eða hennar.
  • Látið vin ykkar vita að hegðun hans eða hennar sé ekki í lagi.
  • Útskýrið fyrir vini ykkar hvað það er í hegðun hans/hennar sem er ofbeldisfullt.
  • Hjálpið vini ykkar að skilja hvað áhrif þetta hefur á þann sem fyrir verður (ótti, treystir ekki, gæti slitið sambandinu).
  • Sá sem beitir ofbeldi eða kúgun telur sér oft trú um að þetta sé þolanda að kenna. Ekki taka undir þá skoðun, þetta er notað til að réttlæta hegðunina.
  • Hjálpið vini ykkar að leita sér aðstoðar.
  • Bendið á að breytt hegðun mun gera sambandið betra fyrir báða aðila.

Af hverju beitir fólk ofbeldi og/eða kúgun?

  • Til þess að stjórna hinum aðilanum, hvað hann gerir og hvernig honum líður.
  • Viðkomandi heldur að um sé að ræða eðlilega hegðun.
  • Viðkomandi finnst hann hafa eignarhald yfir hinum.
  • Viðkomandi finnst hann alltaf þurfa að hafa völdin í sínum höndum.
  • Viðkomandi óttast að missa virðingu haldi hann eða hún ekki völdunum.
  • Viðkomandi kann ekki aðrar leiðir til að takast á við reiði og vonbrigði.
  • Viðkomandi hefur komist upp með að fá sitt fram með því að beita ofbeldi eða kúgun.

Sjá einnig: Ofbeldi og kúgun í samböndum og samskiptum

Grein þessi birtist upprunalega á vef Landlæknis og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi: 

landlæknir

Að borða rétt: Tillögur um notkun bætiefna

$
0
0

Áður en þú ákveður að taka inn einhvers konar bætiefni þarftu að leggja á þig dálitla heimavinnu. Það á ekki síst við sértu í meðferð við brjóstakrabbameini. Hafir þú hug á að taka inn bætiefni eða náttúrulyf, byrjaðu þá á að tala við lækni þinn og næringarráðgjafa um málið. Segðu þeim hvað það er sem þú hefur hug á að taka inn og ræddu hugsanlega ókosti eða kosti þess áður en þú byrjar.

Hafðu í huga þegar þú tekur ákvörðun um hvort þú ætlar að nota bætiefni eða ekki, að sumar tegundir bætiefna og náttúrulyfja geta haft truflandi áhrif á brjóstakrabbameinslyf og önnur lyf sem læknir ávísar.

Flestir telja að óhætt hljóti að vera að taka inn bætiefni á sama tíma og önnur lyf sem læknir skrifar upp á, en því miður er það ekki alltaf svo. Sum bætiefni geta haft áhrif á það hvernig ákveðin lyf og geislar virka, truflað meðferð og dregið úr áhrifamætti hennar. Til dæmis geta bæði rauðsmári (e.: Red clover, lat.: Trifolium pratense) og Jónsmessurunni (e.: St. John’s wort, lat.: Hypericum perforatum) truflað verkun lyfsins tamoxifen í líkamanum.

Yfirleitt eru ekki gerðar rannsóknir á því, hvorki hjá lyfjafyrirtækjum né framleiðendum bætiefnia og náttúrulyfja, hver eru gagnvirk áhrif lyfja og bætiefna, þannig að í rauninni er ekki vitað hvaða áhættu er verið að taka með því að nota bætiefni meðan á meðferð stendur. Sértu að hugsa um að taka inn eitthvert ákveðið bætiefni er mikilvægt að þú talir við lækni þinn og ráðgist við hann áður en þú lætur af því verða.

Eftirlit með bætiefnum er ekki fyrir hendi í Bandaríkjunum

*Það sem hér fer á eftir á við um Bandaríkin og getur komið sér vel fyrir þá sem kaupa eða láta kaupa fyrir sig bætiefni þar. Um eftirlit hérlendis er fjallað undir næstu fyrirsögn.

Af hálfu yfirvalda er eftirlit með öllum lyfjum sem læknar ávísa á, svo og lyfjum sem seld eru án lyfseðils (lausasölulyf). Í Bandaríkjunum er það FDA (Food and Drug Administration) sem sér um eftirlitið. Bætiefni og jurtalyf eru hins vegar ekki flokkuð sem lyf, þannig að ekki þarf að kanna áhrif þeirra og öryggi jafn ítarlega og lyfja. Með öðrum orðum telja yfirvöld bætiefni og jurtalyf að jafnaði „örugg” þar til annað kemur í ljós. Aftur á móti þarf að sanna að annars konar lyf séu örugg og hafi áhrif ÁÐUR EN þau eru sett á markað.

Þetta eftirlitsleysi veldur því meðal annars að engin trygging er fyrir því að bætiefni sé hreint – þ.e.a.s. að það innihaldi aðeins þau efni sem getið er um á merkimiðanum og ekkert annað. Engin trygging er heldur fyrir því að magn næringarefna, jurta eða lækningajurta sé í samræmi við það sem staðhæft er á merkimiðanum.

Áður en þú tekur inn bætiefni þarftu að afla þér þekkingar. Spurðu lækni þinn eða löggiltan næringarráðgjafa hvort einhverjar kannanir hafi verið gerðar á á samverkan bætiefnisins sem þú hefur áhuga á og meðferðarinnar sem þú ert í.

Þú þarft líka að finna áreiðanlegan framleiðanda sem þú getur treyst til að framleiða aðeins bætiefni í hæsta gæðaflokki. Lyf sem læknar ávísa á svo og lyf sem afgreidd eru án lyfseðils (lausasölulyf) þurfa að uppfylla kröfur og staðla sem settir eru af USP (U.S.Pharmacopeia). Lyfjastofnun þessi hefur gefið út staðla fyrir bætiefni. Hins vegar þurfa framleiðendur ekki að fylgja þeim frekar en þeim sýnist – þeim er það í sjálfsvald selt. Því getur verið góð regla að athuga hvort USP merkið er einhvers staðar á merkimiðanum. Ef merkið er þar að finna þýðir það að fyrirtækið hefur skuldbundið sig lagalega til að uppfylla USP staðlana gagnavart Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA).

*Eftirlit með bætiefnum hér á landi

Matvælastofnun hefur yfirumsjón með reglugerð um bætiefni og fer með innflutningseftirlit með bætiefnum hér á landi. Eftirlit með vörum á markaði er í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Leiki vafi á því hvort vara teljist lyf, sker Lyfjastofnun úr um það. Við eftirlit er aðallega stuðst við upplýsingar sem fram koma á umbúðum en lítið er um að efnainnihald vörunnar sé rannsakað.

Þó að eftirlit með innflutningi bætiefna hafi verið aukið síðustu misseri er langt frá því að allar vörur séu skoðaðar áður en þær komast á markað. Meginhluti eftirlitsins er því markaðseftirlit. Vara getur þar af leiðandi komist í hillur verslana, og jafnvel staðið þar um skeið, áður en heilbrigðiseftirlitið uppgötvar að um ólöglega vöru sé að ræða og stöðvar dreifingu hennar.

Því er eins farið hér á landi og í Bandaríkjunum að engin trygging er fyrir því að bætiefni sé hreint og innihaldi aðeins þau efni og í því magni sem um er getið á merkimiðanum. Auk þess gæti varan flokkast sem lyf og því verið ólögleg á markaði hérlendis.

„Náttúruvara“ þýðir ekki endilega að óhætt sé að taka hana inn

Margir telja að fæða eða bætiefni í sinni upprunalegu, náttúrlegu mynd séu heilnæmari og öruggari en það sem hefur verið unnið eða búið til (kemísk bætiefni). Svo þarf þó ekki að vera. Sum eitruðustu efnin eru það í sinni náttúrlegu mynd. Sem dæmi má nefna eitraða sveppi og eiturefnið vomitoxin, framleitt af sveppum sem vaxa á korni. Hvort tveggja eru baneitruð en fullkomlega náttúrleg efni.

Ekki er mikilvægast að spyrja hvort eitthvað komi beint úr náttúrunni heldur :

  • Bætir það heilsuna?
  • Er óhætt að taka það?
  • Eru skammtar nákvæmir og allir eins?
  • Er það laust við aukaefni?
  • Hefur það áhrif á önnur lyf sem ég fæ vegna meðferðarinnar?

Flest öll næringarefni sem þú þarft á að halda áttu að geta fengið úr fæðu, einkum úr ávöxtum og grænmeti. Læknir þinn eða löggiltur næringarráðgjafi kann að mæla með að þú takir eina fjölvítamín- eða steinefnatöflu á dag eða eitthvert ákveðið næringarefni sem vantar í fæðuna. Sama á við þurfir þú á sérstaklega stórum skammti að halda.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

*Kaflaheiti merkt stjörnu

Þessi texti er frá Lyfjastofnun og Matvælastofnun og birtur með þökkum.

ÞB

Þessi grein birtist fyrst á vefnum BRJÓSTAKRABBAMEIN og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi: 

screenshot-www.brjostakrabbamein.is 2015-09-30 19-42-38

Viewing all 1277 articles
Browse latest View live